Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2011, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2011, Blaðsíða 24
24 | Sport Umsjón: Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is 27. júní 2011 Mánudagur Andy Murray á Wimbledon: Óttast að verða kallaður kjáni Bretinn Andy Murray komst áfram á Wimbledon-mótinu í tennis um helgina með því að leggja Króatann Ivan Ljubicic að velli í fjórum settum: 6–4, 4–6, 6–1 og 7–6. Eitt stigið vann hann alveg meistaralega með því að skjóta boltanum í gegnum klofið, aft- ur fyrir sig og fram hjá Ljubicic. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Murray sést taka þetta skemmtilega skot og vanalega hefur honum að minnsta kosti tekist að koma boltanum yfir netið hjá andstæðingnum. Murray segist þó ekki gera þetta til að skemmta áhorfendum, þetta sé aðeins neyðarúrræði nái hann ekki öðruvísi til boltans. Hann segist al- gjörlega einbeittur á að gera vel á heimavelli en Wimbledon-mótið fer auðvitað fram á Englandi. Hann ótt- ast það að honum mistakist slíkt skot því nóg er pressan á honum nú þeg- ar en hann er eini Bretinn sem á ein- hverja möguleika á því að gera nokk- urn skapaðan hlut á mótinu. „Það má kalla þetta hvað sem fólk vill, heimsku eða fíflagang. Þetta er bara eitt af þeim skotum sem maður fær ekki að reyna svo oft og sem bet- ur fer tókst þetta þarna. Ég hef reynd- ar þurft að nota þetta nokkrum sinn- um síðustu vikur. Það væri samt vont að mistakast svona skot því þá verður bara hlegið að manni. Ég er ekki að reyna að vera trúður hérna, ég ætla mér að ná eins langt og ég get,“ segir Murray. Skotinn, sem er 24 ára, gefur sjálfum sér átta af tíu í einkunn fyr- ir frammistöðuna fyrstu vikuna á Wimbledon og veit að hann þarf að gera betur ætli hann að eiga glætu í toppana þrjá, Djokovic, Federer og Nadal. tomas@dv.is Formúla 1 Valencia-kappaksturinn Nafn Lið Tími 1. Vettel Red Bull-Renault 1:40:29.571 2. Hamilton McLaren-Mercedes +5.042 3. Button McLaren-Mercedes +7.658 4. Barrichello Williams-Cosworth +20.627 5. Kubica Renault +22.122 6. Sutil Force India-Mercedes +25.168 7. Kobayashi Sauber-Ferrari +30.965 8. Buemi Toro Rosso-Ferrari +31.299 9. Alonso Ferrari +32.809 10. De la Rosa Sauber-Ferrari +42.414 Staðan í stigakeppni ökumanna Nafn Lið Stig 1. Vettel Red Bull 186 2. Button McLaren 109 3. Webber Red Bull 109 4. Lewis Hamilton McLaren 97 5. Fernando Alonso Ferrari 87 6. Felipe Massa Ferrari 42 7. Nico Rosberg Mercedes 32 8. Vitaly Petrov Renault 31 9. Nick Heidfeld Renault 30 10. Michael Schumacher Mercedes 26 11. Kamui Kobayashi Sauber 25 12. Adrian Sutil Force India 10 13. Jamie Alguseruari Toro Rosso 8 14. Sebastien Buemi Toro Rosso 8 15. Rubens Barrichello Williams 4 16. Sergio Perez Sauber 2 17. Paul Di Resta Force India 2 Staðan í stigakeppni bílasmiða Lið Stig 1. Red Bull 295 2. McLaren 206 3. Ferrari 129 4. Renault 61 5. Mercedes 58 6. Sauber 27 7. Toro Rosso 16 8. Force India 12 9. Williams 4 Bikarmeistararnir í Laugardalnum n Áttundu umferðinni í Pepsi-deild karla lýkur í kvöld, mánudagskvöld, með tveimur hörkuleikjum. Bikar- meistarar FH, sem hafa farið afleitlega af stað á tímabilinu, heimsækja Framara í Laugardalinn en strákarnir hans Þorvalds Örlygs- sonar eru enn án sigurs eftir sjö leiki. Þurfa bæði lið því heldur betur á sigri að halda. Leikurinn hefst klukkan 20.00 og er einnig í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar taka á móti Keflavík n Hinn leikurinn er viðureign Breiðabliks og Keflavíkur en bæði lið eru eflaust töluvert neðar á töflunni en þau ætluðu sér. Keflavík situr í sjöunda sæti og Íslandsmeistarar Breiðabliks eru í áttunda sætinu. Keflvíkingar hafa þó aðeins leikið sex leiki en þeir eiga inni viðureign gegn Val. Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst klukkan 19.15. Það hafa jafnan verið hörkuleikir þegar þessi lið mætast í Kópavogi og oft fullt af mörkum. Heil umferð hjá konunum n Sjöunda umferð Pepsi-deildar kvenna fer fram á þriðjudagskvöld- ið en þar er stórleikur umferðar- innar viðureign Breiðabliks og Þórs/KA. Af öðrum leikjum má nefna að topplið ÍBV tekur á móti Grindavík í Eyjum, Fylkir fer í heimsókn til KR í Vest- urbæinn, nýliðar Þróttar taka á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals og þá mætir Afturelding Stjörnunni í Mosfellsbænum. Úrslit Molar H eimsmeistarinn í Form- úlu 1, Sebastian Vettel, hóf keppnina í Valencia á sunnudaginn á ráspól, átti besta tímann í einstökum hring og kom fyrstur í mark að vanda. Þetta var sjötti sigur hans í fyrstu átta keppnum tímabilsins og hefur hann nú 77 stiga forskot á Jenson Button hjá McLaren. „Þetta er mögnuð for- ysta og ég tel að það verði ekki hægt að ná honum,“ sagði helsti Formúlu- sérfræðingur BBC, Eddie Jordan, eft- ir keppnina. Þó Vettel myndi ekki fá eitt einasta stig til viðbótar í næstu þremur keppnum væri ekki mögu- leiki að ná honum að stigum fyrr en í lok ágúst, svo mikill er munurinn. Red Bull er með langfljótasta bílinn og þegar settur er slíkur hæfileika- piltur sem Vettel er í þetta tryllitæki er ekki glæta að ná þeim því liðstjór- nin er einnig frábær og öll plön nán- ast upp á tíu. Tvennt sögulegt gerðist í keppninni í Valencia á sunnudag- inn. Vettel varð fyrsti ökuþór sög- unnar til að vinna tvær keppnir á spænskri grundu á sama árinu og þá kláruðu 24 bílar keppnina en það hefur aldrei áður gerst. Erfið keppni Þó sigur Vettels hafi virkað afskap- lega auðveldur var hann auðmýktin uppmáluð á blaðamannafundinum eftir keppnina eins og alltaf. „Þetta kannski leit ekki út fyrir að vera neitt sérstök keppni en mér fannst hún frábær. Þetta var þannig keppni að maður var að berjast við bílinn all- an tímann því beygjurnar hérna eru svo rosalegar. Svo þurfti maður allan tímann að spá í hvað Alonso myndi gera og reyna að reikna út slitið á dekkjunum,“ sagði Vettel sem hrein- lega neitar að viðurkenna hversu rosalega munar á honum og restinni í stigakeppninni. „Ég horfi ekki á þennan mun. Vissulega höfum við byrjað frábær- lega í ár en þetta er rétt að byrja. Auðvitað er sigur markmiðið en við tökum bara hverja keppni skref fyrir skref. Við þurfum líka að vera skyn- samir í framhaldinu. Ef það gerist einhvern tíma á tímabilinu að við erum ekki með hraðann og eigum ekki möguleika á að vinna verðum við að passa okkur á að enda á verð- launapalli en ekki utan stigasæta. Allt svoleiðis getur skipt máli,“ sagði Sebastian Vettel. Alonso kátur Spánverjinn skapstyggi Fernando Alonso á Ferrari náði öðru sætinu í Valencia á eftir Vettel og var hinn kát- asti með það. Hann hafði silfursætið eftir mikla baráttu við Mark Webber á Red Bull en það var þriðja þjón- ustuhléið sem fór með Webber. Þar fór Alonso á betri dekk og ekki hjálp- aði það þegar gírkassi Webbers gaf sig undir lokin. „Það var án efa gam- an fyrir áhorfendur að sjá baráttu mína við Webber. Ég var fyrir aftan hann lengi og beið eftir tækifærinu til að komast fram úr og nýtti það svo,“ sagði Alonso sem er ánægður með þróun mála hjá Ferrari. „Í byrjun tímabils vorum við 1,6 sekúndum á eftir Red Bull en núna munar kannski 0,6. Við erum bún- ir að klippa þetta niður um helming en þurfum að bæta þetta um ann- an helming ætlum við að geta keppt almennilega við Vettel og Webber. Okkur gekk samt vel í Kanada og fór- um með það til Valencia. Þessu mið- ar í rétta átt og við munum ekki hætta að vinna í okkar málum fyrr en við verðum jafnfljótir og Red Bull.“ Tómas Þór Þórðarson blaðamaður skrifar tomas@dv.is Vettel langbestur n Heimsmeistarinn Sebastian Vettel sigraði í Valencia-kappakstrinum n Hefur 77 stiga forskot n Sex sigrar og sjö ráspólar í fyrstu átta keppnunum Sex sigrar Vettel er kominn með aðra höndina á sinn annan heimsmeistaratitil. MyNd REuTERS „Þetta er mögnuð forysta og ég tel að það verði ekki hægt að ná honum. Kominn áfram Murray vann Króatann nokkuð auðveldlega. MyNd REuTERS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.