Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Page 2
2 | Fréttir 11. maí 2011 Miðvikudagur Móðurfélag rekstrarfélags Bang & Olufsen á Íslandi, Næstu aldamót ehf., var úrskurðað gjaldþrota í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í apríl síðast- liðnum. Næstu aldamót ehf. átti félagið Aldamót ehf. sem var rekstr- arfélag sem rak verslun í Síðumúla 21 sem seldi dönsku Bang & Oluf- sen-raftækin á Íslandi. Skiptastjóri Næstu aldamóta ehf. er Guðmundur Pétursson lögmaður. Eigendur félagsins voru þeir Ósk- ar Tómasson, sem jafnframt var for- stjóri verslunarinnar, en hann átti 40 prósenta eignarhlut, Bjarni Ósk- arsson, sem einnig átti 40 prósenta eignarhlut, og eignarhaldsfélag- ið Laugaból sem meðal annars er í eigu Guðmundar Birgissonar, sem kenndur er við bæinn Núpa í Ölfusi, Lárusar Blöndal og Aðalsteins Karls- sonar. Aðeins Rússar keyptu meira Engin starfsemi hefur verið í Bang & Olufsen-búðinni í Síðumúla upp á síðkastið vegna gjaldþrots móður- félags verslunarinnar. Þetta er nokk- ur breyting frá því sem áður var því á dögum góðærisins íslenska voru Ís- lendingar sólgnir í Bang & Olufsen- raftæki og gekk búðin í Síðumúla vel. Tekið skal fram að Bang & Olufsen- raftækin eru með þeim dýrari sem finnast á markaðnum og geta hljóm- flutningstæki og sjónvörp frá merk- inu kostað milljónir króna. Í viðtali við Viðskiptablaðið síðla árs í fyrra sagði Sigurgísli Bjarnason, einn af aðstandendum Bang & Oluf- sen á Íslandi og sonur Bjarna Ósk- arssonar, að mjög vel hefði gengið að markaðssetja danska merkið á Ís- landi á árunum 2005 til 2008. Sagði Sigurgísli að íslenska verslunin hefði verið næststærsti söluaðili Bang Olufsen-tækja í heiminum, aðeins hinir nýríku Rússar keyptu meira af Bang & Olufsen á þessu tímabili. Í máli Sigurgísla kom fram að þetta hefði verið miðað við hreina sölu en ekki miðað við kaup á Bang & Oluf- sen-tækjum miðað við höfðatölu. „Á Íslandi höfum við verið söluhæstir innan danska félagsins mörg ár, t.d. árunum frá 2005 til 2008. Salan hef- ur þó heldur dvínað síðustu tvö árin,“ sagði Sigurgísli. Íslendingar keyptu því ótrúlega mikið af Bang & Oluf- sen-tækjum með íslenskt efnahagslíf var talið standa í blóma. Íslendingar fóru líka inn í eig- endahóp fyrirtækisins í Danmörku því fjárfestingarfélagið FL Group keypti um tíu prósenta hlut í því árið 2006 og greiddi um 7,5 millj- arða króna fyrir hlutinn. FL Group seldi þennan hlut svo á vormánuð- um 2007 með um 100 milljóna króna tapi. Þetta dálæti Íslendinga á Bang & Olufsen-raftækjum í alþjóðlegu sam- hengi minnir nokkuð á frásagnir af kaupum Íslendinga á Range Rover- bifreiðum á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið. Þannig var greint frá því síðla árs 2007 að framan af ári hefðu jafnmargar Range Rover-bif- reiðar verið verið fluttar inn og seld- ar á Íslandi og samanlagt í Svíþjóð og Danmörku. Þetta var sérstaklega merkileg staðreynd í ljósi þess að á Ís- landi búa 300 þúsund manns á með- an tæplega 15 milljónir manna búa samanlagt í Svíþjóð og Danmörku. „Félagið fór bara illa á kreppunni“ Samkvæmt ársreikningi Næstu aldamóta ehf. fyrir árið 2009 nam tap félagsins rúmlega 188 milljón- um króna. Eigið fé félagsins í árslok var neikvætt um nærri 225 milljón- ir króna. Lárus Blöndal, þáverandi stjórnarformaður félagsins, Bjarni Óskarsson og Óskar Tómasson skrif- uðu undir ársreikninginn. Stjórnar- mennirnir þrír efuðust um rekstr- arhæfi félagsins í ársreikningnum fyrir árið 2009. Í skýrslu stjórnar seg- ir meðal annars: „Við viljum benda á að á árinu 2009 nam tap félagsins 188,2 millj. kr. og eigið fé félagsins var í árslok neikvætt um 224,5 millj. kr. Jafnframt nema skammtímaskuldir félagsins 230 millj. kr. Við slíkar að- stæður kann að leika vafi á rekstrar- hæfi félagsins. Af þessum tölum að dæma þarf gjaldþrot félagsins ekki að koma á óvart.“ DV hafði samband við Óskar Tómasson til að ræða við hann um gjaldþrot félagsins. Óskar vildi hins vegar lítið segja um það. „Það er í raun og veru ekkert meira um þetta að segja. Félagið fór bara illa á krepp- unni eins og öll önnur félög,“ sagði hann. Uppskrúfuð viðskiptavild Næstu aldamót ehf. eignaðist Alda- mót ehf., rekstrarfélag Bang & Oluf- sen, árið 2007. Þá keypti Næstu aldamót félagið fyrir nærri 376 millj- ónir króna, en bókfært verð Alda- móta ehf., samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2007, var nærri 123 millj- ónir. Mismunurinn á kaupverðinu og bókfærðu verði á Aldamótum ehf. var bókfærður sem viðskiptavild í fyrsta ársreikningi Aldamóta. Um þetta segir í ársreikningnum: „Við- skiptavild varð til við mismun á bók- færðu verði dótturfélags og kaup- verði og nemur hún 253,0 millj. kr.“ Tekið skal fram að sömu aðilar áttu félögin tvö. Næstu aldamót tók meðal annars 205 milljóna króna langtímalán til að fjármagna kaupin á Aldamótum ehf. Ekki er vitað hvaða aðili það var sem Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Móðurfélag Bang & Olufsen gjaldþrOta Lokað Bang & Olufsen-versl- unin í síðumúla hefur verið lokuð upp á síðkastið. Mynd RóbeRt Reynisson n Íslendingar voru næststærstu kaupendur bang & olufsen í heiminum í góðærinu n Aðeins Rússar keyptu meira n eigendur félagsins seldu rekstrarfélagið aftur með uppskrúfaðri við- skiptavild 2007 n Forstjórinn segir félagið hafa farið illa út úr kreppunni einn af eigendunum Guðmundur á Núpum var einn af eigendum Næstu aldamóta ehf. sem nú hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. „Félagið fór bara illa á kreppunni eins og mörg önnur félög. Bang & Olufsen er danskt fyrirtæki sem framleiðir hljómflutningstæki, síma, sjónvörp og önnur raftæki. Fyrirtækið var stofnað af þeim Peter Bang og Svend Olufsen árið 1925. Raftækin eru afar dýr, ódýrustu sjónvörpin frá Bang & Olufsen kostuðu um 500 þúsund krónur á meðan þau dýrustu kostuðu um fjórar milljónir króna. Hönnun Bang & Olufsen-tækjanna þykir afar falleg og smekkleg og yfirleitt fer frekar lítið fyrir tækjunum á heimilum þar sem reynt er að hafa þau eins látlaus og mínímalísk og hugsast getur. Á árunum fyrir íslenska efnahagshrunið urðu Bang & Olufsen-raftæki að ákveðnu stöðu- tákni meðal ákveðins hóps á Íslandi sem hafði mikla fjármuni á milli handanna. Líkt og kemur fram í máli Sigurgísla Bjarnasonar í greininni fjárfestu Íslendingar næstmest allra þjóða í heiminum í Bang & Olufsen-raftækjum á árunum 2005 til 2008. Þannig greindi Bolli Ófeigsson, þáverandi verslunarstjóri í Bang & Olufsen-búðinni í Síðumúla, frá því í viðtali við Viðskiptablaðið í maí 2005 að sala á Bang & Olufsen-raftækjum hefði aukist í versluninni og vinsælasta tækið hefði kostað 750 þúsund krónur. „Mest selda sjónvarpið hér kostar 750 þúsund krónur.“ Vinsældir Bang & Olufsen á Íslandi byrjuðu að dala eftir hrunið 2008. Þó greindu for- svarsmenn verslunarinnar frá því um jólin í fyrra að 300 þúsund króna Bang & Olufsen- hljómflutningstæki hefðu verið vinsæl jólagjöf. Bang & Olufsen-versluninni hefur nú verið lokað vegna gjaldþrots móðurfélagsins. Sjónvörp fyrir fjórar milljónir króna FL Group, fjárfestingarfélag sem Hannes Smárason stýrði á þeim tíma, keypti sig inn í Bang & Olufsen í Danmörku í febrúar 2006 fyrir 7,5 milljarða króna. Um var að ræða kaup á rúmlega 8 prósenta hlut. Félagið bætti síðan við sig rúmum 2,5 prósentum. FL Group seldi síðan hlut sinn í Bang & Olufsen til danskra og alþjóðlegra fjárfesta í maí. Þá hafði hlutabréfaverð í Bang & Olufsen lækkað um sjö prósent frá því FL Group kom inn í hluthafahópinn árið áður. FL Group tapaði um það bil 100 milljónum króna á viðskiptunum sam- kvæmt fréttum á þeim tíma. Tapaði á Bang & Olufsen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.