Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Side 15
EKKI ÞVO HÁLFFULLAR VÉLAR Ýmis ráð
eru við of háum rafmagnsreikningi en í Neytendablaðinu eru
nokkur slík talin upp. Hé má nefna sparnaðarráð þegar kemur að
þvottavélum. Ráðlagt er að safna þvotti í fulla tromlu í stað þess
að þvo hálffullar vélar og lækka skal hitann úr 40 í 30 gráður.
Þurrkarar eyða miklu rafmagni og því er betra að hengja þvott
á snúru til þerris, ef sé þess kostur. Ef þurrkarar eru notaðir skal
stilla hraðari vindu í þvottavélinni því þá er þvotturinn ekki eins
rakur og tekur styttri tíma í þurrkara.
GOTT SKIPULAG HJÁLPAR Annað sparnaðarráð sem
Neytendablaðið mælir með þegar kemur að rafmagni er í sambandi við ís-
skápa og frystikistur. Kæligrindin að aftan þarf að vera hrein með nægilegu
loftrými. Loft þarf að koamst út um ristina og skal hurð vera látin standa
lengi opin. Gott skipulag í ísskápnum styttir tímann sem hurðin er opin.
Ekki skal setja heitan eða volgan mat í ísskápinn en góð orkunýting er að
þíða frosinn mat í ísskápnum. Einnig er bent á að það sé ódýrara að tæma
frystinn og slökkva á honum í stað þess að halda honum gangandi fyrir ör-
fáar vörur. Hitastig ísskkáps skal vera 3 til 5 gráður en í frysti um - 18 gráður.
MIÐVIKUDAGUR 8. desember 2010 NEYTENDUR 15
BÖNKUNUM BJARGAÐ
Guðmundur Andri Skúlason:
Eigið fé fólks farið
„Mér finnst þetta afskaplega rýr yf-
irlýsing sem stuðlar að miklu rang-
læti og aðstoðar enga nema þá aðila
sem fóru óvarlega,“ segir Guðmundur
Andri Skúlason, forsvarsmaður Sam-
taka skuldara. Hann segir úrræðin
verða mjög kostnaðarsöm fyrir eldra
fólk og ellilífeyrisþega þar sem þeir
hafi átt mikið af sínum sparnaði í hús-
næði sínu. „Það var kannski 30 til 40
prósenta lán á húsnæðinu sem átti
svo að selja þegar kæmi að eftirlaun-
um. Svo kom höggið og lánin hækk-
uðu gífurlega en húsnæðisverðið
lækkaði. Eigið fé þessa fólks er farið og
það verður ekki leiðrétt með þessum
aðgerðum,“ segir hann. Guðmund-
ur segir einu vitrænu lausnina og þá
langsamlega ódýrustu vera að leið-
rétta lán miðað við stöðuna fyrir hrun.
Það hafi orðið hér forsendubrestur og
bankarnir verði að deila ábyrgðinni
með lánþegum. „Það sem þetta hefur
í för með sér er að almenningur hef-
ur þrjá möguleika. Við getum rembst
við að sætta okkur við þetta og lifa hér
í skuldaþrældómi það sem eftir er. Í
öðru lagi getum við farið í gjaldþrot
sem er kannski sú leið sem flestir ættu
að fara. Loks er það að flýja land,“ seg-
ir hann að lokum.
gunnhildur@dv.is
Aðstoðar þá sem fóru óvarlega
Guðmundur Andri segir viljayfirlýsing-
una stuðla að miklu ranglæti.
Ingólfur H. Ingólfsson:
„Ekkert nýtt í þessu“
„Þetta er ekkert annað en bankarn-
ir hafa verið að bjóða. Það er ekkert
nýtt í þessu nema þetta með vaxta-
bæturnar,“ segir Ingólfur H. Ingólfs-
son hjá Sparnaði ehf. Hann segir að
það eigi eftir að ráðast hvort aðgerð-
irnar dugi. „Skilaboðin eru þau að
nú verði hver og einn einfaldlega að
bjarga sér,“ segir hann og bætir við
að úrræðin muni ef til vill duga ein-
hverjum.
Ingólfur segir að tækifærið til að
færa niður skuldirnar, eins og Fram-
sóknarflokkurinn hafi talað fyrir eft-
ir hrun, hafi runnið stjórnvöldum
úr greipum. Það hefði verið réttlát
leið sem hefði hjálpað einhverjum.
Svo hefði mátt grípa til sértækra að-
gerða samhliða því. „Þessi leið er
ekki réttlát. Ef þú ætlar bara að hjálpa
þeim sem standa allra verst í þess-
ari kreppu þá ertu bara að leiðrétta
gagnvart sumum,“ segir hann og
bætir við að ef til vill fái þeir sem fóru
óvarlegast mest. „Spurningin er bara
hvort fólk muni sætta sig við þetta
óréttlæti. Fyrir ríkisvaldið er það al-
varlegt ef almenningur upplifir ríkis-
valdið sem óréttlátt. Þá er ríkið búið
að missa réttlætinguna gagnvart
sjálfu sér –- því hlutverk ríkisvaldsins
er að stuðla að jafnrétti og réttlæti –
ekki síst þegar kemur að útdeilingu
fjármuna,“ segir hann.
Ingólfur bendir hins vegar á að í
ljósi þess að ríkisstjórnin ætli ekki að
leggja til fleiri úrræði þá verði fólk að
finna eigin leiðir til að vinna sig út úr
skuldavanda, eins og í fyrri kreppum.
Þær séu til og felist í uppstokkun og
stýringu útgjalda. „Það eru alltaf til
aðrar leiðir en sú sem hið opinbera
býður upp á,“ segir hann.
Þeir sem borga innan við 20 pró-
sent af heildartekjum sínum í afborg-
anir af húsnæðislánum eiga ekki kost
á lánalækkun. Ingólfur segir að það
sem sé hættulegt við slíkt fyrirkomu-
lag séu jaðaráhrifin. Þannig geti sá
sem hafi verið duglegur að vinna í
sínum málum lent öfugu megin lín-
unnar á meðan sá sem hafi gefist upp
njóti lækkunarinnar. Í ljós eigi eftir að
koma hvaða áhrif þetta hafi á fólk.
Ingólfur segir enn fremur að mik-
ið óréttlæti felist í því að ein tegund
eigna, í þessu tilfelli húseignir fólks,
missi verðgildi sitt á meðan þeir sem
eigi annars konar eignir, í þessu tilviki
kröfuhafar eða þeir sem lána, nánast
sleppi við hrunið. Þetta orsaki verð-
tryggingin meðal annars. baldur@dv.is
Fólk stýri útgjöldum sínum Ingólfur
segir að tillögurnar séu ekki réttlátar en
aðrar leiðir séu til.
Jóhannes Gunnarsson, formaður neytendasamtakanna:
Hugnast bönkunum
„Þarna finnst mér meira ráða ferð-
inni það sem bönkunum og öðrum
fjármálafyrirtækjunum hugnast,“
segir Jóhannes Gunnarsson, formað-
ur Neytendasamtakanna, um síð-
asta tromp stjórnvalda í þágu skuld-
ara. Hann segir að samtökin geti ekki
mælt með þessari 110 prósenta leið.
Hún komi mjög misjafnlega út fyrir
fólk og komi þeim jafnvel best sem
mest hafi skuldsett sig. Hún muni
enn fremur ekki gangast mörgum
sem þörf hafi fyrir aðstoð. Hann tek-
ur þó fram að stjórn samtakanna hafi
ekki rætt þessi úrræði sérstaklega.
Þetta sé hans skoðun.
Jóhannes segir að Neytenda-
samtökin hafi talað fyrir sértækum
aðgerðum; meðal annars hækk-
un vaxtabóta. Hann segir í því ljósi
ánægjulegt að hætt hafi verið við að
lækka vaxtabætur. Hann segir enn
fremur afar brýnt að hraða þeim mál-
um sem koma inn á borð umboðs-
manns skuldara.
Jóhannes segist hafa heyrt af
miklum afskriftum hjá fólki sem of
geyst hafi farið í skuldsetningu fyrir
hrun. Það fólk fái jafnvel enn meiri
afskriftir nú. Það kunni að valda ólgu
í samfélaginu. Hann fagnar því þó
að ákveðinni óvissu hafi verið eytt.
„Margir hafa beðið eftir einhverju
öðru og meira. Öll óvissan hefur
valdið því að fólk hefur haldið að sér
höndum. Þetta kallar í það minnsta á
að fólk snúi sér að því að koma sínum
málum í lag – meðal annars í gegnum
sértækar aðgerðir,“ segir hann.
Smelltu á Líkar þetta á Facebook
og þú gætir dottið í lukkupottinn.Vertu með!
-leikur
FRJÁLST, ÓHÁÐ DAGBLAÐ
FRÁBÆRIR VINNINGAR:
Apple iPad og iPod nano,
miðar á tónleika og fleira og fleira...
http://facebook/www.dv.is