Dagblaðið Vísir - DV - 16.07.2012, Side 15
Martröð í Marmaris
n Kviknaði í fimm manna fjölskyldu sem var í sumarfríi í Tyrklandi
É
g hélt að ég myndi deyja,“ segir
Kirsty Barr, 35 ára, frá Blackburn
á Englandi sem lenti í hrylli-
legri lífsreynslu ásamt eigin-
manni sínum og þremur börnum fyrir
skemmstu. Kirsty fór ásamt fjölskyldu
sinni til Marmaris í Tyrklandi á dögun-
um og var ætlunin að njóta lífsins þar
í hálfan mánuð. Sumarfríið breyttist
hins vegar í martröð þegar kviknaði í
fjölskyldunni á veitingastað.
Atvikið átti sér stað þegar
fjölskyldan fór á veitingastaðinn La
Luna sem stendur við sjávarsíðuna
á Marmaris. Fjölskyldan pantaði
sér fiskrétt sem þjónninn bar fram á
veitingavagni. Til að gera upplifunina
skemmtilegri var fiskurinn eldaður
fyrir framan þau og það var þá sem allt
fór fjandans til. Þjónninn hellti áfengi
úr flösku yfir réttinn en ekki vildi betur
til en svo að eldur komst í flöskuna
sem sprakk yfir fjölskylduna. Hjónin
Kirsty og Tony brunnu mjög illa eins
og sést á meðfylgjandi myndum en
dætur þeirra þrjár sluppu betur.
„Ég og eiginkona mín vorum nán-
ast alelda,“ segir Tony. „Ég stökk fram
af svölunum á veitingastaðnum og
hljóp beint út í sjó,“ segir hann. Gest-
um veitingastaðarins tókst að slökkva
eldinn í Kirsty en sjálf segir hún að
dóttir þeirra, Jessica, 15 ára, eigi sér-
stakt hrós skilið. Jessica brást hárrétt
við þegar eldurinn barst í barnastól
yngstu dóttur þeirra. Þó svo að Jessica
hafi einnig verið skíðlogandi tókst
henni að fjarlægja litlu systur sína úr
stólnum og koma henni í öruggt skjól.
Fjölskyldan var flutt á sjúkrahús með
hraði og er nú á góðum batavegi þó
svo að brunasárin séu enn að gróa.
Erlent 15Mánudagur 16. júlí 2012
G
runur leikur á að hinn al-
ræmdi Sinaloa-fíkniefna-
hringur í Mexíkó standi
að baki afar fullkomnum
jarðgöngum sem fundust
nýlega á landamærum Bandaríkj-
anna og Mexíkó. Göng sem þessi
eru ekki ný af nálinni en aldrei
áður hafa jafn fullkomin jarð-
göng til fíkniefnasmygls fundist,
að því er fram kemur í umfjöll-
un Los Angeles Times um málið.
Göngin sem lögreglan fann liggja
frá yfirgefinni ísverksmiðju í Tiju-
ana í Mexíkó til vöruhúss í Arizona
í Bandaríkjunum og eru þau 230
metra löng.
260 milljónir
Eins og sést á meðfylgjandi
myndum er aðgangur að göngun-
um vandlega falinn. Inngangur-
inn í Tijuana er falinn undir bað-
herbergisvaski í verksmiðjunni og
eins og sést er hann afar þröng-
ur. Stigi liggur frá innganginum
nokkra metra niður í sjálf göngin
sem eru tæplega 180 sentímetra
há. Fullkominn loftræstibúnaður
er síðan í göngunum til að tryggja
að fíkniefnasmyglararnir fái nægt
súrefni.
„Mig grunar að verkfræðingar
hafi verið þessum mönnum inn-
anhandar og jafnvel tekið þátt í
framkvæmdunum,“ segir Doug
Coleman, fulltrúi hjá fíkniefna-
lögreglunni í Phoenix. Hann seg-
ir að framkvæmdir við göngin hafi
að öllum líkindum tekið eitt til tvö
ár og áætlar að kostnaður við þau
hafi numið allt að tveimur milljón-
um dala, eða 260 milljónum króna.
Tunnur fullar af sandi
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvernig
göngin voru notuð eða hversu mik-
ið af fíkniefnum fór í gegnum þau.
Lögreglan fann göngin þegar hún
lagði hald á 20 kíló af metamfetamíni
hjá karlmanni sem var stöðvaður
skammt frá borginni Yuma í Arizona.
Þannig komst lögregla á sporið og
rakti fíkniefnin í til vöruhússins. Í
vöruhúsinu fundust tunnur sem voru
fullar af sandi og mold og gaf það til
kynna að göng væru undir vöruhús-
inu. Eftir umfangsmikla leit fundust
göngin undir stórum vatnstanki sem
einungis er hægt að færa með vinnu-
vél. Þrír karlmenn hafa verið hand-
teknir í tengslum við rannsókn máls-
ins sem enn er í fullum gangi.
Mikil verkfræðikunnátta
Á undanförnum tíu árum hafa 140
göng fundist sem liggja frá Mexíkó til
Kaliforníu eða Arizona í Bandaríkj-
unum og notuð eru til smygls á fíkni-
efnum. Coleman segir að göngin
sem fundust í síðustu viku séu þau
fullkomnustu sem hann hefur séð á
ferli sínum hjá lögreglunni. „Þarna
liggur mikil verkfræðikunnátta að
baki,“ segir Coleman. Chris Feistl,
sem einnig starfar fyrir fíkniefna-
lögregluna í Phoenix, tekur undir
með Coleman en segir að líklega sé
einhver mjög fúll núna. „Magnið af
fíkniefnum sem við gerðum upptækt
er kannski ekki svo mikið. En þegar
horft er til peninganna og tímans
sem fór í að grafa þessi göng mætti
ætla að við höfum skemmt daginn
fyrir einhverjum,“ segir hann.
Fullkomin göng
til dópsmygls
„Þegar horft er til
peninganna og
tímans sem fór í að grafa
þessi göng mætti ætla
að við höfum skemmt
daginn fyrir einhverjum.
n Fullkomnustu göng til fíkniefnasmygls sem hafa fundist
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Vandlega falin Inngangurinn í göngin frá
Mexíkó voru falin undir þessum baðher-
bergisvaski. Það er ekki fyrir hvern sem er að
skríða þarna ofan í.
Hátt til lofts Meðalstór karlmaður getur
gengið uppréttur í göngunum sem eru um
230 metra löng.
Hræðileg lífsreynsla Sumarfríið breyttist í martröð þegar þau fóru á veitingastaðinn.
Eins og sést brunnu hjónin mjög illa.
Sprengjuárás
í brúðkaupi
Tuttugu og þrír létust þegar
sprengja sprakk í brúðkaupi í
Samangan-héraði í Afganistan á
sunnudag. Svo virðist sem árásin
hafi beinst að Ahmad Khan
Samangani, afgönskum þing-
manni sem talað hefur gegn
talíbönum, en dóttir hans var að
gifta sig þegar árásin var gerð.
Samkvæmt frétt breska ríkisút-
varpsins faðmaði sprengjumað-
urinn Ahmad, þar sem hann tók
á móti gestum sínum, áður en
hann sprengdi sig í loft upp. Auk
Samangani féllu tuttugu og tve-
ir aðrir gestir í brúðkaupinu.
Talíbanar gangast ekki við ábyrgð
á ódæðinu.
Þroskaheftur
fangi líflátinn
Warren Hill, fangi á dauðadeild
í Georgíuríki í Bandaríkjunum,
verður líflátinn á miðvikudag þrátt
fyrir að vera talinn þroskaheftur.
Hill var dæmdur í lífstíðarfangelsi
undir lok níunda áratugar síðustu
aldar fyrir að myrða unnustu sína.
Í fangelsinu, þar sem hann afplán-
aði dóminn, varð hann samfanga
sínum að bana og hlaut fyrir það
dauðadóm. Árið 2002 lagði Hæsti-
réttur Bandaríkjanna bann við því
að andlega vanheilir einstaklingar
fengju dauðadóm. Greindarvísi-
tala hans er 70 stig og er það mat
yfirvalda í Georgíu að þrátt fyr-
ir lága greindarvísitölu hafi Hill
verið ábyrgur gjörða sinna.
130 milljónir
fyrir tölvuleiki
Franskur tölvuleikjasafnari hefur
selt safnið sitt á eBay fyrir meira
en 1,2 milljónir Bandaríkjadala,
eða rúmlega 150 milljónir króna.
Safnið inniheldur þúsundir
tölvuleikja og er þar að finna alla
leiki sem gerðir hafa verið fyrir
Nintendo-, Sega- og NEC-tölvur.
Einnig inniheldur það fjöldann
allan af sjaldgæfum tölvuleikjum
og leikjatölvum. Sum þessara
djásna eru svo sjaldgæf að aðeins
nokkur eintök eru til af þeim í öll-
um heiminum. Safnarinn er 32
ára Frakki að nafni Andre. Andre
tekur þó sérstaklega fram að það
sem hann selji á eBay sé aðeins
hluti af safninu hans. „Ég á ennþá
þúsundir leikja sem ég setti ekki á
eBay,“ segir hann.