Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Blaðsíða 6
6 | Fréttir 11. maí 2011 Miðvikudagur
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Gott í vorverkin
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Black&Decker
háþrýstidæla 110 bar
13.900
Hjólbörur 90L
4.490
Garðslanga 15 m
með úðabyssu
890
Aratúngsfeðgar dæmdir:
Skallaður og
tekinn hálstaki
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi
á þriðjudag feðga, sem kenndir eru
við Aratún, fyrir líkamsárás fyrir
utan matvöruverslunina Fjarðar-
kaup í Hafnarfirði. Faðirinn, Sigurð-
ur Stefánsson, var ákærður fyrir að
skalla mann í andlitið og svo í fram-
haldinu ráðast á annan mann, slá
hann í hnakkann og henda honum
í jörðina. Sonur Sigurðar, Stefán
Ágúst, var ákærður fyrir að taka fyrri
manninn hálstaki og snúa hann nið-
ur í jörðina.
Sigurður var dæmdur í 45 daga
skilorðsbundið fangelsi til tveggja
ára. Það sama á við um Stefán en í
hans tilfelli var dómurinn 30 daga
fangelsi. Þeir skulu einnig greiða all-
an sakarkostnað og laun verjanda.
Í dóminum kemur fram að það
vegi þungt að ekkert vitni hafi fyrir
dóminum tekið undir orð feðganna.
Þeir héldu því fram að fórnarlömbin
hefðu veist að þeim með einhvers
konar ofbeldi eða hótunum.
„Ég hef ekkert við DV að tala. En
þakka þér samt fyrir,“ sagði Sigurð-
ur og skellti á þegar DV reyndi að fá
viðbrögð hjá honum við dómi hér-
aðsdóms. Vilhjálmur Vilhjálmsson,
lögmaður feðganna, staðfesti í sam-
tali við DV að málinu yrði áfrýjað til
Hæstaréttar.
Maðurinn sem Sigurður skall-
aði samkvæmt dóminum var starfs-
maður Fjarðarkaups og í vitnisburði
hans kom fram að hann ætlaði að
stöðva eiginkonu Sigurðar á leið út
úr búðinni þar sem hann hefði séð
hana stinga geisladiskum í veski
sitt. Hann hefði svo verið skallaður
af Sigurði þegar hann reyndi að ná
tali af konunni. Hinn maðurinn varð
vitni að atburðinum og reyndi að
koma starfsmanninum til hjálpar.
Eiginkona Sigurðar, Margrét Lilja
Guðmundsdóttir, hefur stefnt blaða-
manni DV, Jóni Bjarka Magnússyni,
fyrir umfjöllun um sig í blaðinu í
tengslum við nágrannadeilur sem
fjölskyldan átti í. Þá hefur fjölskyld-
an stefnt fimm einstaklingum ásamt
DV ehf. vegna athugasemda sem
einstaklingarnir létu falla við fréttir
um þau á Facebook og vef DV.is.
„Vinir mínir spyrja mig oft hvern-
ig ég geti lifað á þessum launum.
Það er erfitt en ég er búin að læra
að passa peninga, en það má ekk-
ert koma upp á, þá á ég ekki fyrir
mat eða bleyjum handa börnunum
mínum,“ segir Díana Skotsenko,
sem er 29 ára.
Díana er frá Eistlandi en hefur
búið á Íslandi í ellefu ár og vinnur
við heimaþjónustu hjá Reykjavík-
urborg ásamt því að vera í skóla að
læra að verða félagsliði. Hún á tvo
stráka sem eru tæplega eins árs og
þriggja ára. Hún hefur þurft að leita
sér aðstoðar hjá hjálparstofnunum
til að eiga mat fyrir sig og börnin sín
þrátt fyrir að vinna fulla vinnu hjá
borginni.
82 þúsund til að lifa á
Díana er með um 170 þúsund krón-
ur í laun á mánuði fyrir fullt starf og
borgar um 95 þúsund krónur í húsa-
leigu að frádregnum húsaleigubót-
um. Leikskólapláss fyrir syni hennar
tvo kostar um 40 þúsund. Hún fær
borgað meðlag frá ríkinu, 47 þús-
und krónur með mæðralaunum,
og standa því eftir 82 þúsund krón-
ur til að sjá henni og sonum hennar
tveimur fyrir nauðsynjum. Hún tekur
á móti blaðamanni á heimili sínu í
Kópavogi þar sem myndir eftir strák-
ana hennar tvo prýða veggi og gera
heimilið notalegt. „Þetta er erfitt því
allt er orðið svo dýrt. Það er margt
sem maður getur ekki leyft sér. Ég er
til dæmis með ónýta tönn sem kostar
mikið að gera við og ég bara hef ekki
efni á að fara til tannlæknis. Til að
geta lifað á þessari upphæð má ekk-
ert koma upp á. Ég á til dæmis gaml-
an bíl sem ég þarf að nota í vinnunni
og til að koma strákunum í leikskól-
ann því hann er í öðru hverfi. Ég er
alltaf stressuð yfir því að hann bili
því ég hef ekki efni á að láta gera við
hann.“
Díana hefur stundum þurft að
reiða sig á hjálparstofnanir en seg-
ir það ekki vera auðvelt. „Ég er að
vinna allan daginn og það er allt-
af svo löng röð eftir mat. Ég get ekki
farið úr vinnunni til að bíða í marga
klukkutíma í röð. Eins er ég einstæð
með tvö börn og það má ekki fara
með börn inn í húsið þar sem mat-
urinn er afhentur. Þegar ég var í fæð-
ingarorlofi með eldri strákinn var ég
með 90 þúsund krónur á mánuði frá
fæðingarorlofssjóði og þurfti þess
vegna oft á aðstoð að halda. Eitt sinn
var mér vísað frá vegna þess að ég
var með barnið mitt með mér. Ég veit
ekki hvernig einstæðar mæður með
ung börn eiga að bera sig að. Ekki
geymum við börnin úti á meðan. En
það er gott að fara í Hjálparstofnun
kirkjunnar. Þar hefur reglunum ver-
ið breytt en þú máttir einu sinni bara
fara þangað þrisvar á ári. Þar hef ég
líka stundum getað fengið bleyjur
sem munar mikið um.“
Reynir að leggja fyrir
Þrátt fyrir að hafa lítið á milli hand-
anna reynir hún að leggja fyrir eins
og hún getur og segir að það hafi oft
bjargað sér að eiga smá varasjóð.
„Núna er ég að safna fyrir rúmi handa
eldri stráknum mínum því hann á
ekki rúm og sefur uppi í hjá mér. Ef
ég get lagt smá fyrir á mánuði, þó
það sé ekki nema þúsund krónur, þá
geri ég það. Ég þarf að passa allt, því
bara bleyjur handa strákunum kosta
mikið og er eitthvað sem alltaf verður
að vera til. Ég passa mig að láta það
sem þá vantar alltaf í forgang og leyfi
mér því sama sem ekki neitt. Ég vil að
þeim líði vel, það skiptir mestu máli.“
Hún segir það oft vera erfitt að vera
ein með tvö börn og hún geri lítið
annað en að vinna. „Það væri gott að
geta stundum fengið frí og gert eitt-
hvað. Mér líður stundum eins og ég
sé vinnumaskína. Vinnan mín get-
ur verið krefjandi og ég sinni mörgu
fólki sem er veikt og líður ekki vel.
Það getur tekið mikla orku frá manni.
Ég er ekki með fjölskyldu í kringum
mig sem getur passað börnin fyrir
mig og hef ekki efni á að borga fyrir
barnapíu.“
Ekki hægt að lifa svona
Díana átti íbúð sem hún missti eft-
ir hrun. „Það var mjög sorglegt. Ég
keypti íbúðina 2006 og var alltaf með
allt á hreinu. Ég gat alltaf borgað af
henni. Síðan tvöfölduðust lánin og
bankinn tók hana af mér. Ég skulda
því eitthvað um fjórar milljónir og er
á vanskilaskrá.“
Þrátt fyrir erfiðleika er Díana
bjartsýn og vinnur hart að því að geta
veitt sér og strákunum sínum betra
líf. Aðspurð hvernig henni líði að vera
í þeirri aðstöðu að þurfa að hugsa
um hverja krónu, leyfa sér ekki neitt
og þurfa stundum að leita til hjálp-
arstofnana þrátt fyrir að vinna fulla
vinnu, segist hún reyna að hugsa ekki
of mikið um það. „Ég reyni að hugsa
jákvætt og að hlutirnir muni reddast.
Ég hugsa um framtíðina og er alltaf að
reyna að hugsa hvernig ég geti fengið
meiri pening. Stundum líður mér þó
illa ef allur peningurinn er að klárast.
Eins og um daginn þegar ég var búin
að ná að safna fjörutíu þúsund krón-
um upp í rúm og fyrir myndatöku af
strákunum, þá bilaði bíllinn og allur
peningurinn fór í það. En þá hugsaði
ég hvað það var samt gott að ég var
búin að safna þessu svo ég gæti lát-
ið gera við bílinn.“ Hún segir að lág-
markslaun þurfi að hækka ef fólk eigi
að geta lifað án þess að þurfa að reiða
sig á aðstoð hjálparstofnana eða
félagslega kerfisins. „Mér finnst þessi
laun vera bara grín. Það er ekki hægt
að lifa svona. Það hefur allt hækkað
en launin hækka ekki neitt.“
Enginn lúxus
Hún segist stundum sakna fjölskyldu
sinnar í Eistlandi en þar ólst hún upp
á sveitabæ en flutti seinna til höfuð-
borgarinnar Tallinn til að fara í skóla.
„Ég var tveggja vikna þegar mamma
og pabbi fluttu í sveitina. Það var sko
enginn lúxus þar. En það var yndislegt
að alast þarna upp og allir hjálpuð-
ust að.“ Hún hugsar stundum um að
flytja þangað aftur en vill bíða þang-
að til að strákarnir eru orðnir eldri og
einnig vill hún safna sér pening til að
geta hafið þar nýtt líf. „Það hefur svo
margt breyst þar og ég þekki ekki al-
veg hvernig hlutirnir eru þar í dag. En
ég vil að synir mínir kynnist ömmu
sinni og afa. Þegar ég var lítil voru
amma og afi fyrstu vinir mínir og síð-
an bestu vinir mínir. Ég vil að strák-
arnir mínir fái að upplifa það.“
Á ekki fyrir tannviðgerð
n Vinnur fulla vinnu en á oft ekki fyrir mat n Eldra barnið sefur uppi í á meðan
hún safnar fyrir rúmi n 82 þúsund eiga að duga þriggja manna fjölskyldu
„Stundum líður mér þó illa ef allur
peningurinn er að klárast. Eins og
um daginn þegar ég var búin að ná að
safna fjörutíu þúsund krónum upp í rúm
og fyrir myndatöku af strákunum, þá bil-
aði bíllinn og allur peningurinn fór í það.
Samkvæmt opinberum neysluviðmiðum fjölskyldu þar sem einn fullorðinn og tvö börn
búa í leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu ættu heildarútgjöld fjölskyldunnar að vera
451.500 krónur á mánuði. Díana og fjölskylda lifa á rétt rúmlega 200 þúsund krónum á
mánuði.
Velferðarráðuneytið heldur úti reiknivél á vefsíðu sinni um neysluviðmið fjölskyldna og
samkvæmt henni er gert ráð fyrir 119 þúsund krónum á mánuði í neysluvörur á borð við
mat, dagvörur, föt og heimilisbúnað.
Þá er gert ráð fyrir því að fjölskyldan þyrfti 85 þúsund krónur á mánuði í ýmiss konar
þjónustu á borð við síma og fjarskipti, lyf, heilsugæsluþjónustu, menntun og dagvistun.
61 þúsund krónur eiga að fara í tómstundir og afþreyingu í hverjum mánuði.
Þá er gert ráð fyrir 93 þúsund krónum í samgöngukostnað á mánuði. Að lokum er gert ráð
fyrir 91 þúsund krónum á mánuði í húsnæðiskostnað með rafmagni og hita.
Þyrftu 451.500 á mánuðiHanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
Barátta Díana
Skotsenko hefur búið
á Íslandi í 11 ár. Hún
vinnur fulla vinnu
hjá borginni en þarf
stundum að reiða sig á
hjálparstofnanir til að
geta fætt sig og börnin
sín tvö. Mynd SigtRygguR ARi