Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Page 8
8 Fréttir 2. maí 2012 Miðvikudagur
B
reytt skattaumhverfi hafði til-
tölulega lítil áhrif á tekjujöfn-
uð. Hrunið sjálft, sem hafði
þau áhrif að fjármagnstekjur
hrundu algjörlega, er stærsti
áhrifaþátturinn í þeim tekjujöfn-
uði sem náðst hefur í samfélaginu. Í
skýrslu sem hagfræðingar Þjóðmála-
stofnunar Háskóla Íslands unnu að
beiðni velferðarráðuneytisins kemur
fram að ríkasta eitt prósent þjóðar-
innar átti 20 prósent af þjóðarkökunni
góðærisárið 2007 en um átta og hálft
prósent í dag. Það slagaði vel upp í
það hlutfall sem eitt prósent ríkustu
Bandaríkjamanna átti af þeirri þjóð-
arköku en Íslendingar voru aðeins
þremur prósentustigum frá þeim.
Tekjuójöfnuðurinn í Bandaríkjunum
hefur verið rót mikilla mótmæla sem
breiðst hafa út um allan heim.
Umtalsverðar
breytingar á kerfinu
Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að segja
að ekki hafi verið gerðar breytingar
á kerfinu. Í skýrslu Þjóðmálastofn-
unar kemur fram að ójöfnuður sem
skapaðist með tilliti til skattkerfis-
ins hafi verið gríðarlegur fyrir hrun.
Fjármagnstekjuskattur hefur tekið
stakkaskiptum á milli ríkisstjórna
auk þess sem þrepaskiptur hátekju-
skattur og auðlegðarskattur hefur
verið settur á. Þetta hefur mest áhrif
á þá tekjuhópa sem hæstar hafa
tekjurnar og hefur í raun bara áhrif
á þær fjölskyldur í landinu sem til-
heyra tekjuhæstu 40 prósentum
þjóðarinnar.
Breytingarnar koma hins vegar
ekki í veg fyrir að misskipting tekna
eigi ekki eftir að aukast þegar fjár-
magnstekjur fara að hækka. Ríkustu
Íslendingarnir hafa meira og minna
bara fjármagnstekjur en slíkar tekjur
hafa snarminnkað eftir hrun. Þegar
fjárfestingar fara að skila auknum
hagnaði fara þessar tekjur að hækka
en skattur á þær er umtalsvert lægri
en tekjuskattur.
Mun líklega hafa
áhrif til frambúðar
Skattkerfisbreytingarnar munu engu
að síður líklega styðja við tekjujöfn-
uð í samfélaginu þvert á það sem
skattkerfið gerði fyrir hrun. Auð-
legðarskattur og aukinn fjármagns-
tekjuskattur hefur þau áhrif að meira
heggst af tekjum hátekjuhópa í sam-
félaginu en gerði fyrir hrun. Þessir
hópar voru í raun í sérstaklega góðri
stöðu á tímabilinu frá einkavæðingu
bankanna í kringum síðustu alda-
mót og þangað til þeir hrundu. Þá
minnkaði skattbyrði á tekjuhæstu
hópana á meðan skattbyrði á aðra
jókst.
Þróunin hefur að mestu leyti snú-
ist við, þvert á það sem hefur ver-
ið í öðrum löndum Evrópu þar sem
kreppan hafði mikil áhrif. Sem dæmi
hefur frá hruni ekki orðið tekju-
skerðing hjá tekjuhæstu tíu prósent-
um Íra á meðan tekjulægstu hóp-
arnir hafa allir orðið fyrir umtalsvert
meiri tekjuskerðingu en sömu hóp-
ar hér á landi. Á blaðamannafundi
með höfundum skýrslu Þjóðmála-
stofnunar og Guðbjarti Hannessyni
velferðarráðherra á mánudag var
talað um íslensku leiðina. En í hverju
fólst sú leið?
Íslenska leiðin mörkuð af Geir
Íslenska leiðin var í raun mörkuð
af ríkisstjórn sjálfstæðismanna og
Samfylkingarinnar þegar samið var
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í kjöl-
far hrunsins. Guðbjartur talaði sjálf-
ur um það á fundinum að þeir samn-
ingar hefðu í raun markað þá stefnu
sem síðar var fylgt. Á þessum tíma
var Geir Hilmar Haarde, sem nýver-
ið var dæmdur fyrir brot á ráðherra-
ábyrgð í landsdómi fyrir embættis-
störf sín fyrir hrun, ráðherra og var
það á hans vakt sem samið var við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn. Steingrím-
ur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármála-
ráðherra og núverandi sjávarútvegs-,
landbúnaðar-, efnahags- og við-
skiptaráðherra, fylgdi svo þeirri áætl-
un eftir þegar hann settist í minni-
hlutastjórn og síðar meirihlutastjórn
Samfylkingar og Vinstrigrænna. Nú-
verandi skattastefna var þó alfarið á
hendi núverandi stjórnar.
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
Jöfnuðurinn er
arfleifð Geirs
n Ríkasta 1 prósent þjóðarinnar átti 20 prósent af kökunni fyrir hrun
Sk
at
tb
yr
ði
í p
ró
se
nt
um
Tekjudreifing
árið 2007
Tekjudreifing
árið 2011
Ríkasta 1 prósent
þjóðarinnar: 19,8%
99 prósent
þjóðarinnar: 80,2%
19,8%
80,2%
Ríkasta 1 prósent
þjóðarinnar: 8,5%
99 prósent
þjóðarinnar: 91,5%
8,5%
91,5%
40
35
30
25
20
15
10
5
0
-5
-10
19
96
19
97
19
98
19
99
20
00
20
01
20
02
20
03
20
04
20
05
20
06
20
07
20
08
20
09
20
10
Efsta tíund
Efsta 1%
Neðsta tíund
Heimild: Ríkisskattstjóri
Raunveruleg skattbyrði tekjuhópa
Hlutfall heildartekna fyrir skatt, að
frádregnum barna- og vaxtabótum.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn Guðbjartur
Hannesson talar um að íslenska leiðin hafi átt upptök
sín með samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn.
Það var ríkisstjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur sem kom því samstarfi á. Mynd KArl Petersson
Milljónahagnaður
hjá Ríkisútvarpinu
Hagnaður Ríkisútvarpsins ohf. á
reikningstímabilinu 1. septem-
ber 2011 til 29. febrúar 2012 var
9 milljónir króna samkvæmt árs-
hlutauppgjöri stofnunarinnar. Í
tilkynningu segir að þessi niður-
staða sé í samræmi við áætlan-
ir. Samkvæmt efnahagsreikningi
nema eignir RÚV 5.660 milljónum
króna, bókfært eigið fé í lok reikn-
ingstímabilsins er 746 milljónir
króna og eiginfjárhlutfall félags-
ins 13,2 prósent. Þá segja forsvars-
menn RÚV að góður árangur hafi
náðst á tímabilinu við að hækka
hlutfall dagskrár- og framleiðslu-
kostnaðar af rekstrartekjum. Það
fór í 71 prósent en var í síðasta
árshlutauppgjöri 64 prósent.
Atvinnuskap-
andi fitubollur
Nýsköpunarmiðstöð Íslands
kannar nú möguleikana á því að
stofna meðferðarþjónustu hér-
lendis fyrir bresk ungmenni í yfir-
þyngd. Þessu greinir RÚV frá og
segir hugmyndina á byrjunarstigi
en að rætt hafi verið við sérfræð-
inga í heilbrigðisgeiranum í Bret-
landi sem og hér á landi. Sigmar
B. Hauksson, ráðgjafi hjá Nýsköp-
unarmiðstöð, segir þörfina vera
fyrir hendi ytra og að hér sé tilval-
in aðstaða. „Við höfum til dæmis
mikið af ónotuðu góðu húsnæði,
góð íþróttamannvirki með laugum
og öðru slíku, nú við höfum ein-
stæða náttúru og vel menntað
fólk ekki síst í heilbrigðiskerfinu
sem nú skorti verkefni, þarna gæti
verið sóknartækifæri að sameina
þetta þrennt,“ segir Sigmar í sam-
tali við RÚV.