Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2011, Qupperneq 18
18 | Umræða 11. maí 2011 Miðvikudagur „Það er virkilega sárt að horfa upp á dómar- ann gera í brækurnar í leiknum og jafnframt dýrt fyrir okkur. Gunnar Jarl ofmetnaðist í fyrra og mér finnst hann í raun verri í ár og frammistaðan hans í kvöld var sorgleg,“ n Willum Þór Þórsson, þjálfari knattspyrnuliðs Keflavíkinga, um dómarann eftir jafntefli við KR. – Vísir „Ég skammast mín fyrir að vera Íslendingur. Bæði Samfylking og Vinstri græn höfðu það á stefnu- skrá sinni fyrir síðustu kosningar að gefa hand- færaveiðar frjálsar. Ég er alveg klár á því að þeir hefðu ekki fengið meiri- hluta ef þeir hefðu ekki lofað þessu.“ n Níels A. Ársælsson, skipstjóri má veiða í fimm daga í maí. – DV.is „Nína eldist ekki neitt. Hún er dáin í laginu og hefur verið það í 20 ár.“ n Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmarsson fagna því með þrennum afmælistónleikum að 20 ár er liðin frá því að þeir slógu í gegn með Eurovision- laginu Nína. – DV „Skipið er alelda og það logar stafnanna á milli.“ n Færeyski þingmaðurinn Kári P. Højgaard sem býr í Rúnavík, skammt frá þar sem færeyski togarinn Athena brann á mánudaginn. – mbl.is Uppnefni Þráins Þ ráinn Bertelsson, þingmaður Vinstri grænna, hefur varið rétt sinn til að nota orðin „fasistabeljur“, „íhaldsbelja“, „kúlulánabelja“ og „Horgerður“ um þingkonur Sjálfstæðisflokksins. Þrír kostir eru í stöðunni. Fyrsti kosturinn er að Þráinn hafi hrein- lega rétt fyrir sér. Að Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir og Ragnheiður Elín Árnadóttir séu í reynd fasistabeljur. Það liggur hins vegar ljóst fyrir að hvorug þeirra er belja. Fátt bendir til þess að stjórnmálaskoðanir þeirra eða atferli sýni fram á samsemd þeirra við fasista. Nú mætti segja að Þráinn meini þetta ekki bókstaflega, en það leiðir okkur að valkosti tvö. Annar möguleikinn er að yfirlýs- ing Þráins hafi verið eins konar upp- hrópun. Hann hafi ekki meint hana sem fullyrðingu. En ef upphrópun sem þessi er almennt réttlætan- leg er orðið ásættanlegt að úthrópa flokkssystur Þráins „kommatíkur“ og „kommatruntur“ við viðeigandi til- efni. Þriðji möguleikinn er að þetta sé sérstakt tilfelli; Þráinn megi upp- nefna sjálfstæðiskonurnar, en ekki aðra, vegna þess hversu sérstaklega ómögulegar sjálfstæðiskonurnar eru. Þær hafi áunnið sér nafnbótina fasistabeljur með störfum sínum á þingi og ábyrgð sinni á hruninu, auk þeirrar afstöðu sinnar að Andri Snær Magnason rithöfundur sé of um- deildur fyrir nefnd um uppbyggingu við Þingvelli. Þrískiptur vandi mætir okkur ef við samþykkjum að Þorgerður og Ragnheiður hafi þá sérstöðu að gæða hugtakið „fasistabeljur“ merkingu og vera þannig réttilega uppnefndar. Ef slík uppnefni eru leyfileg þarf að hafa í huga að það er gjarnan póli- tískur andstæðingur sem veitir hana. Rannsóknir hafa margoft sýnt að fólk telur sig almennt hafa rétt fyrir sér, en andstæðingarnir síður. Þetta magnast upp í stjórnmálum, þar sem hagsmunir stjórnmálamanna eru að láta líta þannig út. Þegar opnað verð- ur á réttmæti orðsins „fasistabelja“ mun það margoft verða notað af fólki sem telur sig ranglega hafa rétt fyr- ir sér. Hinn uppnefndi verður í kjöl- farið líklegur til að svara með öðru uppnefni. Hvort það verður svo aftur réttmætt er annar vandinn. Annað vandamálið við að hleypa tilfinningaþrungnum uppnefnum í flokk ásættanlegra samskipta er að illmögulegt er að sannreyna þau. Hvenær verður kona fasistabelja og hvenær ekki? Þriðji vandinn er augljóslega að uppnefni, eins og „kommatík“, eru andlegt ofbeldi, sérstaklega þeg- ar það kemur frá valdafólki eins og þingmönnum í ríkisstjórn. Með því er verið að stimpla fólk, án þess að það eigi sér vörn, vegna þess að sönnun eða afsönnun er ómöguleg. Uppnefni án staðfestanlegrar merk- ingar eru blindgata umræðunnar sem leiðir til vítahrings merkingar- leysu og upphrópana. Umræðan þjónar síður þeim til- gangi sínum að nálgast skynsam- lega niðurstöðu ef uppnefni eru leyfð. Þegar litið er á málið út frá sið- ferðislegu sjónarhorni er niðurstað- an líka ljós. Ein sú fullyrðing sem kemst næst því að vera siðferðisleg sannindi er kenning heimspekings- ins Immanúels Kant, um að við eig- um að gera öðrum það sem við vilj- um að þeir geri okkur. Ef uppnefni væru almenn regla yrði upplausn í umræðunni. Þess vegna hefur upp- nefnum verið úthýst í flestum mann- legum samskiptum, nema í einstaka grunnskóla og á Alþingi. Þráinn er því annaðhvort meðvitað að valda upplausn eða gera kröfu um að hann einn megi úrskurða fólk óæskilegt og uppnefna það. Nýja valdafólkið þarf að átta sig á því að það er ekki eðlis- lægt betra en forverar þess og getur ekki leyft sér að brjóta gegn grund- vallaratriðum. Það er hvorki praktískt né siðlegt að umbera uppnefni Þráins Bertels- sonar, hvort sem við styðjum stjórn- mál Þorgerðar og Ragnheiðar eða ekki, enda snýst þetta um grundvall- aratriði en ekki persónur. Leiðari Verður hátíð að Hlíðarenda? „Ungir sem aldnir Valsarar munu flykkjast að Hlíðarenda frá morgni til mið- nættis,“ segir Þor- grímur Þráins- son, sem lék um árabil með Val. Knattspyrnufélagið Valur fagnar í dag, miðvikudag, 100 ára afmæli og má búast við mikilli veislu fyrir Valsara að Hlíðarenda. Spurningin Bókstaflega Jón Trausti Reynisson ritstjóri skrifar. Söknuður að Sigmari n Hrafnhildur Halldórsdóttir sá um að lýsa því sem fyrir augu og eyru bar í Eurovision-keppninni á þriðjudag. Frammistaða hennar sem kynn- ir þótti vera frekar flöt og tilþrifalítil í samanburði við frammistöðu for- vera hennar, Sig- mars Guðmunds- sonar, sem hefur staðið vaktina í söngvakeppninni undanfarin ár. Sig- mar þykir hafa einstakt lag á kaldhæðni og beitti henni óspart í lýsingum sínum á furðufuglum keppninnar. Sigmar þótti hins vegar grófur og umdeildur og það er spurning hvort hann hafi verið fjarlægður og kurteisari lýsandi settur í hans stað. Ljóst er að margir söknuðu Sigmars á þriðjudag. Illfygli gleðjast n Það blæs ekki byrlega fyrir tenglasíð- unni Eyjunni undir eignarhaldi Björns Inga Hrafnssonar. Vefsíðan glímir við stöðugt minni að- sókn þrátt fyrir að státa af bloggur- unum Agli Helga- syni og Eiríki Jóns- syni sem þykja vera magnaðir fulltrúar sinnar stéttar. Báðir eru þeir ágætlega launaðir og stóðu vonir til þess að vef- síðan myndi slá í gegn. Nú blasir við að í vikubyrjun náði Eyjan þeim áfanga að vera í sögulegu lágmarki með rúmlega 63 þúsund gesti. Hæst fór aðsóknin í 96 þúsund gesti í tíð fyrri eigenda. Illfyglin sem telja Eyjuna vera í þágu Samfylk- ingar og útrásarmanna gleðjast nú. Umdeildur vinur n Logi Geirsson handboltakappi var í dálitlu klandri eftir að hann lýsti því yfir á heimasíðu Jóns Hallgrímssonar að hann langaði í bol merktan samtök- unum Semper Fi. Logi er samkvæmt þessu vinur Jóns foringja samtakanna á Facebook líkt og Sölvi Tryggvason sjónvarpsmaður sem tengist Jóni stóra vinaböndum ásamt tæplega 5 þúsund öðrum. Logi hefur nú lýst yfir því að orðsending hans hafi verið innihalds- laust grín. Og ljóst er að hvorugur þess- ara dáðadrengja er í raunverulegu vin- fengi við þann umdeilda Jón. Messufall Bjarna n Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, getur þessa dagana fagnað því að flokkur hans mælist með gríðarlegt fylgi. Formaðurinn er því sterkur á meðal almennra flokksmanna. Undanfarið hefur hann, ásamt vara- formanni sínum, verið á funda- ferð um landið. Á fundunum hefur verið fremur dauflegt. Fáir hafa mætt til að hlýða á foryst- una. Á Selfossi var ástandið svo slæmt að einungis sex hræður mættu. Þar af voru tveir fyrrverandi oddvitar í hér- aðinu. Þetta mun þó ekki halda vöku fyrir Bjarna sem ótrauður heldur áfram að huga að grasrótinni. Sandkorn tRyggVAgötU 11, 101 REyKjAVíK Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: jón trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir traustason, rt@dv.is Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson, ingi@dv.is Ritstjórnarfulltrúi: jóhann Hauksson, johann@dv.is Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ingibjorg@dv.is Umsjón innblaðs: Ásgeir jónsson, asgeir@dv.is DV á netinu: dv.is Aðalnúmer: 512 7000, Ritstjórn: 512 7010, Áskriftarsími: 512 7080, Auglýsingar: 512 7050. Smáauglýsingar: 512 7004. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Stjórnvöld hafa ákveðið að grasalæknar megi ekki upp-lýsa almenning um náttúrulyf. Á sama tíma er verið að banna sölu heilsubótarefna nema í apótekum. Er verið að gera okkur gott? Nei, það er verið að gera okkur illt. Fyrri tegund illvirkjanna er góðhrottar. Þeir hugsa í öfund, afskiptasemi og óvild og vilja láta banna þeim sem þeim er illa við. En þeir þykjast vera að gera gott. Þetta er eins og óvildarfólk fátækra og varnarlausra barna, sem sendi „svoleiðis“ börn á hæli, en ekki börn þeirra, sem gátu skákað þeim. Þetta fólk er ekki að tala um amafetamín, kókaín, hass og annað skaðlegt, það er vegna þess að dópsalar eru hættulegir og góðhrottar eru gungur. En þeir geta ráðist á þann sem selur eitt- hvert ginsengið. Það er vegna þess að það fólk er ekki hættulegt. En kannski það ætti að verða góðhrott- um hættulegt, þráspyrja af hverju, vaða upp á pólitískum fundum og spyrja hvort spillingaratriði séu á bak, hringja og kvarta og áreita eins og lög leyfa. Hinir illvirkjarnir eru menn sem vilja koma á veðráðum og einokun fyrir veð, til þess að ávaxta peninga á því frumkvæði óhemju fjölda ein- staklinga víða um heim, sem hafa verið að benda á heilsubætur jurta, berja, barkar, róta og svo framvegis. Markaðurinn er til, nú er rétti tíminn að ýta hinum minni út af markaði, minnka framleiðslukostnað á ætluð- um heilsubótarefnum upp á mikinn hagnað. Svona eins og lyfjafyrirtæki sum hver selja fölsuð lyf tíl fátækra landa. Góðhrottarnir eru gargandi öf- undarmenn á vinstrivængnum, sem vilja ekki frelsi, því heimsmynd þeirra er skorpnuð við trú á orðhengils- hátt. Sósíalisminn hitt og sósíalism- inn það, en engin virðing fyrir fólki. Þó ekki allir, þar eru og umburðar- lyndir velvildarmenn. Veðráðarnir búa til stjórn á markaði til að hagn- ast. Þeir kaupa yfirleitt ráðamenn, eins og Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur gefið fyrirtækjasamsteypum, sem eru sambærileg við vélar, rétt til pólitískra afskipta upp á hagnaðar- von. Það gildir að fjarlægja minni að- ila af markaði og ná markaðsyfirráð- um. Þetta er að gerast gegn konum í Bangladess, sem hafa vaxið til fram- legðar við svokallaða smálánabanka. Stórkapítalið vill nú hirða markað, sem þær hafa búið til. Sama er hér í eðlisatriðum. Svei ykkur, stjórnvöld, þið ráðið við gott frumkvæðisfólk, en ekki dópsalana, sveiattan. Og hverjir eru í þessum heilsuvörum? Konur, auðvitað. góðhrottar og veðráðar Kjallari Þorsteinn Hákonarson„Þetta fólk er ekki að tala um am- fetamín, kókaín, hass og annað skaðlegt, það er vegna þess að dópsalar eru hættulegir og góð- hrottar eru gungur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.