Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Blaðsíða 12
12 | Fréttir 20. júlí 2011 Miðvikudagur
„Það var mánudaginn 6. júní, ef
ég man rétt, sem framhaldssala
fór fram. Þá hafði áður farið fram
þetta venjulega ferli, byrjun upp
boðs einhvern tíma í mars eða
apríl. Þetta skiptist í þrjú stig en
húsið var að lokum selt 6. júní,“
segir fyrrverandi fjölmiðlamaður
inn og lífskúnstnerinn Atli Steinn
Guðmundsson.
Hann ákvað að hætta að borga
af lánum sínum á Íslandi í febrúar
árið 2010. Atli Steinn flutti ásamt
sambýliskonu sinni til Stavanger í
Noregi í maí sama ár með það fyrir
augum að hefja nýtt líf þar í landi.
Þau einfaldlega sáu ekki annan
kost í stöðunni. Á þeim tíma áttu
þau saman einbýlishús í Mos
fellsbæ og Atli átti einnig íbúð í
miðbæ Reykjavíkur sem honum
hafði ekki tekist að selja.
Atli, sem áður hefur talað opin
skátt um fjármál sín í fjölmiðlum,
segir að þrátt fyrir að húsið hafi
farið á 36 milljónir króna og þriðj
ungur skulda hans þar með fallið
út, þá sé staða hans nánast óbreytt.
„Ég er jafntæknilega gjaldþrota og
ég var fyrir tveimur árum.“
„Lán í óláni“
Húsið í Mosfellsbæ var, líkt og Atli
segir, selt á nauðungaruppboði í
júní síðastliðnum á 36 milljónir
króna. Á því voru einungis verð
tryggð lán sem hækkuðu þó um 15
til 20 milljónir á skömmum tíma.
„Við keyptum það á 57 milljónir
og lánin voru komin upp í akkúrat
það, svo hefur markaðsvirði á hús
inu lækkað eitthvað en ég veit ekki
hvað það var metið á þegar það
seldist. Ég þakka bara fyrir að það
hafi farið á 36 milljónir en það er
mjög hátt nauðungarsöluverð.“
Ástæðuna fyrir því segir Atli
vera að einstaklingar sem höfðu
áhuga á að kaupa húsið hafi boð
ið á móti lífeyrissjóðnum sem end
aði þó með að kaupa það „Annars
hefði það örugglega farið á tíu,
fimmtán milljónir eða eitthvað
hlægilegt eins og þessi venjulegu
nauðungarsöluverð eru þegar bara
sýslumaður og banki eða lífeyris
sjóður kemur og býður,“ segir Atli.
„Í rauninni var það lán í óláni,“
bætir hann kaldhæðnislega við.
Úr 17 milljónum í 45
Atli er ekki gjaldþrota á pappír
unum og efast reyndar um að það
komi til þess. Það taki því ekki fyrir
nokkra lánastofnun að gera hann
gjaldþrota, enda væri, að hans
sögn, ekki mikið upp úr því að
hafa.
Þrátt fyrir að húsið í Mosfellsbæ
sé farið á Atli enn íbúðina í mið
bænum sem honum tókst aldrei
að selja á sínum tíma.
„Hún fer nú örugglega að fara
í nauðungarsölu. Það er Frjálsi
fjárfestingabankinn og það er nú
merkilegt hvað það hefur tekið
langan tíma.“
Á þeirri íbúð hvílir myntkörfu
lán sem rúmlega tvöfaldaðist á
rúmu ári. „Myntkörfulán sem fer
úr 17 milljónum upp í 45 milljón
ir. Ég tek bara ekki þátt í svona vit
leysu. Lánið hækkaði um 66 þús
und krónur á dag í sextán mánuði,
eða eitthvað álíka. Þetta er rugl
bara,“ segir Atli. Þegar staðan var
orðin þannig kom ekki annað til
greina hjá honum og sambýlis
konu hans en að fara af landi brott.
Sættu sig við að missa allt
Aðspurður hvernig tilfinning það
hafi verið þegar húsið fór á nauð
ungarsölu, segir Atli þau í raun
hafa verið búin að taka út mesta
áfallið á þeim tíma.
„Við vorum náttúrulega löngu
flutt til Noregs og vorum í raun
ekkert að fylgjast með þessu. Við
vorum búin að sætta okkur við
það haustið 2009 að við myndum
missa allar okkar eigur á Íslandi.
Það varð alveg ljóst með þessum
hækkunum lána. Maður var því
eiginlega löngu búinn að sætta sig
við þetta fyrirfram.“
Þegar þau raunverulega misstu
húsið á uppboði hafði það því lítil
áhrif á líf og störf þeirra í Noregi.
Þau voru búin að jafna sig tiltölu
lega vel og höfðu snúið baki við
erfiðleikunum á Íslandi.
Úrræðin komu alltof seint
Atli segir þau ekki hafa nýtt sér
úrræði á vegum umboðsmanns
skuldara enda hafi þau úrræði
komið of seint og þau hafi, stöðu
sinnar vegna, ekki haft um margt
að semja.
„Þegar við bjuggum á Íslandi
þá vorum við bæði atvinnulaus,
frúin alveg síðasta árið tæplega og
ég síðustu fimm mánuðina. Og svo
eftir að við fluttum út höfum við
verið að borga 260 þúsund krónur
íslenskar í húsaleigu í Stavanger.“
Atli bendir jafnframt á að það
sé ekki ódýrt að lifa í Noregi og því
hafi þau ekki svigrúm til að borga
af skuldum á Íslandi. „Við ákváð
um að forða okkur bara og gleyma
þessu. Láta þetta bara allt flakka,“
segir Atli
„Eins og ég sagði einu sinni
þegar ég skrifaði opið bréf til um
boðsmanns skuldara þá komu
þau úrræði eiginlega allt að einu
og hálfu ári of seint. Það var allt
komið í bál og brand hjá rosalega
mörgum þegar embætti umboðs
manns skuldara varð til og þessi
úrræði fóru að koma að einhverju
ráði.“
Bæði í yfirmannsstöðum
Atli og sambýliskona hans voru
bæði komin með vinnu og hús
næði þegar þau fluttu til Nor
egs. Þau fengu vinnu á háskóla
sjúkrahúsinu í Stavangri og starfa
þar innan þess sviðs sem sér
um allt nema það sem snýr að
„Ég er jafntækni-
lega gjaldþrota og
ég var fyrir tveimur árum.
n Atli Steinn hætti að borga af lánunum sínum í febrúar 2010
n Hús hans var selt á nauðungaruppboði 6. júní síðastliðinn
n Lánið hækkaði um 66 þúsund krónur á dag í 16 mánuði
n Flutti með sambýliskonu sinni til Noregs og hóf nýtt líf
„Tek ekki
þátt í svona
vitleysu“
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@dv.is
Viðtal
Það sem af er ári hafa 227 íbúðir og
húseignir verið seldar nauðungarsölu
hjá embætti sýslumannsins í Keflavík.
Þetta er allt að fimmfalt fleiri nauð-
ungarsölur en að jafnaði hjá embætt-
inu undanfarin 15 ár. Fyrst og fremst
eru það bankar og Íbúðalánasjóður
sem ganga að skuldurum og krefjast
nauðungarsölu að sögn sýslumanns-
ins í Keflavík, Þórólfs Halldórssonar.
Hvergi á landinu virðist kreppan
hafa orðið jafn djúp og á Suðurnesj-
um. Til samanburðar má geta þess
að á sama tíma voru 205 fasteign-
ir seldar nauðungarsölu hjá sýslu-
manninum í Reykjavík. Þar eru um
íbúar sexfalt fleiri en í umdæmi sýslu-
mannsins í Keflavík. Ef ástandið væri
viðlíka slæmt í Reykjavík og í Reykja-
nesbæ og nágrenni
væri samkvæmt þessu hlutfalli búið
að selja um 1.400 íbúðir á uppboði í
höfuðborginni. Þess má geta að hjá
sýslumannsembættinu í Reykjavík
voru aðeins seldar 83 fasteignir árið
2005 og nokkru fleiri ári síðar. Það er
innan við þriðjungur þess sem vænta
má að uppi verði á teningnum á Suð-
urnesjum í árslok.
Bitnar á einstaklingum og
fjölskyldum
Umdæmi sýslumannsins í Keflavík
nær yfir Grindavík, Reykjanesbæ,
Voga, Sandgerði og sveitarfélag-
ið Garð. Samkvæmt upplýsingum
embættisins hefur verið óskað eftir
nauðungarsölu á 103 íbúðum dag-
ana 4. til 8. október næstkomandi.
Árið 2008, hrunárið, voru 115
íbúðir seldar nauðungarsölu hjá
sýslumanninum í Keflavík. Þær
voru nokkru færri í fyrra, eða 94.
Haldi fram sem horfir má búast við
að vel á fjórða hund-
rað íbúðir verði seldar nauðungar-
sölu á Suðurnesjum á öllu árinu.
„Þetta er met sem er ömurlegt
upp á að horfa,“ segir Þórólfur. Að
hans sögn eru það fyrst og fremst
bankarnir sem krefjast nauðungar-
sölu vegna vanskilaskulda sem og
Íbúðalánasjóður. „Lítið hefur ver-
ið boðið upp af atvinnuhúsnæði í
ár og í fyrra. Ólíkt því sem er uppi
á teningnum til dæmis hjá embætt-
inu á Suðurlandi er hér lítið boðið
upp af sumarbústöðum. Það eru
því einkum einstaklingar og fjöl-
skyldur sem fara undir hamarinn
nú.“
Tífalt fleiri nauðungarsölur
Þórólfur segir að á bak við tölurnar
sé nöturlegur veruleiki sem nauð-
synlegt sé að skoða frá mörgum
hliðum. „Það má til dæmis bera
þetta saman við nauðungarsölur í
Reykjavík. Fyrstu 8 mánuði ársins
voru nauðungarsölur á fasteignum
1,56 fyrir hverja 1.000 íbúa Reykja-
víkur. Sambærileg tala hér á Suð-
urnesjum er 10,4 fyrir hverja 1.000
íbúa. Þetta merkir einfaldlega að
nauðungarsölur voru um það bil tí-
falt fleiri fyrstu átta mánuðina hér
á Suðurnesjum en í höfuðborginni.
Svona er þetta nú þrátt fyrir allar
skjaldborgir.“
Þórólfur vekur athygli á að vax-
andi fjöldi uppboða á íbúðum end-
urspegli atvinnuástandið. „Þetta
er auðvitað lýsandi fyrir atvinnu-
ástandið. Þar er einnig að ýmsu að
hyggja. Ég hef ekki tölur um brott-
flutta héðan en það kæmi mér
ekki á óvart þótt þeir séu margir og
það verður til þess að atvinnuleysi
mælist minna hér á Suðurnesjum
en ella væri,“ segir Þórólfur.
Mesta atvinnuleysið á landinu
Á Suðurnesjum eru jafn margir at-
vinnulausir og samanlagt á öllu
2 FRÉTTIR 15. september 2010 MIÐV
IKUDAGUR
Ágúst
2009
Ágúst
2010
ATVINNULEYSI MEST
Á SUÐURNESJUM
Höfuðborgarsvæðið Suðurnes Vesturland Vestfirðir
Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Suðurland
9,0%
8,3%
11,4%
11%
4,1%
3,7%
1,3%
3%
1,8%
2,4%
6%
5,4%
2%
3,1%
5,1%
4,9%
HEIMILD: VINNUMÁLASTOFNUN
FIMM SINNUM FLEIRI MISSA
HÚSIN SÍN Á SUÐURNESJUM
Nauðungarsölur á íbúðum á Suðurnesjum
eru fimm sinnum fleiri en í meðalári og
tíu sinnum fleiri en í Reykjavík miðað við
höfðatölu. Aðallega eru boðnar upp hús-
eignir einstaklinga og fjölskyldna, segir
sýslumaðurinn, en gera má ráð fyrir að á
annað þúsund íbúar í greiðsluþroti missi
húsnæði sitt í nauðungarsölu að kröfu
banka, sparisjóða og Íbúðalánasjóðs.
Á Suðurnesjum eru jafn margir
atvinnulausir og sam-
anlagt á öllu Suðurlandi
og Norðausturlandi, eða
nær 1.400 manns.
JÓHANN HAUKSSON
blaðamaður skrifar: johannh@dv.is
NAUÐUNGARSÖLUR
Á SUÐURNESJUM SÍÐUSTU 10 ÁR
2001: 37
2002: 46
2003: 49 2004: 52
2005: 33 2006: 10 2007: 28
2008: 115*
Þetta ár
fór fjöldi
byggingar-
verktaka undir
hamarinn.
1.000 manns í nauð Horfur eru á að yfir 300 íbúðir lendi undir hamrinum hjá
sýslumanni. Þar af leiðandi geta meira en 1.000 íbúar verið í miklum vanda.
Sýslumaðurinn „Svona er þetta
nú þrátt fyrir allar skjaldborgir,“ segir
Þórólfur Halldórsson.
HEIMILD: SÝSLUMAÐURINN Í KEFLAVÍK
MIÐVIKUDAGUR 15. september 2010
FRÉTTIR 3
2009: 94
2010: 340*
Áætlun miðað
við óbreytt
ástand.
Reykjanesbær Erfið verkefni bíða Árna
Sigfússonar bæjarstjóra. Stór uppbygg-
ingaráform hafa tafist, hallarekstur
bæjarins nálgast milljarð og vanskil á
lánum eru tvöföld sú upphæð. Grípi
bæjarfélagið til róttæks niðurskurðar
gæti ástandið versnað enn.
Suðurlandi og Norðausturlandi,
eða nær 1.400 manns. Á landinu
öllu voru rétt um 14 þúsund manns
atvinnulausir þann 10. september
síðastliðinn. Því lætur nærri að 10
prósent allra atvinnulausra í land-
inu búi á Suðurnesjum þótt þeir
séu aðeins 6 til 7 prósent lands-
manna. Þá eru ótaldir þeir sem flutt
hafa frá Suðurnesjum á undan-
förnum misserum í atvinnuleit eft-
ir hremmingar bankakreppunnar.
Hvergi annars staðar en á Suður-
nesjum nær atvinnuleysið tveggja
stafa tölu og hefur ekkert dreg-
ið úr því frá því síðastliðið sumar
samkvæmt gögnum Vinnumála-
stofnunar. Atvinnuleysið þar hefur
mælst 11 til 12 prósent samanborið
við 3 til 6 prósenta atvinnuleysi víð-
ast hvar annars staðar utan höfuð-
borgarsvæðisins.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fjárfest-
ir og fyrrverandi stjórnandi Baugs,
segir að Fjárfestingafélagið Gaumur
borgi af þeim tæplega 400 milljóna
króna skuldum sem hvíla á rúmlega
400 fermetra einbýlishúsi félagsins
í Svalbarðsstrandarhreppi. Fjárfest-
irinn hafði áður sagt í samtali við
DV að greitt væri af skuldunum sem
hvíla á húsinu á meðan kyrrstöðu-
samningur Gaums og Arion banka
væri í gildi. Ekki lá hins vegar ljóst
fyrir hver það væri sem greiddi af
skuldunum. Faðir Jóns Ásgeirs, Jó-
hannes, hefur afnot af húsinu og er
skráður þar til heimilis.
Gaumur er tæknilega gjaldþrota
eignarhaldsfélag sem skilur eftir sig
skuldir upp á að minnsta kosti sex
milljarða króna, samkvæmt yfirlýs-
ingu sem Kristín Jóhannesdóttir,
stjórnarformaður Gaums, sendi frá
sér nýverið. Arion banki hefur gert
kyrrstöðusamning við Gaum vegna
skuldsetningar félagsins sem felur
það í sér að hvorki verður gengið að
eignum félagsins né verður það sett
í þrot meðan á kyrrstöðusamningn-
um stendur.
Líklegt má telja að kyrrstöðu-
samningurinn við Gaum hafi verið
hluti af samningi á milli Jóhannesar
og Arion banka sem fól í sér hvern-
ig og á hvaða forsendum hann hætti
aðkomu að eignarhaldsfélaginu
Högum, sem meðal annars á Bónus
og Hagkaup.
Landsbankinn fær sitt
Arion banki á aftur á móti ekki veð í
húsinu heldur gamli Landsbankinn
sem stýrt er af skilanefnd. Gaum-
ur heldur því áfram að borga gamla
Landsbankanum vegna þeirra skulda
sem hvíla á húsinu en á meðan hefur
Arion banki skuldbundið sig til að
ganga hvorki að Gaumi né eignum
félagsins. Meðan á kyrrstöðusamn-
ingnum stendur er því verið að nota
fjármuni Gaums, sem annars myndu
renna til Arions banka að stærstum
hluta, til að greiða Landsbankanum.
Við þetta rýrist eignasafn Gaums
sem væntanlega verður skipt á milli
kröfuhafa félagsins þegar félagið
verður gert upp innan einhverra ára.
Jóhannes greiðir fyrir
reksturinn
Á meðan á samningstímanum við
Arion banka stendur greiðir Gaumur
af húsinu en Jóhannes greiðir kostn-
að vegna reksturs og viðhalds á hús-
inu, samkvæmt því sem Jón Ásgeir
segir. Svar hans í tölvupósti við fyr-
irspurn DV um hver greiddi af þessu
húsi Gaums er eftirfarandi: „Gaum-
ur. JJ greidir rekstur og vidhald.“
Jóhannes fær því að búa áfram
í húsi Gaums þrátt fyrir kyrrstöðu-
samning Gaums og erfiðra skulda-
stöðu félagsins vegna þess að það
þjónar hagsmunum beggja þeirra
fjármálafyrirtækja sem Gaum-
ur skuldar fjármuni, Arion banka
og Landsbankanum. Arion banki
metur það sem svo að kyrrstöðu-
samningurinn komi sér betur fyr-
ir hagsmuni bankans en að ganga
að félaginu og gamli Landsbank-
inn aðhefst vitanlega ekki neitt gegn
Gaumi vegna hússins á meðan fé-
lagið stendur í skilum með afborg-
anir af þeim himinháu skuldum
sem hvíla á því.
Bankarnir tveir eru því væntan-
lega sáttir með þetta fyrirkomulag
sem og aðstandendur Gaums, þá lík-
lega sérstaklega Jóhannes Jónsson
sem fær að nota það áfram í nokkur
ár.
Jón Ásgeir Jóhannesson segir að Gaumur borgi af þeim skuldum sem hvíla á
ein-
býlishúsi félagsins í grennd við Akureyri. Skuldir Gaums eru margfalt
meiri en
eignir félagsins. Jón Ásgeir segir að Jóhannes, kenndur við Bónus, greiði rek
stur
og viðhald hússins. Á meðan Arion banki bíður á hliðarlínunni vegna k
yrrstöðu-
samnings við Gaum fær gamli Landsbankinn greitt upp í útistandandi sk
uldir sín-
ar vegna hússins.
GREIÐSLUR AF HÚSINU
RÝRA EIGNIR GAUMS
INGI F. VILHJÁLMSSON
fréttastjóri skrifar: ingi@dv.is
Tæplega 400 milljóna skuldir Skuld-
irnar sem hvíla á einbýlishúsi Gaums í
Svalbarðsstrandarhreppi nema tæpum
400 milljónum króna. Jón Ásgeir segir að
Jóhannes í Bónus greiði fyrir rekstur og
viðhald hússins. MYND BJARNI EIRÍKSSON
Kyrrstaða Jóhannes Jónsson, kenndur við Bónus, heldur áfram að hafa afnot af
húsinu í Svalbarðsstrandarhreppi þrátt fyrir erfiða skuldastöðu Gaums.
Gaumur. JJ greidir rekstur og vidhald.
14 fréttir
24. september 2010 föstudagur
Fjölda fjölskyldna bíða þau örlög að
missa húsnæði sitt á uppboði. Um þrettán hundruð fasteignir hafa verið seldar á nauðungaruppboðum það sem af er árinu. Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, þ r sem ástandið er verst, segir skelfilegt ð horfa á upp fólk missa húsin sín. Svan-borg Sigmarsdóttir, hjá umboðsmanni skuldara, hvetur fólk til að leita sér að-stoðar fyrr en síðar og segir enga b ð eftir viðtali hjá lögmönnum embættisins.
Það sem af er árinu er búið að selja
1.306 fasteignir á nauðungarupp-
boði, samkvæmt upplýsingum frá
umboðsmanni skuldara. Í þei ri
tölu er bæði íbúðarhúsnæði og at-
vinnuhúsnæði en sýslumannsemb-
ættin greina ekki þar á milli. Svo
virðist sem ekkert lát sé á nauðung-
arsölum, þrátt fyrir að ríkisstjórnin
hafi lýst því yfir að hún hafi náð utan
um skuldavanda heimilanna. Um
1.200 nauðungarsölubeiðnir hafa
verið skráðar hjá sýslumanninum í
Reykjavík á þessu ári. Ljóst má því
vera að hundruð fjölskyldna bíður
það eitt að missa húsnæði sitt.
Slæmt ástand víða
Allt frá því frestur nauðungarsölu
rann út 31. október í fyrra hefu ekk-
ert lát verið uppboðum. DV ræðir
í dag við nokkra þeirra sem eru að
missa hús sín á uppboði en sam-
anlagt hafa um 3.700 beiðnir um
nauðungarsölu verið lagðar fram
í Reykjavík í ár og í fyrra. Ekki er
víst að allar þessar beiðnir leiði til
nauðungarsölu þar sem einhverjum
hluta fólks tekst að greiða skuldir
sínar eða semja áður en til uppboðs
kemur. Þá eru í sumum tilfellum
lagðar fram fleiri en ein beiðni um
nauðungarsölu einnar fasteignar.
Tífalt fleiri uppboð á Suður-
nesjum
Ljóst má vera á þessum tölum að
margir glíma við mikinn skulda-
vanda. Nauðungarsölur í Reykjavík
eru til að mynda orðnar mun fleiri
en allt árið í fyrra. Þá greindi DV frá
því fyrir skemmstu að nauðungar-
sölur á íbúðum á Suðurnesjum eru
sex sinnum fleiri en í meðalári og tíu
sinnum fleiri en í Reykjavík, miðað
við höfðatölu. Með sama áfram-
haldi verða 340 fasteignir boðn-
ar upp á Suðurnesjum á árinu. Að
sögn Þórólfs Halldórssonar sýslu-
manns í Keflavík eru aðallega boðn-
a upp húseignir einstaklinga og
fjölskyldna en gera megi ráð fyrir
að á annað þúsund íbúar í greiðslu-
þroti missi húsnæði sitt í nauðung-
arsölu að kröfu banka, sparisjóða og
Íbúðalánasjóðs.
Eiga ekki fyrir salti í grautinn
Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfull-
trúi Framsóknarflokksins í Reykj -
esbæ, segir ástandið skelfilegt.
„Það er alveg skelfilegt þegar fólk
missir stærstu fjárfestinguna sína og
það alvarlegasta er að þetta er svip-
uð tala og í Reykjavík,“ segir hann og
bætir við að bæjaryfirvöld séu ekki
með nein úrræði og þau geti í raun
ekki beitt sér í þessu máli. Þetta sé á
milli skuldara og lánveitenda.
Íbúðalánasjóður hefur heimild
til að leyfa fólki að vera áfram í hús-
unum gegn leigu og krefst þriggja
mánaða fyrirframgreiðslu. Kristinn
Þór segir að það sé ekki raunhæft
að ætlast til að fólk geti borgað hálfa
milljón fyrirfram. „Fólk er búið að
missa húsið sitt, stendur á götunni
og á ekki fyrir salti í grautinn. Það
hefur ekki efni á að greiða fyrirfram
leigu. Fjöldi húsa í Reykjanesbæ
standa auð,“ segir Kristinn Þór.
Leigan ekki lækkað
Eitt úrræði stjórnvalda til að koma
til móts við skuldara fólst í því að
þeim sem misstu húsnæði sitt yrði
boðið að leigja það í allt að tólf
mánuði eftir gjaldþrotaskipti. Þær
upplýsingar fengust hjá Íbúðalána-
sjóði að af 800 íbúðum sjóðsins, sem
seldar hafa verið nauðungarsölu
séu aðeins 230 í útleigu, en hafa ber
í huga að í hluta þessara 800 íbúða
hefur aldrei verið búið – þar sem
sjóðurinn hefur til að mynda tekið
yfir hálfkaraðar íbúðir verktakafyrir-
tækja sem fara í þrot.
Þá fengust þær upplýsingar einn-
ig að í engu tilviki greiði þeir sem
leigi húsnæðið eftir að hafa misst
það lægri upphæð en þegar þeir áttu
húsnæðið. Greiðslubyrði fólks hefur
því ekki lækkað. Ástæða þessa sé sú
að Íbúðalánasjóður megi ekki vera í
samkeppni við aðra leigusala á opn-
um markaði. Þess vegna sé verðið
hærra.
Leitið aðstoðar fyrr en síðar
„Já, við höfum orðið vör við fjölgun
þeirra sem eru að missa húsnæðið
sitt,“ segir Svanborg Sigmarsdóttir,
sviðsstjóri kynningarmála hjá um-
boðsmanni skuldara, aðspurð hvort
embættið merki þá fjölgun nauð-
ungarsala sem orðið hafi.
Hún segir misjafnt hversu mikið
hægt sé að hjálpa fólki þegar búið
sé að krefjast nauðungaruppboðs
á eignum þeirra. Það ráðist af því
hversu langt ferlið sé komið. „Það
eru ennþá í gildi lög sem gera fólki
kleift að fá þriggja mánaða frest-
un, jafnvel þó í lokasölu sé komið.
Þau gilda til 31. október en þeir sem
óska eftir frestun þá fá frestun til 31.
janúar,“ segir Svanborg sem hvetur
Heimilin seld á uppboði
baLdur guðmundSSon
blaðamaður skrifar: baldur@dv.is
Fólk er búið að missa húsið sitt,
stendur á götunni og á
ekki fyrir salti í grautinn.
Steinar Immanúel Sörensen leitaði
til Fjölskylduhjálpar Íslands eftir
mataraðstoð fyrir sex manna fjöl-
skyldu sína í vikunni. Steinar seg-
ir að ekkert annað hafi komið til
greina þar sem heimilið var orð-
ið matarlaust og enginn pening-
ur til. „Þetta var ekki sérstaklega
skemmtilegt en ég ákvað að láta
það ekki brjóta mig niður,“ segir
hann.
Fengu súrmjólk og brauð
Fjölskyldan lifir á örorkubótum
Steinars og fæðingarorlofi konu
hans en það hrekkur skammt.
Meirihluti bótanna fer í leigu en
þau misstu íbúð sína í febrúar.
Leikskólagjöld fyrir tvö af börn-
unum eru tæpar 50 þúsund krón-
ur á mánuði. Hann segir að tek-
ið hafi verið vel á móti honum
hjá Fjölskylduhjálpinni og þakk-
ar starfsfólki fordómalausar mót-
tökur.
„Við fengum matarpoka með
mjólk, súrmjólk, brauði, rófum
og lifrarpylsu sem mun duga fram
að mánaðarmótum,“ segir hann í
samtal við DV. Steinar setti á sam-
skiptasíðuna Facebook síðast-
liðinn miðvikudag að hann hafi
þurft að brjóta odd af oflæti sínu
og leita til Fjölskylduhjálparinn-
ar. „Ástæðan fyrir því að ég setti
þessa Facebook-stöðu er sú að
kannski er einhver sem er kom-
inn í sömu stöðu ég og leitar sér
vonandi aðstoðar frekar en svipta
sig lífi.“
Ætti að banna nauðungarsölur
Um framhaldið segir Steinar að
fólk megi ekki gefast upp. Almenn-
ingur verði að standa upp og berj-
ast. Hann segir stjórnvöld ekki ætla
sér að gera nokkurn skapaðan hlut.
Auðveldlega sé hægt að breyta
ástandinu en enginn vilji sé til þess.
Stjórnvöld verði að fara í leiðrétt-
ingu á lánum einstaklinga og smá-
fyrirtækja. Hann segir að einnig ætti
að banna nauðungarsölur. „Hver er
eignaréttur mannsins sem á íbúð-
ina? Hann er skráður eigandi en
hefur samt engan rétt,“ segir hann
að lokum. gunnhildur@dv.is
Steinar Immanúel Sörensenbrautoddafoflætisínu:
LeitaðitilFjölskylduhjálparÍslands
Þáði aðstoð Bætur
hrökkvaskammt.
Nauðungarsölur eftir sýslumannsembættum frá 1. janúar til 15. september 2010.
nauðungarsölur
Akranes 47
Akureyri 49
Blönduós 3
Bolungarvík 2
Borgarnes 64
Búðardalur 0
Eskifjörður 88
Hafnarfjörður 150
Hólmavík 2
Húsavík 12
Hvolsvöllur 27
Höfn 4
Ísafjörður 18
Keflavík 224
Kópavogur 78
Patreksfjörður 11
Reykjavík 228
Sauðárkrókur 1
Selfoss 182
Seyðisfjörður 72
Siglufjörður 13
Stykkishólmur 22
Vestmannaeyjar 8
Vík 1
Landið allt 1.306
fólk til að reyna til þrautar að semja
við kröfuhafa um skuldina. „Ef það
gengur illa getur fólk leitað til um-
boðsmanns skuldara,“ segir Svan-
borg sem hvetur fólk til að leita sér
aðstoðar embættisins fyrr en síð-
ar. Ekki megi bjóða upp íbúðir hjá
fólki sem sé í greiðsluaðlögun því
í því felist að verið sé að semja um
greiðslur.
Fá viðtal samdægurs
Spurð hvort löng bið sé eftir viðtali
hjá umboðsmanni skuldara segir
Svanborg að allir eigi að geta fengið
viðtal við lögmann samdægurs. „Við
miðum við að fólk geti fengið viðtal
strax en það getur svo tekið eitthvað
lengri tíma að afgreiða mál þess sem
á í vanda,“ segir hún og bætir við að
alltaf sé einhver lögmaður á vakt
auk þess sem á heimasíðunni ums.
is sé hægt að senda inn fyrirspurn-
ir sem svarað sé hratt og örugglega.
Þess má geta að Ráðgjafastofa
um fjármál heimilanna hafði lengi
vel 7 starfsmenn en hjá umboðs-
manni skuldara vinna nú um 40
manns. „Það er verið að ráða fleiri
og ég held við verðum rúmlega 50
þegar því er lokið,“ segir Svanborg.
föstudagur 24. september 2010
fréttir 15
Ágúst 2010 2009
Höfuðborgarsv. 8,3% 9,0%
Suðurnes 11,0% 11,4%
Vesturland 3,7% 4,1%
Vestfirðir 3,0% 1,3%
Norðurland vestra 2,4% 1,8%
Norðurland eystra 5,4% 6,0%
Austurland 3,1% 2,0%
Suðurland 4,9% 5,1%
enn mikið
atvinnuleysi
Aldrei fleiri í vanda Ríflega 1.300
fasteignir hafa selst á nauðungar-
sölu það sem af er árinu.
Kristín Þórðardóttir og eiginmað-
ur hennar misstu bæði atvinnu sína
eftir efnahagshrunið. Þau eiga tvö
börn og búa enn í eigin íbúð sem er
fjármögnuð með lánum frá Íbúða-
lánasjóði. Afborganir af íbúðinni
hækkuðu mikið og með minni ráð-
stöfunartekjur gátu þau ekki borg-
að af lánum eins og áður. Nú er svo
komið að íbúðin þeirra hefur verið
sett á nauðungarsölu og verður boð-
in upp þann 27. september.
Leigugreiðslan er hærri
en afborgunin var
Kristín segist vera í algerri óvissu
um hvert líf fjölskyldunnar stefni.
„Ég veit ekkert hvað verður um okk-
ur. Ég fór í ferli til greiðsluaðlögun-
ar í nóvember fyrir ári og sótti form-
lega um úrræðið í febrúarmánuði. Ég
kom svo öllum nauðsynlegum gögn-
um í sumarbyrjun til héraðsdóms.
Ég tel samt öruggt að við missum
íbúðina. Okkur gæti mögulega boð-
ist að leigja hana aftur en eins og ég
sagði áður þá hreinlega veit ég það
ekki og óvissan er erfið.“ Kristín seg-
ist þó ekki geta borgað leigugreiðsl-
una frekar en afborgunina enda sé
hún hærri. Afborgun af húsnæðinu
reyndist tæplega 100 þúsund krónur
en leigugreiðslan mun koma til með
að vera mun hærri eða um 140 þús-
und krónur.
Reyna að halda öllum góðum
Kristín segist ekki vita hvaða kost-
ur sé bestur í stöðunni. Hún hefur
hugsað um hvort það sé þess virði
að standa í baráttunni og hvort að
gjaldþrot komi til greina. „Auðvitað
þá hef ég þá áhyggjur af því að gjald-
þrot sverti nafn mitt og hafi áhrif á
möguleika mína í framtíðinni. Hins
vegar þá er það ekkert líf að standa í
þessarri baráttu. Eins og staðan er í
dag þá fer eiginmaður minn um hver
mánaðarmót og reynir að greiða inn
á allt það sem mögulegt er. Þá þurf-
um við einfaldlega að skoða hvað við
eigum til þess að greiða og hvar er
mögulegt að semja við lögfræðinga
og innheimtufyrirtæki. Við reynum
eftir fremsta megni að halda öllum
góðum og það er þreytandi barátta
að standa í meðan skuldirnar halda
áfram að vaxa og framfærslan er lág.
Hver mánaðarmót tökum við út pen-
ing sem á að fara í mat og deilum
honum niður á vikurnar í mánuð-
inum og tryggjum þannig að það sé
alltaf til matur þó það sé ekki til pen-
ingur fyrir neinu öðru.“
Skuldar fæðiskostnað
barnanna
Kristín segir að það megi ekki álasa
fólki fyrir að vera orðið hálfdofið og
þreytt í skuldafeninu. „Um daginn
ætlaði ég að kaupa mér mat og fékk
þá synjun á kortið. Ég varð hissa á því
og hringdi í bankann. Þá kom í ljós að
yfirdráttarheimildin á reikningi mín-
um var fallin úr gildi. Ég hafði fengið
senda tilkynningu um þetta en hafði
ekki opnað bréfið. Það er síðan vegna
þess að ég er hreinlega hætt að opna
öll þessi bréf. Ég megna ekki að opna
þau öll því ég verð að hlífa mér svo ég
haldi heilsu. Þetta er mikið álag sem
hefur varað í langan tíma og veldur
heilsubresti ef fólk hlífir sér ekki með
einhverjum ráðum.“ Hún nefnir sem
dæmi að sum innheimtubréfin sem
henni berast varði börn hennar og
henni finnist það sárt. „Ég skulda
fæðiskostnað í grunnskólanum sem
börnin ganga í og fæ innheimtubréf
vegna þess. Þá er gjaldfærður kostn-
aður vegna gæslu eftir skóla á frí-
stundakort barnanna minna. Það er
ekkert eftir til að borga frístundir og
þannig eru nú ekki aðeins möguleik-
ar okkar foreldranna skertir heldur
barnanna líka.“
Ætla að standa vörð við
Dómkirkjuna
Á meðan fjölskyldan býr við fjár-
hagsörðugleika og óvissu sem hún
rekur beint til efnahagshrunsins seg-
ir Kristín að henni svíði að hlusta á
málflutning stjórnmálamanna.
„Hvers vegna heldur þessi ríkis-
stjórn að hún hafi verið kosin? Það
er hræðilegt að hlusta á þetta væl og
þá halda uppi vörnum fyrir ómögu-
leg úrræði og getuleysi til þess að
koma almenningi til aðstoðar. Það
er orðið alveg ljóst að við eigum að
taka skellinn. Við sem erum í þess-
ari stöðu vitum ekki hvað við eigum
til bragðs að taka. Okkur dettur þó í
hug að mæta til kirkju þegar þing á
að koma saman í byrjun október og
hreinlega varna þeim útgöngu úr
kirkjunni. Þessi ríkisstjórn hefur að
mínu mati misst allt umboð okkar og
nú þegar við hlýðum á málflutning
þeirra hvað varðar landsdóm þá má
rétt ímynda sér hvernig því fólki líður
sem mun búa við skerta möguleika
alla ævi vegna hrunsins.“
kristjana@dv.is
Íbúð Kristínar Þórðardóttur hefur verið sett á nauðungarsölu eftir langa baráttu þeirra hjóna til að halda sjó eftir efnahagshrunið:
Hætt að opna
innHeimtubréfin
Þær upplýsingar fengust hjá
Menntasviði Reykjavíkurborgar að
engu barni í grunnskólum Reykja-
víkur sé vísað frá í matarröðinni.
Það sé grundvallaratriði að allir fái
að borða í hádeginu. Séu foreldrar
í greiðsluerfiðleikum fari skuldir í
eðlilegt innheimtuferli en mikill
vilji sé hjá Reykjavíkurborg til að
semja við fólk. Boðin sé aðlögun
og að greiða samkvæmt greiðslu-
getu. Einnig eru til reglur um rétt-
indi til styrks og foreldrum í fram-
færsluerfiðleikum er bent á þann
möguleika.
Í reglum um umsókn, inn-
ritun, gjaldtöku og innheimtu á
skólamáltíðum Reykjavíkurborg-
ar kemur meðal annars fram að
hafi reikningur ekki verið greidd-
ur innan 50 daga sé krafa send í
milliinnheimtu. Eftir það er ein-
ungis hægt að semja um greiðslu
við innheimtufyrirtækið. Ef ekki
hafi verið greitt innan 110 daga
fellur áskrift úr gildi. Menntasvið
Reykjavíkur áskilur sér rétt til að
segja upp mataráskrift barnsins
og auk hefðbundinna dráttarvaxta
fellur kostnaður við útsendingu
innheimtuviðvörunar og kostnað-
ur við milliinnheimtu og lögfræði-
innheimtu á greiðanda. Þetta var
samþykkt á fundi menntaráðs í
febrúar 2009.
Þóra Kemp, deildarstjóri Þjón-
ustumiðstöðvar Breiðholts, gaf
þær upplýsingar að hægt væri að
sækja um styrk vegna skólamál-
tíða til Félagsþjónustunnar. Það er
þó bundið ákveðnum skilyrðum.
Ekki geta allir sem eru komnir í
vanskil sótt um styrk. Lágtekjufólk
sem er á framfærslumörkum og
fólk sem er yfir þessum mörkum
en með annan stuðning hjá sínum
félagsráðgjafa getur fengið styrk.
Að sögn Þóru geta hins vegar all-
ir sótt um ráðgjöf og þá er horft á
tekjur og annan stuðning sem fólk
er með eða þyrfti að fá.
gunnhildur@dv.is
Mataráskrift skólamáltíða sagt upp ef foreldrar eru í vanskilum:
Foreldrar greiða fyrir mat eftir getu
Börn
Engu barni er vísað frá
í mötuneytum grunn-
skóla Reykjavíkur.
framhald á
næstu síðu
24. september 2010
15. september 2010