Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2011, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.06.2011, Blaðsíða 10
Iceland Express hefur verið gagnrýnt harðlega á undanförnum mánuðum vegna þjónustu flugfélagsins við far- þega. Flugvélar félagsins hafa undan- farið verið seinar í 64 prósentum til- fella og hefur komið upp matarskortur í vélunum. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, hefur sagt að þetta séu tímabundnir erfiðleikar vegna breytinga á þjónustufyrirtæki félags- ins en félagið skiptir nú við eigið fyrir- tæki á Keflavíkurflugvelli en ekki IGS, sem rekið er af eina íslenska sam- keppnisaðila fyrirtækisins hér á landi – Icelandair. Erfiðleikarnir hafa þó ein- kennt starfsemi fyrirtækisins um tals- vert lengra skeið því tilkynnt var um breytingar á þjónustufyrirtæki félags- ins í lok maí síðastliðins. Vilja skaðabætur vegna seinkana Breska ferðaskrifstofan Discover the World hefur stefnt íslenska félaginu Iceland Express fyrir íslenskum dóm- stólum vegna viðskipta sinna við fé- lagið. Breska ferðaskrifstofan vill fá skaðabætur frá Iceland Express vegna flugferðar sem íslenska félagið felldi niður. Málið var tekið til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur í vikunni. Í stefnu Discover the World gegn Ice- land Express kemur fram að ferðaskrif- stofan kaupi flug „í stórum stíl“ af Ice- land Express og að viðskipti félaganna nái allt aftur til ársins 2005. Ferðaskrif- stofan fer fram á 3.908 pund, jafnvirði um 730 þúsunda króna, í skaðabætur frá Iceland Express vegna ítrekaðra seinkana og aflýstra flugferða. Auk þess er farið fram á dráttarvexti frá því í lok desember í fyrra. Vandamál fylgdu Ferðaskrifstofu Íslands Athyglisvert er að vandamálin sem tal- að er um í stefnunni byrjuðu á sama tíma og Pálmi Haraldsson keypti Ferðaskrifstofu Íslands. „Frá upphafi ársins 2009 hafa viðskipti aðilanna hins vegar ekki gengið sem skyldi. Ber þar helst að nefna miklar og ítrek- aðar breytingar á flugáætlun stefnda, iðulega með skömmum fyrirvara, til mikilla óþæginda og í einhverjum til- vikum til tjóns fyrir stefnanda, bæði beinlínis fjárhagslega en einnig í formi skerðingar á góðri ímynd og viðskipta- vild stefnanda,“ segir í stefnunni en Pálmi keypti Ferðaskrifstofu Íslands sama ár. Ferðaskrifstofa Íslands á og rekur ferðaskrifstofurnar Úrval Útsýn, Sumarferðir og Plúsferðir. Auk þess á Iceland Express ferðaskrifstofuna Ex- press ferðir. Félagið sjálft ferðaskrifstofa Iceland Express er í raun ekki flugfélag heldur ferðaskrifstofa en það er breska flugfélagið Astraeus Airlines sem sér um flug fyrir Iceland Express. Astra- eus er að fullu í eigu sömu aðila og Ice- land Express. 9. janúar árið 2003 hófst formleg sala farmiða með Iceland Ex- press en fyrsta flug félagsins var 27. febrúar sama ár. Félagið hefur síðan þá starfað hér á landi og hafa stjórn- endur þess reynt að kynna fyrirtæk- ið sem helsta hvata fyrir samkeppni á flugmarkaði hér á landi. Talsvert fleiri fyrirtæki hafa reynt að komast inn á íslenskan markað en Iceland Express virðist vera eina fyrirtækið sem hefur náð einhverri fótfestu á honum. Hafa erlend flugfélög flest gefist upp á því að bjóða flug til Íslands. Skapa hvort öðru tekjur Líklegasta skýringin á ótrúlegum ár- angri Iceland Express við að festa sig í sessi á íslenskum flugmarkaði er tengsl félagsins við ferðaskrifstofur hér á landi. Sami eigandi – það er at- hafnamaðurinn Pálmi Haraldsson – eru á bak við félagið og flestar ferða- skrifstofur hér á landi. DV fjallaði um tengsl Iceland Express og Ferðaskrif- stofu Íslands í byrjun mars síðast- liðins. Í ársreikningi Iceland Express fyrir árið 2009 kemur fram að Ferða- skrifstofa Íslands hafi keypti vörur og þjónustu af systurfélagi sínu, Ice- land Express, fyrir nærri 620 milljónir króna á árinu 2009. Þessar fjárfesting- ar Ferðaskrifstofu Íslands í þjónustu frá systurfélagi sínu áttu stærstan þátt í því að Iceland Express fór úr millj- arði í tap yfir í 590 milljóna hagnað. Farþegar strandaglópar eða ekki látnir vita Ef marka má viðbrögð bæði Íslendinga og útlendinga við vandamálum Ice- land Express er ekki hægt annað en að draga þá ályktun að fyrirtækið sé eitt það óvinsælasta á Íslandi. Margar sög- ur óánægðra ferðalanga hafa vakið at- hygli í fjölmiðlum. Nokkrar Facebook- síður hafa verið stofnaðar þar sem fólk vill koma óánægju sinni með Iceland Express á framfæri. Síðurnar bera ýmis nöfn en þar á meðal er „Hata Iceland Express“, „Ég ferðast aldrei aftur með Iceland Express“ og „Government of Iceland – BAN Iceland Express From Flying“. Á annað hundrað manns eru meðlimir á þessum síðum. Það er þó rétt að taka fram að opinber Face- book-síða flugfélagsins hefur rúmlega 22 þúsund aðdáendur. 10 | Fréttir 27. júní 2011 Mánudagur Allt á einum stað! Bílaverkstæði | Dekkjaverkstæði | Smurstöð | Varahlutir Þú færð fría olíusíu ef þú lætur smyrja bílinn hjá okkur Komdu með bílinn til okkar og þú færð fría ástandsskoðun n Iceland Express stefnt vegna óstundvísi og lélegs skipulags n Mikil óánægja með félagið á meðal viðskiptavina n Vandræðin byrjuðu þegar Pálmi Haraldsson keypti Ferðaskrifstofu Íslands Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Hrakfarir hjá Iceland Express Ekki látinn vita af niðurfellingu Sigurjón Sigurðsson fékk ekki að vita að flugi hans hefði verið aflýst fyrr en hann fór sjálfur að athuga stöðuna á fluginu til Friedrichshafen í Þýskalandi. „Mér finnst þetta svo léleg framkoma. Að það skuli ekki nokkur maður frá þessu fyrirtæki láta okkur vita,“ sagði Sigurjón í samtali við DV. Þjónustu- fulltrúi félagsins sagði rétt að flugið hefði verið fellt niður og vegna sumarleyfa starfsmanna hefði ekki verið búið að láta vita. Engar upplýsingar að fá Svipaða sögu hefur Joshua Feibus að segja en hann átti pantað flug frá London til Keflavíkur á leið sinni til Grænlands. Stuttu fyrir flugið frá London var því frestað. Joshua sagði í samtali við DV í febrúar að hann hefði ekki fundið neinn starfsmann eða talsmann Iceland Express á staðnum sem gat gefið upplýsingar eða leiðbeint farþegunum. Gleymdu hundi Iceland Express gleymdi að setja hundinn Lubi af gerðinni Pomeranian upp í flugvél til Alicante. Hundurinn varð eftir á Keflavíkurflug- velli og voru eigendur hundsins miður sín á Spáni á meðan þeir biðu eftir honum. Nokkrum dögum síðar komst hann loksins til Alicante og þá týndist hann aftur. Iceland Express bauð endurgreiðslu á flugfar- gjaldi fyrir hundinn. Seinkun í langflestum tilfellum Iceland Express hefur að undanförnu verið seint í 64 prósentum tilfella. Pálmi á allt Athafnamaðurinn Pálmi Haraldsson á flugfélögin Astraeus og Iceland Express og Ferðaskrifstofu Íslands. Ókyrrð í kringum ferðarisa Pálma Af 823 brottförum Iceland Express í júní, júlí og ágúst í fyrra stóðst aðeins 351 þeirra áætlun. Þetta kemur fram í gögnum frá Isavia sem Fréttablaðið birti 21. júní síðastliðinn. Aðeins tæp- lega 30 prósent af komutímum véla félagsins stóðust þá áætlun. Þetta þýðir að félagið hélt áætlun í aðeins ríflega 36 prósentum tilfella, eða 592 af 1.644. Miðað er við að flugfélag hafi haldið áætlun ef seinkun á brottför eða komu véla er undir 15 mínútum. Oftast seinkun n Á réttum tíma n Á eftir áætlun 63,8% 36,2%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.