Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.2010, Blaðsíða 48
n Heilsufrömuðurinn og fegurðar- drottningin Linda Pétursdóttir mun á næstu dögum flytjast búferlum úr Garðabæ til Álftaness þar sem hún hefur fest kaup á húsi sem stend- ur á sjávarlóð. „Ég get ekki beðið eftir að flytja á besta stað á Álfta- nesi,“ segir Linda í samtali við DV. Þegar hún flutti í Garðabæ vakti það mikla athygli og þá ekki síst vegna þess að þar býr önnur fyrrverandi Miss World, Hólm- fríður Karlsdótt- ir. Garðbæing- ar sjá nú á bak annarri þeirra og lækkar þar með fegurð- arstuð- ullinn. Linda á áLftanes Forstjóri N1 telur mikilvægt að bjóða stærstu viðskiptavinunum í golf til útlanda: n1 býður í goLfferð n Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir, fyrrverandi utanríkisráðherra, tekur upp hanskann fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, á Facebook-síðu sinni. Ingibjörgu finnst málflutningur bandarískra stjórnmálamanna, á borð við Mike Huckabee og Söruh Palin, um að Assange ætti að verða líflát- inn, orka tvímælis. „Svo fordæma þessir sömu menn sambærilegar yfirlýsingar frá öfgamönnum í hópi múslima! Mikið geta menn verið skelfilega frum- stæðir. Ætla þeir aldrei að læra að „þú getur drepið mann en þú getur ekki drepið hugmynd,“ skrifar Ingi- björg. Enn ein golfferðin? DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. Fyrir fréttaskot sem verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. Fyrir besta fréttaskot vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. Alls eru greiddar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hvers mánaðar. veðrið í dag kL. 15 ...og næstu daga sóLarupprás 10:46 sóLsetur 15:37 Áskriftarsíminn er 512 70 80 Fréttaskot 512 70 70 ReyKJAvíK www.holta.is Kíktu á holta.is og kynntu þér girnilegu uppskriftirnar okkar! Samkvæmt heimildum DV bauð olíu- félagið N1 nokkrum af sínum stærstu olíukaupendum í golfferð til Bret- lands í haust. Hermann Guðmunds- son, forstjóri N1, vill ekki staðfesta að þessi einstaka ferð hafi verið farin en segir hins vegar að slíkar ferðir og fleiri álíka viðburðir hafi verið skipulagðir á vegum fyrirtækisins. „Ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir hann í samtali við DV. Hermann segir að ekkert óeðlilegt sé við að fyrirtæki sem velti fjörutíu milljörðum á olíumarkaði haldi úti öflugu markaðsstarfi. Hann segir slíkt markaðsstarf fela í sér golfferðir, tón- leika og aðra menningartengda við- burði. „Það er bara barnaskapur að tala þannig,“ segir hann aðspurður hvort slíkt markaðsstarf sé eðlilegt eft- ir hrun, með tilliti til skuldastöðu fé- lagsins. „Á að hætta að sinna kúnnan- um ef skuldirnar eru miklar?“ Hermann segir að horfa verði á hlutina í samhengi við stærð félags- ins. „Við erum með félag sem er að velta einhverjum fjörutíu milljörð- um á þessum markaði,“ segir hann og segir mikilvægt sé að halda úti öflugu markaðsstarfi. „Okkar markaðsstarf kostar mörg hundruð milljónir á ári, og einn liður í því er að halda uppi góðum viðskiptatengslum við góða viðskiptavini. „Það getur verið að einhverjir telja þetta óeðlilegt, en ég tel það ekki óeðlilegt. Það er eðlilegt að fyrirtæki sinni sínum viðskiptavinum. Það er gert með mismunandi hætti og mis- munandi leiðum. Hvort við veljum eina leið umfram aðra er bara okk- ar mál, það hefur ekkert með það að gera hvort félagið skuldi minna eða meira,“ segir hann og segir að þetta hafi tíðkast í áratugi. „Þessu hefur verið haldið áfram eftir hrun og ekk- ert óeðlilegt við það.“ Hermann segir það ekki vera mjög dýrt að bjóða í slíkar ferðir. Hann segir að hefðbundinn hópur telji tíu manns og að kostnaðurinn sé um hundrað þúsund krónur á mann. Til saman- burðar hafði blaðamaður DV sam- band við tvær íslenskar ferðaskrifstof- ur til að athuga hvað slíkar ferðir gætu kostað fyrir venjulegan Íslending. Svörin sem fengust var að vikuferð á golfvöll í Skotlandi eða á Spáni kost- aði á bilinu 130–170 þúsund krónur. Forstjórinn „Á að hætta að sinna kúnnanum ef skuldirnar eru miklar?“ ingibjörg styður assange 0-3 0/-2 0-3 4/3 0-3 3/2 10-12 9/6 3-5 5/2 5-8 8/5 10-12 7/4 0-3 -4/-6 0-3 3/1 0-3 -2/-5 3-5 5/2 3-5 -3/-4 3-5 -3/-4 3-5 0/-2 0/-6 -10/-14 -10/-11 -9/-11 5/3 3/1 3/1 24/19 14/11 0/-5 -10/-12 -10/-12 -9/-10 6/2 4/-4 -2/-3 22/15 15/11 -1/-3 -5/-9 -5/-6 -2/-3 0/-3 -1/-2 -1/-4 21/15 19/15 -2/-5 -6/-8 -6/-8 -3/-8 1/-1 0/0 -2/-4 22/17 20/16 Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu Stykkishólmur vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Fim Fös Lau Sun vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu vindur í m/s hiti á bilinu Höfn Reykjavík Egilsstaðir Ísafjörður Vestmannaeyjar Patreksfjörður Kirkjubæjarkl. Akureyri Selfoss Sauðárkrókur Þingvellir Húsavík Keflavík 5-8 6/7 8-10 7/3 5-8 5/3 3-5 6/4 3-5 4/2 3-5 0/-1 5-8 2/0 0-3 -1/-2 3-5 2/-1 0-3 -1/-2 10-12 8/6 3-5 6/4 5-8 7/5 5-8 7/4 10-12 7/4 3-5 6/4 5-8 3/1 0-3 3/1 3-5 2/1 3-5 0/-1 5-8 1/-1 5-8 4/2 3-5 3/1 5-8 0/-1 0-3 0/-1 3-5 0/-2 0-3 0/-5 3-5 2/0 0-3 1/-1 0-3 4/3 0-3 0/-2 10-12 7/5 3-5 -1/-3 3-5 2/1 3-5 6/2 0-3 -2/-4 3-5 -2/-4 5-8 3/1 0-3 1/-2 3-5 -3/-4 0-3 -5/-7 3-5 -7/-9 Mið Fim Fös Lau hiti á bilinu Kaupmannahöfn hiti á bilinu Osló hiti á bilinu Stokkhólmur hiti á bilinu Helsinki hiti á bilinu London hiti á bilinu París hiti á bilinu Berlín hiti á bilinu Tenerife hiti á bilinu Alicante veðrið úti í heimi í dag og næstu daga -5 -6 -5 -3 11 -6 -8 0 12 3 0 5 5 5 5 5 8 5 6 3 3 6 Hitakort Litirnir í kortinu tákna hitafarið á landinu (sjá kvarða) Frost víðast hvar á landinu HöFuðboRGARSvæðIð Nú hlýnar stöðugt í dag. Í fyrstu má reikna með dálítilli slyddu sem þróast hratt í súld eða dálitla rigningu. Hitinn í borginni verður á bilinu 0–5 stig, hlýjast í kvöld. LAndSbyGGðIn Vesturhluti landsins á hlýindi í vændum og smám saman ganga þau yfir allt landið. Það verður þó ekki fyrr en á föstudag sem frostlaust verður orðið um land allt. Í dag má búast við snjókomu eða slyddu á vesturhluta landsins en austanlands ætti hann að hanga úrkomulaus. Vindur verður víðast hægur og áfram kalt við austurströnd landsins. Á MoRGun verður suðvestan 8–13 m/s en hægari á austanverðu landinu. Rigning á vestur- helmingi landsins, annars snjókoma með köflum. Hiti 3–6 stig en áfram frost á Austurlandi. von er á rigningu á næstu dögum en óvíst er hvaða veður verður í boði um helgina. <5 Mjög hægur vindur 5-10 Fremur hægur vindur. 10-20 Talsverður vindur 20-30 Mjög hvasst, fólk þarf að gá að sér. >30 Stórviðri, fólk ætti ekki að vera á ferli að nauðsynjalausu.veðRIð Með SIGGA StoRMI siggistormur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.