Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Síða 41
Borgvardt á lausu Danski framherjinn
Allan Borgvardt sem lék með FH árin 2003–2005 og var
tvívegis kjörinn besti leikmaður Íslandsmótsins er án liðs
þessa dagana. Hann lék síðast með norska liðinu Sand-
nes Ulf en hann gekk í raðir þess frá Bryne þaðan sem
hann fór frá FH. Borgvardt er 30 ára gamall og skoraði
10 mörk í 28 leikjum með Sandnes í norsku 1. deildinni á
síðustu leiktíð. Hjá FH lék hann 53 leiki í deild og bikar og
skoraði 34 mörk.
Heil umferð í körfunni Tíunda um-
ferð Iceland Express-deildar karla í körfubolta verður leikin
í heild sinni á fimmtudagskvöldið. Spútniklið Hamars sem
hefur verið duglegt að stríða stóru liðunum á heimavelli
tekur á móti Íslands- og bikarmeisturum Snæfells á meðan
Reykjavíkurslagur KR og ÍR fer fram í DHL-höllinni. Fjölnir
mætir Grindavík, Keflavík tekur á móti Tindastóli, Njarðvík
fær KFÍ í heimsókn og Stjarnan fer í heimsókn til Hauka. Allir
leikirnir hefjast klukkan 19.15.
molar
Webber var
axlarbrotinn
n Ástralinn Mark Webber fór illa að
ráði sínu á lokasprettinum í Formúlu
1 á nýliðnu tímabili. Hann var á ein-
um tímapunkti
með ellefu stiga
forskot á Fern-
ando Alonso
en glutraði því
niður og kláraði
heimsmeistara-
keppnina í þriðja
sæti. Í nýrri bók
sem hann er að
gefa út um tímabilið kemur fram
að hann var axlarbrotinn í síðustu
þremur keppnunum eftir að hafa
dottið á hjóli. Fram kemur í þýskum
miðlum að liðstjóri Red Bull, Christ-
ian Horner, lýsi yfir miklum áhyggj-
um af lygum Webbers undir lokin á
tímabilinu en Horner segist margoft
hafa spurt Webber hvort ekki væri
allt í lagi.
Ferguson skoðar
brasilíumenn
n Tvö nöfn hafa bæst við óska lista
Manchester United en Sir Alex
Ferguson er alltaf að horfa til fram-
tíðar. Nú ku hann vara að skoða tvo
unga Brasilíu-
menn sem leika
með Shakhtar í
Úkraínu. Þá Dou-
glas Costa de
Souza og Willian
Borges Da Silva.
Báðir hafa gert
vel með Shakhtar
á tímabilinu en
liðið er langefst í deildinni. Willian
er 22 ára sóknarsinnaður miðjumað-
ur sem hefur verið í Úkraínu í fjögur
ár. Þeir munu þó ekki fara ódýrt á
Old Trafford verði tilboð gert. Talið
er að Ferguson og félagar geti fengið
þá báða á 24–26 milljónir punda.
liverpool vill
strák Frá ipsWich
n Breskir miðlar greina frá því að
Roy Hodgson, knattspyrnustjóri
Liverpool, sé að undirbúa tilboð í
sautján ára strák sem leikur með
Ipswich, Connor Wickham. Wick-
ham hefur þó verið meiddur meira
og minna allt tímabilið vegna ökkla-
og hnémeiðsla. Tilboð hafa þó borist
frá Chelsea og Tottenham en Roy
Hodgson er tilbúinn að jafna tilboð
Lundúnaklúbbanna sem var tíu
milljónir punda. Daily Mail heldur
því fram að til lengri tíma verði þetta
góð kaup hjá Liverpool en Wick-
ham mun lítið gera fyrir liðið á þessu
tímabili.
miðvikudagur 8. desember 2010 sport 41
Danska knattspyrnuliðið FC Kaup-
mannahöfn heldur áfram að fylla
á gullkistu sína en liðið komst í
gær inn í sextán liða úrslit Meist-
aradeildarinnar í fótbolta, fyrst
danskra liða. Fyrir leikinn hafði
FCK grætt um 1,7 milljarða ís-
lenskra króna á þátttöku sinni í
Meistaradeildinni en með 3–0 sigri
á Panathinakos í gær sem gull-
tryggði liðið inn í útsláttarkeppn-
ina eru tekjurnar komnar vel yfir
tvo milljarða króna. Landsliðsfyrir-
liðinn Sölvi Geir Ottesen kom inn
á sem varamaður á 77. mínútu en
það var mark hans í undankeppn-
inni sem kom FCK inn í Meistara-
deildina.
Manchester United og Totten-
ham unnu bæði sína riðla. Unit-
ed gerði jafntefli gegn Valencia á
heimavelli, 1–1, þar sem Brasilíu-
maðurinn Anderson skoraði fyrir
heimamenn. Öllu meira fjör var í
Hollandi þar sem Tottenham sótti
Twente heim en þar enduðu leik-
ar einnig með jafntefli, 3–3. Totten-
ham náði því fyrsta sætinu í A-riðli
en Evrópumeistarar Inter þurfa að
sætta sig við annað sætið og gætu
átt í vændum risaleik í sextán liða
úrslitunum.
tomas@dv.is
Manchester United og Tottenham unnu sína riðla:
FCK í 16 liða úrslit
Michael Schumacher, sjöfaldur
heimsmeistari í Formúlu 1, var aldrei
nálægt því að sýna sína bestu takta á
nýliðnu keppnistímabili í Formúlu 1.
Hann var aldrei í titilbaráttu og náði
ekki einu sinni að safna 100 stigum í
sarpinn. Í heildina urðu þau aðeins 72
á meðan liðsfélagi hans, Nico Rosberg,
sem hefur aldrei unnið keppni í For-
múlu 1, endaði tímabilið með 142 stig
og var fimmtán sinnum fyrir framan
Schumacher á ráslínu. Schumacher
hefur lítið talað um tímabilið í heild
sinni en í þýska bílablaðinu Auto Mot-
or und Sport ræðir hann vonbrigðin
loks af alvöru.
Bíllinn hrákasmíð
„Hvernig heldurðu að mér hafi lið-
ið í ár?“ segir hinn 41 árs gamli Schu-
macher í viðtalinu en hann kennir þar
Mercedes-bílnum um stóra hluta slaks
árangurs.
„Ég reyndi alltaf að bremsa eins
seint og hægt var til að fara sem hraðast
í beygjurnar. En með þessi dekk á bíln-
um sem við höfðum var það ekki allt-
af auðvelt,“ segir Schumacher og talar
enn fremur um að Mercedes-bíllinn
hafi ekki alltaf látið vel að stjórn. „Bíll-
inn var hrákasmíð. Vegna þess hvernig
hann var byggður og dekkjanna sem
hann var á var erfitt fyrir mig að keyra
eins og ég vildi,“ segir Schumacher.
Þjóðverjinn kennir samt engum
um hversu slakur bíllinn hafi ver-
ið. Árið áður hafði liðið orðið heims-
meistari bílasmiða undir nafninu
Brawn en sama ár þurfti að reka
240 manns. Liðið hafði því einfald-
lega ekki bolmagn til að gera betri
bíl. Schumacher segir enn fremur að
hann hafi engar áhyggjur af næsta ári
þar sem Mercedes sé búið að auka
fjármagnið gífurlega og þau vanda-
mál sem einkenndu bílinn verði ekki
til staðar á nýju keppnistímabili.
Ætlar að halda áfram
Nokkrir reyndir kappar, þá sérstak-
lega Eddie Jordan, Formúluspeking-
ur og fyrrverandi liðseigandi, vill að
Schumacher láti þessa endurkomu
sér að kenningu verða og hætti. Helst
vill hann sjá að Mercedes reki Schu-
macher þar sem hann stóð sig alveg
hörmulega og segir hann að ef um
einhver annan en Schumacher hefði
verið að ræða hefði sá fengið pokann
sinn.
„Ég mun halda áfram,“ seg-
ir Schumacher í viðtalinu. Hann og
landi hans, Nico Rosberg, munu
keyra áfram fyrir Mercedes á næsta
ári sem mun þá hafa mun meira fé
að moða úr. Það hefur líka sannað
sig að þegar Ross Brawn fær peninga
og tíma til þess að búa til bíla verð-
ur oftar en ekki eitthvað magnað til
úr því. Brawn hannaði fimm af sjö
heimsmeistarabílum Schumachers
á gullöld hans í Formúlunni og gerði
Brawn að heimsmeistara bílasmiða
árið 2009 en það lið var byggt á rúst-
um Honda.
Sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1,
Michael Schumacher, átti hörmu-
lega endurkomu í Formúlu 1 á ný-
liðnu tímabili. Hann endaði tíma-
bilið í níunda sæti og vann ekki
eina keppni. Í viðtali við þýskt
bílablað talar hann loks opinskátt
um vonbrigðin en þar skellir
hann einnig hluta skuldarinnar á
Merc edes-bílinn sem hann ók.
Bílnum að kenna
tóMAS þóR þóRðARSon
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Ekki sáttur Schumacher
er alls ekki ánægður með
skelfilegt gengi sitt á
tímabilinu. MynD REutERS
Ekki að virka sem skildi Bíllinn er hrákasmíð segir Schumi. MynD REutERS
Halda áfram að græða
FCK hefur grætt yfir 2
milljarða króna á þátttöku
sinni í Meistaradeildinni.