Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Qupperneq 4
Ólafur mærði kvótakerfið 4 Fréttir 2. maí 2012 Miðvikudagur Hættuleg keðjuverkun n Formaður BSRB hélt ræðu á Húsavík í tilefni 1. maí A tvinnan er undirstaða alls hér á landi og án hennar getum við ekki haldið uppi velferðar­ kerfi. Og þetta tvennt – hátt atvinnustig og velferðarkerfi – verður að haldast í hendur.“ Þetta sagði Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, en hún var aðalræðumaður á 1. maí há­ tíðarhöldunum á Húsavík á þriðju­ dag. Elín sagði að brýnasta verk­ efni stjórnvalda í dag væri að búa svo um að atvinnulífinu gæfist færi á að blómstra. Langtímaatvinnu­ leysi, hugtak sem vart hefði þekkst á Íslandi fyrir fjórum árum, væri nú orðið staðreynd. Hún sagði að at­ vinna og öflugt velferðarkerfi héld­ ust í hendur og þegar atvinnustigið minnkaði skapaði það mikinn þrýst­ ing á velferðarkerfið. „Með auknu atvinnuleysi minnk­ ar innkoma hins opinbera og útgjöld aukast. Aðalverkefni stjórnvalda er þess vegna að sjá til þess að atvinnu­ stigið sé hátt til að jafnvægi sé á kerf­ inu. Atvinna skapar ríkinu tekjur og því fleiri sem eru á vinnumark­ aði þeim mun meiri eru tekjurnar. Og fyrir tekjurnar rekum við svo al­ mannaþjónustuna,“ sagði Elín og nefndi sérstaklega minni byggðarlög landsins í þessu samhengi. „Með því að leggja heilbrigðisstofnanir í minni byggðarlögum af er ekki aðeins ver­ ið að fækka störfum á þeim stöðum heldur einnig skerða lífsgæði þeirra sem þar búa. Og þegar lífsgæðin rýrna fer fólkið að hugsa sér til hreyf­ ings. Þegar fólk flytur á brott, hvort sem er frá dreifbýli til þéttbýlis eða frá Íslandi til útlanda – fer keðju­ verkun af stað sem getur haft miklar og varanlegar neikvæðar afleiðingar fyrir þjóðina.“ Mikilvæg atvinnuuppbygging Elín Björg segir að án atvinnu sé ekki hægt að halda uppi velferðarkerfi. Lágmarks- laun á Bessa- stöðum Andrea Jóhanna Ólafsdóttir, for­ maður Hagsmunasamtaka heim­ ilanna, tilkynnti formlega um framboð sitt til embættis forseta Íslands á blaðamannafundi í Nor­ ræna húsinu í dag. Þar sagðist Andrea einungis ætla að þiggja 193 þúsund krónur í mánaðarlaun ef hún næði kjöri en láta afgang­ inn renna til góðgerðamála. Sagðist Andrea ætla að þiggja lágmarkslaun þangað til mark­ miðum hennar yrði náð en hún vill launaleiðréttingu og lögfest­ ingu lágmarkslauna. Þá ætlar hún sér að boða þjóðfund þar sem forsetaembættið verður rætt ef hún nær kjöri. Andrea er fædd 2. ágúst 1972 á Húsavík, hún er þriggja barna móðir og býr ásamt manni sínum, Hrafni H. Malm­ quist, í Skerjafirðinum. Áður en hún hóf störf hjá Hagsmunasam­ tökunum var hún verkefnastjóri frístundaheimilis hjá Reykjavíkur­ borg. Andrea hefur stundað nám við Háskóla Íslands. Mávaplága á Kópavogsvelli Íbúar í nágrenni við íþróttavelli Kópavogsbæjar hafa mátt búa við andvökunætur undanfarið vegna mávagers sem lagt hefur undir sig vellina. Mávarnir sækja í kjötmjöl sem borið var á vellina og segir vallarstjórinn að óvart hafi í raun plágan verið fóðruð. Frá þessu var greint í fréttum RÚV á mánudags­ kvöld. Ómar Stefánsson vallarstjóri útskýrði að ýmislegt hafi verið reynt. Gæsafæla hafi skilað einhverjum ár­ angri. En sökudólgurinn er áburð­ urinn. Í fyrra var kjötmjöl einnig borið á vellina en þá var það í duft­ formi. Í ár kom það í kögglum. „Þá er eins og við séum að fóðra þá, því miður,“ sagði Ómar og viðurkenndi að mistökin væru þeirra og bað alla afsökunar á. Til að bæta úr hefur verið farið með sláttuvélar yfir alla vellina til að mylja niður kögglana, bera annan áburð á vellina og vökva allt heila klabbið. Fuglastríðinu í Kópavogi lýkur því vonandi áður um langt um líður. Ó lafur Ragnar Grímsson, for­ seti Íslands, mærði íslenska kvótakerfið í ræðu á sjávar­ útvegssýningu í Brussel á þriðjudaginn í síðustu viku. Um 30 íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar á sýningunni, bæði útgerðarris­ ar eins og Samherji og Vísir í Grinda­ vík, sem og tæknifyrirtæki eins og Marel sem búa til vörur sem tengjast sjávarútvegi. Um 25 þúsund gestir mæta árlega á sýninguna þar sem um 1.700 fyrir­ tæki frá 80 löndum kynna starfsemi sína. Um er að ræða stærstu sjávar­ útvegssýningu í heimi. Ólafur Ragnar fór á ráðstefnuna að beiðni Íslands­ stofu, ríkisstofnunar sem hefur það að markmiði að efla ímynd og orð­ spor Íslands. Gisti í sendiherrabústaðnum Samkvæmt upplýsingum frá skrif­ stofu forseta Íslands gisti Ólafur Ragn­ ar Grímsson í sendiherrabústaðnum, hjá sendiherra Íslands í Brussel, Þóri Ibsen, í tvær nætur. Þetta var gert til að spara, að sögn starfsmanns skrif­ stofunnar. Að hans sögn fór Ólaf­ ur Ragnar gagngert til Brussel til að fara á sjávarútvegssýninguna. Ólafur Ragnar kom að því sjálfur í ræðu sinni að hann væri fyrsti þjóðhöfðinginn til að koma á sýninguna. Hingað til hef­ ur sendiherra Íslands í Brussel mætt á sýninguna en þetta árið kom Ólafur Ragnar einnig. Gestur sem sótti sýninguna þetta árið segir að ræða Ólafs Ragn­ ars hafi hljómað eins og framboðs­ ræða. „Þetta var næstum því fram­ boðsræða. Mér fannst þetta svolítið merkilegt. Tímasetningin og orð hans bentu til að hann væri í framboði.“ Gesturinn segir að ræða Ólafs Ragn­ ars hafi minnt nokkuð á ræðurnar sem hann hélt á opinberum vettvangi um útrásina fyrir hrunið 2008. Lærdómurinn af Íslandssögunni Ræða Ólafs bar yfirskriftina „Ábyrg­ ar fiskveiðar og framtíð hafanna“ og ræddi forsetinn talsvert um þann ár­ angur sem kvótakerfið hefði skilað Ís­ lendingum. Hann benti einnig á það að kerfið væri umdeilt á Íslandi en fór ekki ítarlega út í af hverju svo er enda var ræðan miðuð við erlenda áheyr­ endur sem kannski hafa ekki mikla þekkingu eða áhuga á Íslandi. Meðal þess sem Ólafur sagði var að kvótakerfið hefði gert það að verk­ um að Íslendingar hefðu gert fisk­ veiðar sínar sjálfbærar auk þess sem útgerðarfélögin væru sterkari og arð­ bærari fyrir vikið. „Saga minnar smáu þjóðar, sem hefur um aldir séð sér farborða með sjávarafurðum, er að mörgu leyti lýsandi dæmi um þann boðskap sem ég vil færa.“ Ólafur Ragnar rakti hvernig er­ lendar þjóðir, eins og Bretar og Frakkar, hefðu sótt fisk með veiðum við strendur Íslands eftir að landið fékk sjálfstæði undan Dönum árið 1944 og hvernig landhelgi Íslands var smám saman færð út í 200 sjómílur. Hafrannsóknastofnun vann svo að því að gera sjávarútveg Íslendinga sjálfbæran með „vísindalegum rann­ sóknum“ á fiskistofnunum. Kvóta­ kerfið var niðurstaða af þessari vinnu, sagði forsetinn. Ólafur Ragnar sagði að afleiðingin af kvótakerfinu hefði verið sú að „Ísland sé sennilega það land í Evrópu sem best hafi tekist upp í því á liðnum árum að halda fiskveið­ um sínum sjálfbærum“ auk þess sem útgerðarfélögin hafi orðið fjárhags­ lega öflugri og arðbærari. Aðrar þjóð­ ir geta því lært af Íslendingum þegar kemur að uppbyggingu á kvótakerf­ um og sjálfbærum fiskveiðum, ef marka má orð Ólafs Ragnars. Tengingin við bankahrunið Ólafur Ragnar sagði svo í ræðunni að kvótakerfið hefði hjálpað Íslend­ ingum í kreppunni eftir efnahags­ hrunið 2008. „Þetta vísindalega kvótakerfi er einnig ein af ástæð­ unum fyrir því af hverju Íslendingar hafa náð að takast hraðar og betur á við hrunið en nokkur bjóst við og þar af leiðandi sýnt fram á tengslin á milli slíks sjálfbærs fiskveiðikerfis og bata vegna allsherjar bankahruns.“ Inntakið í ræðu Ólafs var því vel­ gengni Íslendinga á einhverju sviði, á sviði fiskveiðistjórnunar, og hvern­ ig aðrir gætu lært af þessari þekk­ ingu og reynslu þjóðarinnar. Á árunum fyrir hrunið var það út­ rás bankanna og íslensks viðskipta­ lífs sem Ólafur mærði hvað mest í ræðu og riti, meðal annars á hádeg­ isfundi hjá Sagnfræðingafélaginu árið 2006. „Útrásin er þó staðfest­ ing á einstæðum árangri Íslendinga, fyrirheit um kröftugra sóknarskeið en þjóðin hefur áður kynnst, ekki aðeins í viðskiptum og fjármálalífi heldur einnig í vísindum, listum, greinum þar sem hugsun og menn­ ing, arfleifð og nýsköpun eru for­ sendur framfara. Útrásin er byggð á hæfni og getu, þjálfun og þroska sem einstaklingar hafa hlotið og sam­ takamætti sem löngum hefur verið styrkur okkar Íslendinga.“ Kvótakerfið hefur, að sögn Ólafs Ragnars, verið eitt af þeim tækj­ um sem hafa hjálpað Íslendingum að rísa upp aftur eftir hrun þessara banka sem honum varð tíðrætt um fyrir hrunið. Íslendingar geta alltaf kennt umheiminum eitthvað sem þeir kunna öðrum betur. n Fyrsti forsetinn sem mætir n Umheimurinn getur lært af Íslandi „Þetta var næstum því framboðsræða. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Mærði kvótakerfið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mærði kvótakerfið á sjávarútvegssýningu í Brussel í síðustu viku. Hann sést hér á tali við Helga Anton Eiríksson, forstjóra Iceland Seafood, og Jón Ásbergsson hjá Iceland Seafood.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.