Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 34
Svarthöfði er einlægur aðdá-andi Jónínu Benediktsdótt-ur. Allt síðan þessi gjörvi-lega Húsavíkurstúlka steig
sín fyrstu skref á braut frægðar
og frama hefur Svarthöfði fylgst
agndofa með. Með því fyrsta sem
Jónína gerði var að upplýsa heim-
inn um að Barbie væri dauð. Tími
hinnar sjálfstæðu konu var runn-
inn upp.
Eftir ótal beygjur og sveigjur í lífinu hafnaði Jónína í fangi Jóhannes-ar í Bónus. Í nokkur ár
gekk allt vel. Jónína þjónaði Baugi
af alúð við hlið manns síns. Hún
geislaði af fegurð og þokka og sagði
ekki orð um að Barbie væri dauð.
Augu þjóðarinnar hvíldu á henni
og Jóhannesi sem báru ást sína
svo sannarlega á torg. En það er
þannig með hamingjuna að hún
hverfur gjarnan jafnskjótt og hún
birtist. Óveðursbakkinn nálgaðist
parið.
Jónína og Jóhannes slitu samvistir þegar ástin var kulnuð og hatrið hafði tekið sér bólfestu. En Jónína var
ekki lengi á lausu. Jóhannes hvarf
og inn í myndina kom Styrmir
Gunnarsson, ritstjóri Morgun-
blaðsins og valdamaður. Eins
og Jónína lýsir í ævisögu sinni
tókust með þeim ástir. Þar var
hjónaband ritstjórans ekki fyrir-
staða. Í sambandinu loguðu eldar
ástar og hugmyndaauðgi. Skötuhjú-
in skiptust á tölvupóstum sem gengu
út á hlýju en einnig hvernig væri
hægt að hjálpa Jóni nokkrum Geraldi
við að taka í lurginn á Jóhannesi og
öðrum Baugsmönnum.
Svo illa vildi til að póstarnir láku í fjölmiðla í eigu Baugs sem gerðu sér óspart mat úr þeim. Á forsíðu eins blaðsins
var gert út á ástir Jónínu og Styrm-
is. „Þau voru elskendur“ var upp-
slátturinn. Jónína er kjarnakona og
Svarthöfði beinlínis fékk gæsahúð af
hrifningu þegar hún höfðaði mál á
hendur Baugsmiðlunum. Kvenfork-
urinn hikaði ekki en lagði til atlögu
við sjálfan Baug. Þarna var ljóslifandi
komin kvenútgáfan af Don Kíkóta.
Það fór svo á endanum að Jónína vann málið gegn Baugsmiðlinum sem sagði að hún og Styrmir hafi verið
elskendur og hún fékk bætur vegna
þessa hræðilega áburðar. Í ævisögu
sinni lýsti hún síðan ást sinni og rit-
stjórans og birti aukalega tölvupósta
sem Baugsmiðlarnir höfðu ekki
komið höndum yfir. Enn hafa ekki
sprottið málaferli af því uppátæki
hennar.
En þótt öldur lífsins hafi skol-að þeim Styrmi í sundur var engin kreppa hjá Jón-ínu, eftirspurnin eftir hlýju
hennar var næg. Ljósa hárið, brosið
og fagur limaburður tryggði að karlar
í valdastöðum misstu frá sér ráð og
rænu. Baugur var orðinn gjaldþrota
og allt íslenska fjármálakerfið var
komið í þrot. Styrmir var kominn á
eftirlaun og ófríðari ritstjórar komnir
á Moggann. Þá var sem himnarnir
lýstust upp. Ástin kom enn inn í líf
Jónínu. Að þessu sinni var það sjálfur
umboðsmaður Guðs.
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum hafði til að bera alla þá kosti sem Jónína gat séð í einum
manni. Þau féllust í faðma. Og það
var ekki tjaldað til einnar nætur
því skömmu síðar gengu þau upp
að altarinu og staðfestu ást sína
frammi fyrir augliti drottins. Það
stefndi í varanlega hamingju þeg-
ar fjandinn losnaði. Jónína veitti
því eftirtekt að einn sá helsti djöf-
ull sem Gunnar hhefur að draga er
hversu fjallmyndarlegur hann er.
Og það var eins og við manninn mælt. Hópur kvenna ruddist fram og bar Gunnar ásök-
unum um áreiti. Jónína var enn
aftur komin í slaginn. Hún barð-
ist við kynsystur sínar með kjafti
og klóm til að verja sinn mann.
En þar var við ofurefli að etja.
Konan sem lagði Baug varð að
lúta í lægra haldi. Umboðsmaður
Guðs í Krossinum sagði af sér og
saman hurfu hjónin til útlanda.
Svarthöfði bíður nú spenntur eftir
næsta bindi ævisögu Jónínu Ben.
Hvar í ósköpunum ber hún næst
niður?
KONAN SEM LAGÐI BAUG „Ég er búinn að stúdera þetta
efni í 40 ár og er svo heppinn
að hafa kynnst mörgum
góðum miðlum.“
n Guðmundur Kristinsson, höfundur bókarinnar
Sumarlandið þar sem framliðnir lýsa andláti sínu og
endurfundum í framhaldslífinu. – DV.is
„Hann vaknaði um daginn
með þvílíka magapínu sem
endaði með því að hann var
lagður inn.“
n Jóhannes Bachmann, bróðir Andrés Bachmann,
sem hefur skipulagt jólaball fatlaðra undanfarin ár en
André var lagður inn á spítala. – Fréttablaðið
„Ég fór frekar oft í
IKEA í síðustu
viku.“
n Söngvarinn Ingólfur Þórarins-
son, Veðurguð, er fluttur frá Selfossi og í sína fyrstu
íbúð.
„Heiðar gæti spilað
með Liverpool.“
n Stuðningsmenn Queens Park
Rangers, QPR, fóru fögrum orðum
um íslenska landsliðsframherjann
Heiðar Helguson í götuspjalli á fótbolti.net í
Lundúnum. – fótbolti.net
„Nú eru hlutirnir að
gerast.“
n Kveðja frá foreldrum Helgu
Sigríðar Sigurðardóttur eftir að
stúlkan var vakin í gærkvöldi og
losnaði úr öndunarvél. – Facebook
Tilviljanir breyta lífinu
Á Íslandi fer sú goðsögn kynslóða á milli að hver sé sinnar gæfu smiður. Um þetta vitna margir málshættir, sem segja svo ekki verður um villst
að hér sé við lýði samfélag verðleika: Þeir fiska
sem róa, er sagt. Sagt er að fólk uppskeri eins
og það sáir. En þetta er ekki rétt.
Stærstu fjárhagslegu hagsmunir fólks á Ís-
landi síðustu áratugi hafa ráðist af algerum
tilviljunum, sem eru óháðar vinnusemi, góð-
um ákvörðunum eða verðleikum.
Tveir hópar rúmlega miðaldra fólks eru á
Íslandi. Annar hópurinn tók óverðtryggt lán
fyrir um það bil 30 árum. Hinn hópurinn tók
verðtryggt lán. Þeir sem tóku óverðtryggðu
lánin urðu fyrir því láni að verðbólgan, sem
fór upp í meira en 100% á ári, át upp lánin þess.
Hópurinn með verðtryggðu, öruggu lánin sá
þau hins vegar hækka og hækka. Tilviljun réð
því að annar hópurinn fékk húsnæðið nán-
ast frítt og átti bjarta fjárhagslega framtíð, en
hinn hópurinn þurfti að borga miklu meira en
viðbúið var.
Önnur tilviljun skipti síðar sköpum. Einn
hópur kaupir fasteign í þorpi A. Hinn hópur-
inn kaupir í bæ B. Sægreifi selur kvóta í þorpi
A og kippir stoðunum undan atvinnulífinu
þar. Hið sama gerist ekki í bæ B. Þetta eru ekki
náttúruhamfarir, heldur kerfisbundin tilfelli í
svokölluðu kvótakerfi sem ríkisstjórnin setti
á, með frjálsu framsali veiðiheimilda til að há-
marka sveigjanleikann fyrir kvótaeigendur.
Það getur auðveldlega munað tuttugu
milljónum króna hvort fólk ákvað á árun-
um 2006–2008 að kaupa fasteign eða leigja.
Tuttugu milljónir til eða frá eru stórmál fyrir
venjulegt fólk. Þær eru nóg til að breyta hvers-
dagslífi, matarvenjum, sumarfríum og jólum.
Þær geta valdið eðlismun á ellinni. Samt er
þetta tilviljun, óháð sanngirni.
Jóhanna Sigurðardóttir kynnti fyrir helgi
aðgerðir, sem fólust almennt í því að tryggja
að bankinn fengi eins mikið og hann mögu-
lega gæti frá fólki, en ef fólk gæti ekki borg-
að myndi það ekki borga nema það sem það
gæti. Það hefði þó líklega gerst án hennar
hjálpar. Liður í hjálpinni er að gera fólki erf-
iðara að fá yfirveðsett lán afskrifuð niður í 110
prósenta veðsetningu. Áður buðust bankarn-
ir til að afskrifa allt yfir 110 prósentum, óháð
tekjum, ef allar skuldirnar voru hjá sama
banka. Nú geta aðeins þeir sem borga meira
en 20 prósent af launum fyrir skatta í hús-
næðið fengið afskrifaðar skuldir umfram 110
prósent af eigninni.
Það er að hluta tilviljun hvort fólk keypti
eða leigði. Það er tilviljun hvort fólk er með
allar sínar skuldir hjá einni bankastofnun.
Það er tilviljun hvort fólk tók erlent lán eða
lán hjá lífeyrissjóði, með veði í annarri fast-
eign, og getur því ekki farið 110 prósenta leið-
ina. Þeir sem fóru varlega, og skuldsettu sig
lítið og létu sparnaðinn í fasteignina, fá ekkert
til baka af hækkun skulda. Þeir sem geymdu
peninginn inni á bankabók í staðinn fengu
björgun. Þeir sem tóku lán, þótt þeir þyrftu
þess ekki, gátu fengið bæði afskriftir af skuld-
um og björgun á sparifénu.
Það er kerfisbundið á Íslandi að fjárhags-
leg framtíð venjulegs fólks ræðst sjaldnast af
vinnusemi, sanngirni eða verðleikum. Hún
ræðst af einskærum tilviljunum.
JóN TrAUSTI rEyNISSON rITSTJórI SKrIfAr. Fjárhagsleg framtíð venjulegs fólks ræðst sjaldnast af vinnusemi.
leiðari
svarthöfði
34 umræða 8. desember 2010 miðvikudaGur
Til SviSS með Óla
n Einn nánasti samverkamaður
Ólafs Ólafssonar athafnamanns,
Hjörleifur Jakobsson, hefur nú flutt
lögheimili sitt til
Sviss samkvæmt
upplýsingum úr
þjóðskrá. Ólafur
hefur verið bú-
settur þar í landi
um skeið. Hjör-
leifur bætist þar
við ört stækk-
andi nýlendu
brottfluttra viðskiptajöfra og banka-
manna sem sest hafa að í Sviss eftir
bankahrunið. Fyrir bjuggu þar áður-
nefndur Ólafur og einnig fyrrverandi
samstarfsmaður Björgólfs Thors
Björgólfssonar, útrásarvíkingurinn
Heiðar Már Guðjónsson, sem ætlaði
sér að kaupa tryggingafélagið Sjóvá
áður en Seðlabankinn steig á tærnar
á honum.
Selma með
jÓlaáráTTu
n Eurovision-stjarnan Selma Björns
er að gera það gott þessa dagana
með kúrekahljómsveit sinni. Selma
var í þættinum
Hringekjunni hjá
Guðjóni Davíð
Karlssyni, Góa, á
laugardagskvöld.
Upplýsti hún þar
um jólaáráttu
sína. Selma sagð-
ist venjulega vera
langt á undan
öllum öðrum með skreytingar og til-
heyrandi stemningu. Á meðan flestir
miða við byrjun desember var Selma
búin að skreyta og setja upp jólatré í
október.
miðaldra Sexbomba
n Leikkonan Helga Thorberg á að
baki ævintýraríkt ár í Dóminíska lýð-
veldinu. Hún reif sig upp úr hjólför-
unum á Íslandi
og settist að í litlu
þorpi ytra. Um
þetta skrifaði
hún bókina Sex-
bomba á sextugs-
aldri. Titillinn
vísar til þess að
Helga, sem þá
var á sextugs-
aldri, naut mikillar aðdáunar hins
kynsins í Dóminíska lýðveldinu. Og
til að innsigla það allt saman kom
hún til Íslands með þarlendan kær-
asta á góðum aldri og giftist honum í
blómabúð á Íslandi.
bÓkaSali með benSín
n Bjarni Harðarson, bóksali og létta-
drengur sjávarútvegsráðherra, er
bráðfyndinn eins og fram kemur á
bloggi hans. Þar
fjallar hann um
þá staðreynd að
bækur eru seldar
á bensínstöðv-
um. Veltir hann
vöngum yfir
því að bóksöl-
um beri skylda
til að bjóða upp
á bensín. „Nóg er hér af glerinu. Ég
gæti geymt flöskurnar bensínfullar
í óræktargarðinum bakvið og vant-
ar eiginlega ekkert nema krakkana
til að hlaupa með þessa krúttlegu
mólotovkokteila,“ bloggar Bjarni.
sandkorn
tryggvagötu 11, 101 reykjavík
Útgáfufélag: Dv ehf.
Stjórnarformaður:
Lilja Skaftadóttir
ritStjórar:
jón trausti reynisson, jontrausti@dv.is
og reynir traustason, rt@dv.is
fréttaStjóri:
Ingi Freyr vilhjálmsson, ingi@dv.is
umSjón helgarblaðS:
Ingibjörg Dögg kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is
umSjón innblaðS:
Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is
dv á netinu: Dv.IS
aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010,
áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 7050.
SmáauglýSingar: 512 7004.
umbrot: Dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: Árvakur.
Dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins
á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
bókstaflega
„Já, og þó miklu fleiri væru,“ segir Geir
JÓn ÞÓriSSon,
yfirlögregluþjónn
hjá lögreglunni á
höfuðborgar-
svæðinu.
Lögreglan opnaði
á þriðjudag
Facebook-síðu og á
fyrsta degi eignaðist
hún tæplega tvö
þúsund vini.
Sannkallaðir
góðkunningj-
ar lögregl-
unnar.
ræÐUr LöGrEGLAN
vIÐ AÐ EIGA ALLA þESSA
GóÐKUNNINGJA?
spurningin