Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Side 12
Febrúar 1980
Hæstiréttur mildaði dóma undir-
réttar yfir öllum sakborningum í Guð-
mundar- og Geirfinnsmálinu nema
dóm Erlu Bolladóttur. Þeir Sævar
Ciesielski og Kristján Viðar Viðarsson
voru af Hæstarétti dæmdir í 17 og 16
ára fangelsi, en í undirrétti höfðu þeir
hlotið ævilangan fangelsisdóm.
Dómur Hæstaréttar var kveðinn
upp klukkan 16.45 í gær í dómsal
Hæstaréttar að viðstöddum verjend-
um sakborninga og fréttamönnum.
Forsendur dómsins eru ekki tilbún-
ar til birtingar en það þykir ljóst að
Hæstiréttur hafi komist að þeirri nið-
urstöðu að hér hafi verið um að ræða
manndráp af gáleysi. Ákæra hljóðaði
hins vegar upp á manndráp af ásetn-
ingi og í undirrétti var dæmt sam-
kvæmt því.
Tryggvi Rúnar Leifsson var af
Hæstarétti dæmdur í 13 ára fangelsi
en hann fékk 16 ár í undirrétti.
Guðjón Skarphéðinsson var dæmd-
ur í 12 ára fangelsi í undirrétti en
Hæstiréttur breytti því í 10 ár. Þriggja
ára fangelsisdómur undirréttar yfir
Erlu Bolladóttur var staðfestur en
refsing Alberts Klahn Skaftasonar
lækkuð úr 15 mánuðum niður í 12.
Gæsluvarðhald allra kemur til frá-
dráttar.
...fyrir 30 árum
Miðvikudagur 8. desember 201012
Vísir árið 1980
Stuðningsmenn fögnuðu Vigdísi. Vísismynd: Þ.K.
Vigdís Finnbogadóttir hefur ver-
ið kjörin forseti íslands næsta kjör-
tímabil. Hún hlaut samtals 33.6%
greiddra atkvæða i forsetakosning-
unum í gær, en skæðasti keppinaut-
ur hennar, Guðlaugur Þorvaldsson,
fékk 32.2% atkvæðanna. Þegar taln-
ingu lauk í morgun skildu 1906 at-
kvæði þau að. Aðrir frambjóðendur
fengu mun minna fylgi.
Júní 1980
Talning atkvæða gekk vel fyrir sig um allt land, og
endanleg úrslit lágu fyrir um kl. átta í morgun. All-
nokkru áður, eða síðla nætur, varð þó orðið ljóst, að
Vigdís næði kjöri. Mjög mjótt var á mununum hjá Vig-
dísi og Guðlaugi fram eftir nóttu, og stundum skildu
innan við eitt hundrað atkvæði á milli þeirra. Þegar
endanlegar tölur komu úr Reykjavík, eftir talningu
utankjörfundaratkvæða þar, varð hins vegar ljóst að
Vigdís færi með sigur af hólmi, og bilið breikkaði síð-
an smátt og smátt.
Frá þessu greindi Vísir þann 30. júní 1980. Vigdís var
fyrsta konan til að gegna embætti þjóðhöfðingja í heim-
inum en það gerði hún í 16 ár, eða til ársins 1996 þegar
Ólafur Ragnar Grímsson tók við.
Endanleg úrslit.
Endanleg úrslit fyrir landið allt eru sem hér segir:
Vigdís Finnbogadóttir 43.530 atkvæði, 33.6%
Guðlaugur Þorvaldsson 41.624 atkvæði, 32.2%
Albert Guðmundsson 25.567 atkvæði, 19.8%
Pétur J. Thorsteinsson 18.124 atkvæði, 14.0%
Auðir og ógildir 540 atkvæði, 0.4%
Vigdís sigraði Guðlaug
með 1906 atkvæða mun!
Tvísýn talning atkvæða í forsetakosningunum í alla nótt:
Janúar 1980
Tveir ungir menn létu lífið af
völdum hnífstungna um borð í
varðskipinu Tý í gær. Þriðja varð-
skipsmannsins, sem áverkunum
olli, er saknað og talið er að hann
hafi farið í sjóinn. Komið var með
lík varðskipsmannanna tveggja
til Akureyrar í gærkvöldi. Rann-
sóknarlögregla ríkisins, ásamt
aðalfulltrúa bæjarfógetans á Ak-
ureyri og lögreglumönnum, vann
til klukkan þrjú í nótt að rann-
sókn Týsmálsins. Þeir komu aft-
ur saman klukkan níu í morgun.
Lokið er við að taka skýrslur
af höfuðvitnum málsins, en allir
skipverjar á Tý verða yfirheyrðir.
Sjóréttur verður settur hjá emb-
ætti bæjarfógeta á Akureyri í dag
undir forsæti Ásgeirs P. Ásgeirs-
sonar aðalfulltrúa.
Þessi frétt skók Íslendinga í
janúarbyrjun 1980. Í henni kom
líka fram að Týr var staddur um
50 sjómílur austur af Grímsey,
þegar þessi atburður átti sér stað.
Jón D. Guðmundsson, þriðji vél-
stjóri, hafi komið að skipsfélög-
um sínum þar sem þeir hafi verið
að fá sér kaffi. Hann hafi grip-
ið stóran eldhúshníf. Þegar einn
hafi spurt hvað hann væri að
leika sér með hnífinn hafi hann
rekið hann á kaf í síðu eða bak
hans. Jón hafi svo horfið úr eld-
húsinu en mætt 18 ára gömlum
skipsfélaga sínum á ganginum
milli eldhúss og matsalar. Skipti
engum togum; hann mun hafa
rekið hnífinn í brjóst eða kvið-
arhol hans svo úr varð mikið sár.
Engin merki hafði Jón sýnt um
að hann væri ofbeldismaður en
hann er talinn hafa fleygt sér í
sjóinn eftir ódæðið.
Lík skipverjanna flutt í land á Akureyri. Vísismynd: G.V.A.
Björn Sveinbjörnsson forseti Hæstaréttar les upp dómsorðin.
ÞUNGLYNDIS HAFÐI GÆTT
HJÁ ÁRÁSARMANNINUM
Tveir menn stungnir til bana um borð í varðskipinu Tý:
Dómur í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu:
Miðstjórn Alþýðubandalagsins samþykkir
tillögur í efnahagsmálum:
Janúar 1980
„Þessar tillögur miða að því
að tengja saman skammtíma-
og langtímaaðgerðir í efnahags-
málum og skiptast í tvo meg-
inhluta,“ sagði Ólafur Ragnar
Grímsson, alþingismaður og for-
maður framkvæmdastjórnar Al-
þýðubandalagsins, þegar Vísir
spurðist fyrir um þær efnahags-
málatillögur, sem voru sam-
þykktar á fundi miðstjórnar Al-
þýðubandalagsins, mánudaginn
13. janúar 1980.
„Í fyrsta lagi eru það ítarleg-
ar tillögur um fyrstu aðgerðir í
efnahagsmálum, sem miða að því
að ná verðbólgunni niður í 25%
á þessu ári. Samtímis því verð-
ur sett í gang þriggja ára áætl-
un, sem nær til fyrstu mánaða
ársins 1983, um áframhaldandi
hjöðnun verðbólgu, uppbyggingu
íslenskra atvinnuvega og jöfn-
un lífskjara. Fyrra markmiðinu
verður náð með samblandi af
niðurfærslum og millifærslum,“
sagði Ólafur Ragnar við Vísi.
Verðbólgutal er Íslendingum
tamt um þessar mundir þó tölurn-
ar séu ekkert í líkindum við það
sem þær voru fyrir 30 árum. Árið
1979 var verðbólgan á Íslandi rétt
liðlega 60 prósent. Það þýðir að
vörur og þjónusta hækkuðu um
60 af hundraði á einu ári. Verð-
bólgan hafði ekki verið hærri frá
fyrra stríði. Til samanburðar má
geta þess að hæst fór verðbólgan
á Íslandi í kjölfar efnahagshruns-
ins í rúm 18 prósent en hún er nú
komin niður í um 2,6 prósent.
„MIÐAÐ VIÐ AÐ
NÁ VERÐBÓLGUNNI
Í 25% Á ÁRINU“
– segir Ólafur Ragnar Grímsson, formaður
framkvæmdastjórnar Alþýðubandalagsins
Hæstiréttur mildaði alla
dómana nema yfir Erlu