Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Qupperneq 24
24 8. desember 2010 miðvikudagur Jólabókaútgáfan á þessu hausti ber það ótvírætt með sér, að bankahrun- ið haustið 2008 og allur sá djöful- skapur sem því fylgdi, er enn ofar- lega í hugum fólks. Allmargar bækur hafa að undanförnu komið út, sem snúast með einum eða öðrum hætti um hrunið: skáldverk, ádeilurit, rétt- lætingarbækur og sumir hafa skrif- að eða látið skrifa endurminningar frá haustinu 2008 og árunum þar á undan. Í þessum bókum eru þeir tíð- um háværastir og dómharðastir sem ekki fengu að vera með eða nudduðu sér ákafast utan í „furstana“ á meðan allt var talið leika í lyndi og okkur var sagt að smjör drypi af hverju strái. Á kreditsíðu þessarar nýju skáld- sögu Bjarna Harðarsonar segir, að hún sé endurgerð samnefndrar ridd- arasögu frá 15. öld. Ekki get ég dregið þá staðhæfingu í efa, en hitt getur engum dulist sem bókina les, að sag- an snýst öðru fremur um þá brjál- semi sem tröllriðið hefur íslensku viðskipta- og fjármálalífi undanfar- in ár. Hún hefst með því að bændur í fallegum dal selja peningamönnum að sunnan laxveiðijarðir og veiði- réttindi, og verða margir að bregða búi, svo liggur við landauðn í sveit- inni. Þetta er að vísu gamalkunnugt og næsta sígilt stef sem lesendur geta skilið og túlkað með ýmsum hætti. Sá sem hér stýrir penna kýs að skilja það sem ádeilu á kvótabrask og afleiðing- ar þess fyrir byggð í landinu. Sá skiln- ingur er þó engan veginn einhlítur. Sigurðar saga fóts er ádeilusaga og það er óneitanlega býsna snjallt hjá Bjarna að tengja hana riddara- sögum miðalda. Eins og höfund- ar þeirra hagnýtir hann sögulegan kjarna en bætir við, ýkir, spinnur og lagar efnið og söguþráðinn eftir þörf- um. Lesendur munu vafalaust telja sig þekkja ýmsa samtímamenn í Sig- urði og öðrum persónum sögunnar, en hér er sem oft endranær, að eng- inn einn maður er augljós fyrirmynd helstu sögupersónanna. Þær eiga sér flestar margar fyrirmyndir, sem er steypt saman. Engu að síður eru þær flestar harla trúverðugar. Frásagnarmáti höfundar er lipur og myndrænn, á köflum bráðfynd- inn og margar persónulýsingar eink- ar skemmtilegar. Þó er þetta engin skemmtisaga, miklu frekar hárbeitt háðsádeila á íslenskt samfélag und- anfarna tvo áratugi eða svo. En engin bók er gallalaus og þessi er engin undantekning. Að mínu áliti er sá ljóður mestur á ráði Bjarna Harðarsonar að hann er á köflum of margorður, teygir lopann og gleym- ir sér í frásagnargleðinni. Þá trosnar söguþráðurinn og ýmsar lýsingar á brennivínsdrykkju, kynsvalli og öðru í þeim dúr verða tíðum langdregn- ar og hálfleiðinlegar. Þær mega að vísu sumar kallast nauðsynlegar til að lýsa einstökum sögupersónum og eðli þeirra, en hefðu gert sama gagn eða betra í færri orðum. Líku máli gegnir um síðustu kafla bókarinnar, sem eru nánast úr takti við meginstef sögunnar. Jón Þ. Þór Nútíma-riddarasa a Sigurðar Saga fótS „Sigurðar saga fóts er ádeilusaga og það er óneitanlega býsna snjallt hjá Bjarna að tengja hana riddarasögum miðalda.“ mynd Sigtryggur ari Sigurðar saga fóts Íslensk riddarasaga Bjarni Harðarson Útgefandi: Sæmundur. 256 blaðsíður Skáldsaga Lífsreynslubók bandaríska rithöf- undarins Williams Styrons, Sýnilegt myrkur: Frásögn um vitfirringu, gef- ur afar óþægilega innsýn inn í huga þunglynds manns. Bókin er sú fyrsta eftir Styron sem gefin er út í íslenskri þýðingu en það er Hið íslenska bók- menntafélag sem sendir hana frá sér í Lærdómsritaröðinni. Þýðingin er eftir Ugga Jónsson og er hún mjög meitluð og sterk. Frásögn um vitfirringu lætur ekki mikið yfir sér. Hún er rétt rúmar 100 blaðsíður með inngangi og eftir- málum. Einar Már Guðmundsson rithöfundur skrifar innganginn og er það vel við hæfi sökum þess að hann skrifaði eina bestu íslensku lýsingu á tilveru geðveiks manns sem komið hefur út, skáldsöguna Englar alheimsins. Bók Einars Más er svo dapurleg og er skrifuð af svo miklu næmi og tilfinningu fyrir við- fangsefninu að hennar verður lengi minnst — þótt Einar hefði ekki skrif- að neitt nema þessa litlu bók hefði orðspor hans sem höfundar örugg- lega verið tryggt. Munurinn á veik- indum Styrons og Páls í Englunum er mikill, sá fyrrnefndi var þung- lyndur en sá síðarnefndi með geð- klofa, en báðum höfundunum tekst afar vel að gefa innsýn inn í sjúkan huga og óhjákvæmilega kalla fram samúð hjá lesandanum yfir hugar- vílinu. Á þessum tiltölulega fáu síðum fylgjumst með því hvernig Styron, sem þá var kominn á sjötugsaldur, hrundi niður í slíkt þunglyndi og ör- væntingu á níunda áratug síðustu aldar að hann íhugaði að svipta sig lífi. Örmögnun eftir svefnlitlar næt- ur þar sem Styron gat aðeins kom- ið nokkurra stunda dúr á auga með því að taka inn sterk svefnlyf er lýst þannig að ómögulegt er að finna ekki til með honum. Afleiðingin af þessu ástandi hans er sú að hann nálgast stöðugt botninn: „Ég er nokkuð viss um að það var í svona svefnleysismóki sem að mér læddist sú vitneskja — annarleg og sláandi hugljómun, eins og yfirnáttúruleg- ur sannleikur sem hefur lengi ver- ið hulinn — að þetta ástand myndi kosta mig lífið ef það héldist á svip- uðum nótum,“ segir í þýðingu Ugga. Öfugt við marga aðra tekst Styron hins vegar að sigrast á veikindum sínum eftir að hafa leitað sér aðstoð- ar á sjúkrahúsi. Í lok bókarinnar líkir hann vegferð sinni og hvernig hann nær tökum á eigin lífi aftur við ferð Dantes til helvítis í Gleðileiknum guðdómlega. Ekki er erfitt að sjá þau líkindi við lestur bókarinnar. Þessi bók Styrons er klassísk á þessu sviði og er gjarnan vitn- að til hennar þegar reynt er að lýsa þunglyndi og hugarvíli. Ástæðan er sú hversu vel Styron tekst til við að lýsa eigin líðan. Flestir þeir sem hafa kynnst þunglyndi, og þó ekki væri nema votti af því, munu örugglega finna hugrenningar í bókinni sem þeir geta sjálfir tengt við eigin van- líðan. Þetta er ákaflega mannleg bók, skýr, óþægileg en jafnframt fal- leg því hún lýsir miklum erfiðleikum sem Styron nær að sigrast á. Bókin getur án efa höfðað til mjög breiðs hóps fólks á öllum aldri enda mun lesendahópur Styrons hafa stækkað mjög þegar bókin kom út í Banda- ríkjunum árið 1990. Gott er að fá þessa bók í svo vandaðri íslenskri þýðingu og er óhætt að mæla með henni. Einnig verður að geta þess hvað það er aðdáunarvert að geta komið svo djúpum kjarna til skila á svo fáum blaðsíðum, það er hvorki of né van. Ingi F. Vilhjálmsson Sýnilegt myrkur: Frá- sögn um vitfirringu William Styron Þýðing: Uggi Jónsson. inngangur: Einar Már Guðmundsson. Útgefandi: Hið íslenska bókmenntafélag. 256 blaðsíður Skáldsaga Innsýn í þunglyndi unga fólkið og eldhússtörfin Bók fyrir þá sem vilja læra að gera heimilismat að hætti mömmu; lauksúpu, fiskibollur, fiskiflök með eplum og karrí, kótelettur og kakós- úpu, sítrónubúðing, rjómatertur og kanilsnúða. Bókin inniheldur einnig leiðbeiningar um hagkvæm inn- kaup, geymslu matvæla, þvottaað- ferðir og fleira. Þær Vilborg Björns- dóttir og Þorgerður Þorgeirsdóttir kenndu ungu fólki heimilsfræði um langt árabil. Þær gáfu svo út þessa bók árið 1967 og hún var endurút- gefin reglulega í mörg ár en hefur ekki verið til í þónokkurn tíma fyrr en núna. Eldað um veröld víða Gordon Ramsey er heimsþekktur sjónvarpskokkur sem hefur fengið 13 Michelin-stjörnur á ferli sínum sem veitingahúsaeigandi í London og New York. Nú fer hann með les- endur í ferðalag um heiminn með því að kynna þá fyrir sínum uppá- haldsréttum héðan og þaðan. Hver kafli tekur ákveðna þjóð fyrir og fjallar um matarmenningu hennar, lykiluppskriftir, algengar aðferð- ir og helstu hráefni og krydd sem einkenna viðkomandi land. Þar á meðal eru Mið-Austurlönd, Taíland, Bandaríkin, Kína, Indland, Spánn, Frakkland, Grikkland og heimahag- ar hans, Bretland. Þú getur eldað! Er fyrir yngstu matargerðarmenn- ina þótt allir byrjendur geti auðvitað stuðst við hana. Farið er yfir nokkur grundvallaratriði í eldamennsku og uppskriftirnar eru bæði fjölbreyttar og girnilegar. Sumir réttirnir virðast ansi metnaðarfullir fyrir byrjendur en eru þó settir fram með skýrum og einföldum hætti þannig að all- ir ættu að ráða við þá. Eggjabrauð með hjarta í miðjunni, marokkóskur pottréttur, fiskinaggar og innbakað- ur lax, pastadeig, gulrótarkaka og pavlova eru á meðal þess sem þarna er að finna. Bækur fyrir fróð- leiksfúsa

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.