Dagblaðið Vísir - DV - 02.05.2012, Síða 27
Fólk 27Miðvikudagur 2. maí 2012
Draumur að rætast
n Alexander Briem er kominn inn í virtan leiklistarskóla
É
g er ennþá hálforðlaus,“
segir leikarinn Alexand-
er Briem sem hefur feng-
ið inngöngu í hinn virta
breska leiklistarskóla Central
School of Speech & Drama.
„Það hefur verið draumur
hjá mér að komast inn í ein-
hvern af þessum sterku skól-
um. Ég kom heim fyrir viku
eftir að hafa farið í prufur í
tveimur skólum, þessum og
LAMDA eða The London Aca-
demy of Music and Dramatic
Arts. Ég hef ekki fengið svar
frá LAMDA. Hvort tveggja er
mastersnám en deildin sem
ég komst inn í er „Acting for
screen“. Í LAMDA sótti ég um
klassískan sviðsleik svo þetta
er tvennt ólíkt,“ segir Alexand-
er sem veit ekki hvor skólinn
yrði fyrir valinu fengi hann já
frá báðum. „Ég hef alltaf haft
aðeins meiri áhuga á því að
leika í kvikmyndum en hef
samt mjög mikinn áhuga á
sviði líka.“
Margir þekktir leikarar hafa
útskrifast úr Central School
of Speech & Drama. Þeirra á
meðal eru stórleikkonurnar
Helen Mirren og Judi Dench
sem og Kristen Scott Tho-
mas og Gael García Bernal.“
Aðspurður nefnir Alexand-
er danska leikarann Mads
Mikkelsen sem sitt uppáhald.
„Annars er ég líka hrifinn af
Michael Fassbender og Phi-
lip Seymour Hoffman. Og svo
mörgum öðrum.“
Alexander, sem ætlar að
nýta sumarið til að undirbúa
sig fyrir námið, segist hafa
fengið svarið frá skólanum
sent heim með pósti. „Það var
alveg magnað að fá þetta um-
slag í hendurnar – skrítið og
mjög svo útlenskt „móment“.
Ég stóð við hliðina á mömmu
og við hoppuðum um í faðm-
lögum og svo hljóp ég upp til
kærustunnar og faðmaði hana
og kyssti. Gleðin var rosaleg. Í
umslaginu voru skýr fyrirmæli
um að hefja strax undirbún-
ing. Sumarið fer því í það að
finna mér íbúð þarna úti, læra
jóga og lesa fullt af bókum.“
Smáauglýsingar
smaar@dv.is
sími 512 7004
Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00
BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900
LAND ROVER RANGE ROVER SPORT
SE DISEL 09/2006, ekinn 104 Þ.km,
dísel, sjálfskiptur, 20“ felgur, skjárinn
ofl. Verð 5.990.000. Raðnr. 322117 -
Jeppinn er í salnum!
HYUNDAI TUCSON 4X4 LUX
10/2007, ekinn 88 Þ.KM, bensín, sjálf-
skiptur, leður, vindskeið, filmur ofl.
Verð 2.490.000. Rnr.321992
- Jepplingurinn er á staðnum!
FORD F150 SUPER CAB HARLEY-
DAVIDSSON 4WD 02/2006, ekinn 76
Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Mjög flott
eintak! Verð 3.330.000. Raðnr. 284091
- Pikkinn er á staðnum!
BMW 530D
12/2003, ekinn 241 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur, leður, nýtt lakk. Verð
3.390.000. Raðnr. 282173 - Sá þýski er
á staðnum!
AUDI A4 SEDAN 1,8T S-LINE
10/2007, ekinn 56 Þ.km, sjálfskiptur,
leður ofl. Verð 3.990.000. Raðnr.118051
- Bíllinn er á staðnum!
TOYOTA LAND CRUISER 120
VX 12/2005, ekinn 111 Þ.km, dísel,
sjálfskiptur, vindskeið, filmur ofl.
Tilboðsverð 4.590.000. Raðnr.250041
-Jeppinn fallegi er á staðnum!
VW TOUAREG V6 01/2006, ekinn
aðeins 66 Þ.km, sjálfskiptur, leður,
lúga ofl. Verð 3.490.000. Raðnr. 250105
- Jeppinn er á staðnum!
MMC PAJERO DID 3.2 38“
breyttur Árgerð 2004, ekinn 177 Þ.km,
dísel, sjálfskiptur. Verð 4.390.000.
Raðnr.118312 - Jeppinn stóri er á
staðnum!
TOYOTA HILUX DOUBLE CAB D/C,
SR 35“ 02/2008, ekinn 38 Þ.km, 3,0l dí-
sel, sjálfskiptur. Verð 5.390.000. Raðnr.
282006 - Pallbíllinn er á staðnum!
KAWASAKI VN900 CUSTOM SPECIAL
EDITION 04/2010, ekið 4 Þ.km,
lítur út sem nýtt! Verð 1.350.000.
Raðnr.284281 - Hjólið er í salnum!
FORD MUSTANG Árgerð 1965, V8
289cc, sjálfskiptur. Raðnr. 282066
- Sá flotti er í salnum!
FORD EXPLORER LTD 4X4 Árgerð
2006, ekinn 86 Þ.km, sjálfskiptur,
leður ofl. Verð 3.390.000 Tilboðsverð
2.790.000. Raðnr.283890
- Jeppinn er á staðnum!
Tek að mér
Hreinsa þakrennur, laga riðbletti á
þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir
og tek að mér ýmiss smærri verkefni.
Upplýsingar í síma 847-8704 eða á
manninn@hotmail.com
Funahöfða 1, 110 Reykjavík
S. 567 4840 www.hofdahollin.is
Minkapels
til sölu, ný yfirfarinn
Upplýsingar í síma: 898-2993
Beinteinn.
Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti-
vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur
,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690
Orðlaus Alexander lék Orm í
kvikmyndinni Gauragangi.
U
pp á liðleikann
er dansinn góð-
ur grunnur en að
öðru leyti hjálpar
hann ekki neitt,“ seg-
ir Hulda B. Benediktsdóttir
Waage, bikarmeistari kvenna
í kraftlyftingum, sem æfði
djassballett frá sex til 18 ára
aldurs. Hulda segir kraftlyft-
ingarnar eiga mun betur við
sig. „Ég er svo mikil keppnis-
manneskja og hef metnað fyr-
ir að vera best. Í djassballett-
inum er maður bara einn af
hópnum svo slíkur metnað-
ur þótti mér til einskis.“
Hulda komst í þrusuform
þegar hún byrjaði að lyfta.
„Ég var orðin allt of þung. Fyr-
ir þremur árum var ég heil 97
kíló en í dag er ég 70. Ég var
ekki í neinu líkamlegu formi
þegar ég byrjaði að æfa en er
í fínu formi í dag. Það er því
ekki nauðsynlegt að hlaupa á
hlaupabretti til að verða mjó.
Það er hægt að æfa kraftlyft-
ingar til þess,“ segir Hulda
brosandi og bætir aðspurð við
að fólkinu í kringum hana hafi
lítið litist á þegar hún byrj-
aði að æfa íþróttina. „Mörg-
um fannst þetta mjög skrítið
og mamma spurði hvort þetta
væri ekki algjör vitleysa. Hún
var alveg viss um að ég myndi
slasa mig á þessu og er hrædd
um það enn í dag. Svo fór fólk
líka að efast um kynhneigð
mína. Steríótýpan í kraftlyft-
ingum er feit kona með stutt
hár og afskaplega samkyn-
hneigð. Flestir eru samt farnir
að skilja hvað mér finnst þetta
skemmtilegt og hvað ég er að
gera þetta af mikilli ástríðu.“
Hulda, sem segist ekki líta
út fyrir að vera jafn sterk og
raun ber vitni, ætlar sér að
taka þátt í keppninni Sterkasta
kona Íslands á næstu misser-
um. „Ég mætti á eina æfingu
fyrir keppnina í fyrra en ég og
þjálfarinn minn ákváðum að
ég hefði ekki tíma til að taka
þátt vegna undirbúnings fyrir
bikarmótið. Stefnan er að taka
þátt þegar ég hef meiri tíma.
Þessa stundina er ég í niður-
skurði. Ég er að reyna að taka
utan af mér sem mesta fitu
af því að ég er á mörkunum í
þyngdarflokknum. Svo fer ég
að hlaða á mig kjöti og mun
fyrir vikið líklega líta út fyrir
að vera sterkari en ég lít út fyr-
ir í dag. Ég ætla mér að verða
sterkasta kona Íslands og ég
ætla mér að verða heims-
meistari í kraftlyftingum. Í ár
stefni ég á að vera á listan-
um yfir topp tíu en á næsta ári
ætla ég að vinna,“ segir Hulda
ákveðin og bætir við að þrátt
fyrir val á íþrótt upplifi hún sig
sem kvenlega.
„Mér finnst ég mjög kven-
leg og ég er mjög sæt í kjól.
Hins vegar er ég ekkert svaka-
lega falleg þegar ég er komin í
kraftlyftingagallann en hann
hjálpar manni í lyftunum.
Maður fórnar kvenleikanum í
smástund en fer svo í kjól þeg-
ar æfingu lýkur.“
Ætlar sér að
verða sterkust
n Hulda Waage fór úr djassballett yfir í kraftlyftingar
Nautsterk Hulda segist ekki
upplifa sig sem sérstaklega fallega
í kraftlyftingagallanum en að hann
hjálpi í lyftunum. Myndina tók Jón
Svavarsson.
Stefnir á toppinn
Hulda er staðráðin
í að verða heims-
meistari í kraftlyft-
ingum á næsta ári.
MyNd eyþór árNASON