Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 46
 dagskrá Miðvikudagur 8. desembergulapressan 16:30 Enska úrvalsdeildin (Wigan - Stoke) Útsending frá leik Wigan og Stoke í ensku úrvalsdeildinni. 18:15 Enska úrvalsdeildin (Man. City - Bolton) Útsending frá leik Manchester City og Bolton Wanderers í ensku úrvalsdeildinni. 20:00 Premier League Review 2010/11 (Premier League Review 2010/11) Flottur þáttur um ensku úrvalsdeildina þar sem leikir helgarinnar verða skoðaðir og krufðir til mergjar. 20:55 Ensku mörkin 2010/11 Sýnt frá öllum leikjunum í ensku úrvalsdeildinni. Öll mörkin, allir leikirnir og öll helstu tilþrifin krufin til mergjar. 21:25 Football Legends (Schmeichel) Einn besti markvörður veraldar fra upphafi verður kynntur til sögunnar að þessu sinni. Peter Schmeichel, danska tröllið, gerði garðinn frægann með Manchester Utd. og þykir einn besti markvörður heims fyrr og siðar. 22:20 Sunnudagsmessan 23:20 Enska úrvalsdeildin (Liverpool - Aston Villa) 08:10 Scoop (Skúbb) Grípandi og skemmtileg gamanmynd um bandaríska blaðakonu sem er stödd í Englandi vegna viðtals. Á dularfullan hátt fær hún upplýsingar um óupplýst morðmál og hefst handa við rannsókn málsins. Þegar hún fellur fyrir hinum grunaða flækjast hins vegar málin. Með aðalhlutverk fara Hugh Jackman og Scarlett Johansson. 10:00 Waynes’ World 2 (Veröld Waynes 2) Sjálfstætt framhald gamanmyndarinnar vinsælu Wayne’s World með Mike Myers í aðalhlutverki. Wayne á í fullu fangi með að skipuleggja rokktón- leika með félaga sínum Garth og það hjálpar ekki til þegar að frægur plötuframleiðandi rennir hýru auga til Cassöndru og reynir að tæla hana. 12:00 Happily N’Ever After (Ævintýri á hættuslóðum) Bráðskemmtileg teiknimynd. Vonda stjúpan hennar Öskubusku nær völdum í Ævintýralandi og fær til liðs við sig tröll og nornir. Öskubuska þarf koma Ævintýralandinu til bjargar og koma á ný jafnvægi á milli góðs og ills. Til þess fær hún aðstoð frá ólíklegustu öflum. 14:00 Scoop (Skúbb). 16:00 Waynes’ World 2 (Veröld Waynes 2) 18:00 Happily N’Ever After (Ævintýri á hættuslóðum) 20:00 Cake: A Wedding Story (Saga af brúðkaupi) Stórsmellin og fersk gamanmynd um ungt par sem virðist vera dæmt til ógæfu eru þvinguð af foreldrum sínum til þess að halda stórt og íburðarmikið brúðkaup. Brúðurin tilvonandi ákveður að taka málin í eigin hendur og viðburðurinn fer allur rækilega úr böndunum. 22:00 Girl, Interrupted (Trufluð stelpa) Mögnuð kvikmynd sem færði Angelinu Jolie Óskarsverð- launin. Sagan gerist í Bandaríkjunum eftir miðjan sjöunda áratuginn. Susanna er 17 ára stúlka sem á erfitt með að ná fótum í lífinu. Hún er vistuð á geðsjúkrahúsi þar sem sjúklingarnir eiga við ólík vandamál að stríða. 00:05 Man in the Iron Mask (Maðurinn með járngrímuna) . 02:15 Friday the 13th (Föstudagurinn 13.) 04:00 Girl, Interrupted (Trufluð stelpa) . 06:05 Man About Town (Aðalmaðurinn) . 18:55 The Doctors (Heimilislæknar) Frábærir spjallþættir framleiddir af Opruh Winfrey þar sem fjórir framúrskarandi læknar - sérfræðingar á fjórum ólíkum sviðum - veita afar aðgengilegar og gagnlegar upplýsingar um þau heilsufarsmál sem hvað helst brenna á okkur 19:35 Falcon Crest (4:28) (Falcon Crest) Hin ógleymanlega og hrífandi frásögn af Channing og Giobertis fjölskyldunum, lífið á vínbúgörðunum í Toscany-dalnum litast af stöðugum erjum milli þeirra. 20:25 Ástríður (3:12) (Ástríður) Ástríður er ekki alveg viss hvort hún vill halda sambandinu við hinn drykkfellda Björn blaðamann áfram. En hvernig kemur maður sér útúr svoleiðis vandræðum? 21:00 Fréttir Stöðvar 2 21:25 Ísland í dag 21:50 Modern Family (2:22) (Nútímafjölskylda) Modern Family fjallar um líf þriggja tengdra en ólíkra nútímafjölskyldna, hefðbundinnar 5 manna fjölskyldu, samkynhneigðra manna sem eru nýbúnir að ættleiða dóttur og svo pars af ólíkum uppruna þar sem eldri maður hefur yngt upp í suðurameríska fegurðardís. Í hverjum þætti lenda fjölskyldurnar í ótrúlega fyndnum aðstæðum sem við öll könnumst við að einhverju leyti. 22:15 Chuck (4:19) (Chuck) Chuck Bartowski er mættur í þriðja sinn hér í hörku skemmtilegum og hröðum spennuþáttum. Chuck var ósköp venjulegur nörd sem lifði afar óspennandi lífi allt þar til hann opnaði tölvupóst sem mataði hann á öllum hættulegustu leyndarmálum CIA. Hann varð þannig mikilvægasta leynivopn sem til er og örlög heimsins hvíla á herðum hans. 23:00 The Shield (13:13) (Sérsveitin) Sjöunda spennuþáttaröðin um lögreglulið í Los Angeles sem hikar ekki við að brjóta lögin til að fá sínu framgengt. Í þessari sjöttu þáttaröð eru spilltu löggurnar enn við sama heygarðshornið og það er erfitt að greina á milli löggæslunnar og glæpamannanna. 23:45 Ástríður (3:12) (Ástríður) Ástríður er ekki alveg viss hvort hún vill halda sambandinu við hinn drykkfellda Björn blaðamann áfram. 00:10 The Doctors (Heimilislæknar) 00:50 Falcon Crest (4:28) (Falcon Crest) 01:35 Fréttir Stöðvar 2 02:25 Tónlistarmyndbönd frá Nova TV sjónvarpið stöð 2 skjár einn stöð 2 sport stöð 2 sport 2 stöð 2 extra stöð 2 bíó grínmyndin kommon! Hver á að taka til eftir þetta? 46 afþreying 8. desember 2010 Miðvikudagur Stelpurnar okkar í íslenska hand- boltalandsliðinu halda áfram að láta draumana rætast í Árósum í Dan- mörku. Þær mæta Svartfjallalandi í öðrum leik sínum í lokakeppni Evr- ópumótsins í handbolta og sýn- ir Ríkissjónvarpið beint frá leiknum klukkan fimm mínútur yfir fimm á fimmtudaginn. Þetta er í fyrsta skipti í íslenskri íþróttasögu sem íslenskt kvennalandsliðið leikur til úrslita á stórmóti í handbolta en hingað til hafa það verið strákarnir okkar sem hafa séð um stórmótin. Júlíus Jón- asson og stelpurnar ætla sér stóra hluti á EM og halda þær áfram að skemmta landsmönnum á fimmtu- dagskvöldið. 07:00 Barnatími Stöðvar 2 Ofurhundurinn Krypto, Gulla og grænjaxlarnir 07:40 Galdrabókin (8:24) Skemmtilegt, íslenskt jóladagatal þar sem leikbrúður eru í aðalhlutverki og fjallar um Alexander sem finnur galdrabók og flyst inn í annan heim. Þar lendir hann í alls konar spennandi ævintýrum með vinum sínum, gamalli uglu og talandi ketti. Galdrabókin verður á dagskrá alla daga vikunnar fram að jólum. 07:50 Maularinn 08:15 Oprah Skemmtilegur þáttur með vinsælustu spjallþáttadrottningu heims. 08:55 Í fínu formi 09:10 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) Forrester-fjölskyldan heldur áfram að slá í gegn í tískubransanum þrátt fyrir mikið mótlæti og erjur utan sem innan fyrirtækisins. 09:30 The Doctors (Heimilislæknar) Frábærir spjallþættir framleiddir af Opruh Winfrey þar sem fjórir framúrskarandi læknar - sérfræðingar á fjórum ólíkum sviðum - veita afar aðgengilegar og gagnlegar upplýsingar um þau heilsufarsmál sem hvað helst brenna á okkur 10:15 Ameríski draumurinn (1:6) (Ameríski draumurinn) Hörkuspennandi og sprenghlægilegir þættir með Audda og Sveppa í æsilegu kapphlaupi yfir Bandaríkin þver og endilöng. Þeim til aðstoðar í ferðinni eru þeir Egill Gilzenegger og Villi Naglbítur. 11:00 Lois and Clark: The New Adventure (15:21) (Lois og Clark) Sígildir þættir um blaðamanninn Clark Kent sem vinnur hjá Daily Planet þar sem hann tekur að sér mörg verkefni og leysir vel af hendi, bæði sem blaðamaður og Ofurmennið. Hann er ástanginn af samstarfskonu sinni, Lois Lane sem hefur ekki hugmynd um að hann leikur tveimur skjöldum. 11:45 Grey’s Anatomy (6:24) (Læknalíf) Fimmta sería þessa vinsælasta dramaþáttar í heimi. Meredith og Derek komast að því að það að viðhalda hinu fullkomna sambandi er mun erfiðara en þau áttu von á. Líf læknanna ungu hefur tekið stakkaskiptum þegar einn úr hópnum veikist alvarlega og mörkin milli lækna og sjúklinga verða óljós. 12:35 Nágrannar (Neighbours) Fylgjumst nú með lífinu í Ramsey-götu en þar þurfa íbúar að takast á við ýmis stór mál eins og ástina, nágranna- og fjölskylduerjur, unglingaveikina, gráa fiðringinn og mörg mörg fleiri. 13:00 Pretty Little Liars (2:22) (Lygavefur) Dramatískir spennuþættir sem byggðir eru á metsölubókum eftir Söru Shepard. Þættirnir fjalla um fjórar vinkonur sem þurfa að snúa bökum saman til að geta varðveitt skelfilegt leyndarmál. Þáttaröðin er sneisafull af frábærri tónlist og er þegar farin að leggja línurnar í tískunni enda aðalleikonurnar komnar í hóp eftirsóttustu forsíðustúlkna allra helstu tímaritanna vestanhafs. 13:50 Gossip Girl (15:22) (Blaðurskjóðan) Þriðja þáttaröðin um líf ungra og fordekraðra krakka sem búa á Manhattan í New York. Þótt dramatíkin sé ótæpileg þá snúast áhyggjur þessa unga fólks fyrst og síðast um hver baktali hvern, hver sé með hverjum og hvernig eigi að vera klæddur í næsta glæsipartíi. 14:40 E.R. (6:22) (Bráðavaktin) Sígildir þættir sem gerast á bráðamóttöku sjúkrahúss í Chicago þar sem erillinn er næstum óviðráðanlegur og læknarnir fá nánast engan tíma til að taka ákvarðanir upp á líf og dauða. 15:30 iCarly (16:25) (iCarly) Skemmtilegir þættir um unglingsstúlkuna Carly sem er stjarnan í vinsælum útvarpsþætti sem hún sendir út heiman frá sér með dyggri aðstoð góðra vina. 15:55 Barnatími Stöðvar 2 Leðurblökumaðurinn, Daffi önd og félagar, Ofurhundurinn Krypto 17:00 Bold and the Beautiful (Glæstar vonir) Forrester-fjölskyldan heldur áfram að slá í gegn í tískubransanum þrátt fyrir mikið mótlæti og erjur utan sem innan fyrirtækisins. 17:25 Nágrannar (Neighbours) Fylgjumst nú með lífinu í Ramsey-götu en þar þurfa íbúar að takast á við ýmis stór mál eins og ástina, nágranna- og fjölskylduerjur, unglingaveikina, gráa fiðringinn og mörg mörg fleiri. 17:53 The Simpsons (9:23) (Simpson-fjölskyldan 10) Hómer tekur á honum stóra sínum þegar hann er ráðinn sem lífvörður Quimbys bæjarstjóra. 18:23 Veður Markaðurinn, veðuryfirlit og það helsta í Íslandi í dag. 18:30 Fréttir Stöðvar 2 Fréttastofa Stöðvar 2 flytur fréttir í opinni dagskrá. 18:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag Umsjónarmenn fara yfir helstu tíðindi dagsins úr pólitíkinni, menningunni og mannlífinu. Ítarlegur íþróttapakki og veðurfréttir. 19:16 Veður 19:25 Two and a Half Men (14:24) (Tveir og hálfur maður) Hér er á ferðinni sjötta þáttaröðin um Charlie, fertugan piparsvein sem nýtur mikillar kvenhylli og hefur gert það gott með því að semja auglýsingastef. Bróðir hans, Alan, flutti inn á hann þegar hann skildi við eiginkonu sína og deila þau forræði yfir syni sínum. 19:55 How I Met Your Mother (6:20) (Svona kynntist ég móður ykkar) Í þessari þriðju seríu af gamanþáttunum How I Met Your Mother fáum við að kynnast enn betur vinunum Barney, Ted, Marshall, Lily og Robin og um leið komumst við nær sannleikanum um hvernig sögumaðurinn Ted kynnist móður barnanna sinna og hver hún í raun er. 20:20 Gossip Girl (5:22) (Blaðurskjóðan) Fjórða þáttaröðin um líf fordekraða unglinga sem búa í Manhattan og leggja línurnar í tísku og tónlist enda mikið lagt upp úr útliti og stíl aðalsöguper- sónanna. 21:10 Hawthorne (2:10) (Hawthorne) 22:00 Medium (11:22) (Miðillinn) 22:50 Nip/Tuck (10:19) (Klippt og skorið) 23:35 Sex and the City (10:18) (Beðmál í borginni) 00:05 NCIS: Los Angeles (16:24) (NCIS: Los Angeles) 00:50 Human Target (7:12) (Skotmark) 01:35 Life on Mars (3:17) (Líf á Mars) 02:20 Sjáðu 02:50 After School Special (Skólaverkefnið) 04:20 Gossip Girl (5:22) (Blaðurskjóðan) 05:05 The Simpsons (9:23) 05:30 Fréttir og Ísland í dag stelpurnar okkar 06:00 ESPN America 11:45 Golfing World (e) 12:35 Golfing World (e) 13:25 Dubai World Championship (2:4) (e) 17:25 Golfing World (e) 18:15 Golfing World 19:05 PGA Tour Yearbooks (9:10) (e) 19:50 LPGA Highlights (8:10) 21:10 European Tour - Highlights 2010 (9:10) (e) 22:00 Golfing World (e) 22:50 Ryder Cup Official Film 1999 (e) Mótið fór fram í Brookline í Massachusetts. Ben Crenshaw var fyrirliði Bandaríska liðsins en Englendingurinn Mark James var fyrirliði evrópska liðsins. 00:25 Golfing World (e) 01:15 ESPN America skjár goLF 07:00 Meistaradeild Evrópu 07:40 Meistaradeild Evrópu 11:20 Meistaradeild Evrópu 13:05 Meistaradeild Evrópu 13:45 Heimsbikarinn í handbolta (Danmörk - Noregur) 15:20 Heimsbikarinn í handbolta (Svíþjóð - Ísland) 16:55 Heimsbikarinn í handbolta - upphitun 17:25 Heimsbikarinn í handbolta (Ísland - Noregur/Danmörk) 19:25 Heimsbikarinn í handbolta (Svíþjóð - Danmörk/Noregur) 22:00 Meistaradeild Evrópu 22:40 Meistaradeild Evrópu (Arsenal - Partizan) 00:30 Meistaradeild Evrópu (Cluj - Roma) 02:20 Meistaradeild Evrópu 14.40 EM kvenna í handbolta (Ísland - Króatía) Upptaka frá leik Íslendinga og Króata sem leikinn var í gær. 16.20 Návígi Viðtalsþáttur Þórhalls Gunnarssonar. e. 16.50 Jóladagatalið - Jól í Snædal (Jul i Svingen) e. 17.15 Táknmálsfréttir 17.25 Disneystundin 17.26 Snillingarnir (11:28) (Little Einsteins) 17.49 Sígildar teiknimyndir (11:42) (Classic Cartoon) 17.57 Gló magnaða (11:19) (Kim Possible) Þáttaröð um Gló sem er ósköp venjuleg skólastelpa á daginn en á kvöldin breytist hún í magnaða ofurhetju og berst við ill öfl. 18.25 Jóladagatalið - Jól í Snædal (Jul i Svingen) Jóladagatalið í ár er norskt og segir frá Hlyni og vinum hans og spennandi og skemmtileg- um ævintýrum sem þeir lenda í. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 18.54 Víkingalottó 19.00 Fréttir 19.30 Veðurfréttir 19.35 Kastljós 20.15 Læknamiðstöðin (33:53) (Private Practice) Bandarísk þáttaröð um líf og starf lækna í Santa Monica í Kaliforníu. 21.05 Kiljan Bókaþáttur í umsjón Egils Helgasonar. Dagskrárgerð: Ragnheiður Thorsteinsson. Textað á síðu 888 í Textavarpi. 22.00 Tíufréttir 22.10 Veðurfréttir 22.20 Brimreið (Surfwise) 23.55 Landinn Frétta- og þjóðlífsþáttur í umsjón fréttamanna um allt land. Ritstjóri er Gísli Einars- son og um dagskrárgerð sér Karl Sigtryggsson. e. 00.25 Kastljós Endursýndur þáttur. 01.05 Fréttir Endursýndur fréttatími frá klukkan tíu. 01.15 Dagskrárlok 06:00 Pepsi MAX tónlist 08:00 Dr. Phil (e) Sjónvarpssálfræðingurinn dr. Phil McGraw hjálpar fólki að leysa öll möguleg og ómöguleg vandamál, segir frábærar sögur og gefur góð ráð. 08:40 Rachael Ray (e) Spjallþáttur þar sem Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 09:25 Pepsi MAX tónlist 16:45 Dr. Phil Sjónvarpssálfræðingurinn dr. Phil McGraw hjálpar fólki að leysa öll möguleg og ómöguleg vandamál, segir frábærar sögur og gefur góð ráð. 17:25 Rachael Ray Spjallþáttur þar sem Rachael Ray fær til sín góða gesti og eldar gómsæta rétti. 18:10 Nýtt útlit (12:12) (e) Hárgreiðslu- og förðunarmeistarinn Karl Berndsen veitir venjulegu fólki nýtt útlit, allt frá förðun til fata. Að þessu sinni hjálpar Kalli rúmlega fimmtugri konu að líta betur út. Hún er að byrja í nýrri vinnu og vill koma vel fyrir en hefur að eigin sögn ekkert vit á eigin klæðaburði. 19:00 Judging Amy (14:23) Bandarísk þáttaröð um lögmanninn Amy sem gerist dómari í heimabæ sínum. 19:45 Matarklúbburinn (5:6) Landsliðskokkurinn Hrefna Rósa Sætran galdrar fram gómsæta rétti sem kitla bragðlaukana. Að þessu sinni matreiðir Hrefna flotta jólaforrétti. Jólakjötbollur með bláberjarjómaosti, maríneraðan reyktan lax með maísbollum og Graskerssúpu með hörpudisk, aspar og parmaskinku. 20:10 Spjallið með Sölva (12:13) Sölvi Tryggvason fær til sín góða gesti og spjallar um lífið, tilveruna og þjóðmálin. Honum er ekkert óviðkomandi og í þáttunum er hæfileg blanda af gríni og alvöru. 20:50 Parenthood (10:13) Ný þáttaröð sem er í senn fyndin, hjartnæm og dramatísk. Crosby og Jasmine reyna að útskýra samband sitt fyrir Jabbar, Adam og Kristina reyna að eignast nýja vini, Sarah kemst að peningavandræðum pabba síns og Julia tekur að sér að þjálfa fótboltalið dótturinnar. 21:35 America’s Next Top Model (10:13) 22:25 Billie and the Real Belle Bare All Einstök heimildamynd um hina raunverulegu vændiskonu á bakvið Secret Diary of a Call Girl. 22:55 Jay Leno Spjallþáttur á léttum nótum þar sem háðfuglinn Jay Leno fær til sín góða gesti. 23:40 CSI: Miami (10:24) (e) Bandarísk sakamálasería um Horatio Caine og félaga hans í rannsóknardeild lögreglunnar í Miami. Lík manns finnst í skotti bíls eftir eltingarleik við lögregluna. Ökumaðurinn heldur fram sakleysi sínu og rannsókn málsins reynist lífshættuleg fyrir tvo meðlimi rannsóknardeildarinnar. 00:30 The Cleaner (9:13) (e) Vönduð þáttaröð með Benjamin Bratt í aðalhlutverki. Þættirnir eru byggðir á sannri sögu fyrrum dópista sem helgar líf sitt því að hjálpa fíklum að losna úr viðjum vanans. William Banks leitar að ungri konu sem er á kafi í heróíni og hvarf sporlaust eftir að mamma hennar og systir reyndu að fá hana til að fara í meðferð. 01:15 Pepsi MAX tónlist í sjónvarpinu á fimmtudag... Sjónvarpið kl. 17.05

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.