Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 20.07.2011, Page 25
Sport | 25Miðvikudagur 20. júlí 2011 „Flestum leikjum þurfum við að stjórna þannig að ég held að þetta henti Eiði vel. Hann er ekki að fara í lið sem verst allan tímann heldur akk­ úrat öfugt. Einn og sér getur hann samt ekkert gert en við erum búnir að fá nokkra unga leikmenn til okkar þannig að ég held að við séum með góða blöndu af leikmönnum. Við erum reiðubúnir að keppa við bestu liðin en við erum ekk­ ert að gefa út að við ætlum að vinna deildina eða neitt þann­ ig. Það er auðvitað markmið­ ið hjá AEK að vinna alla leiki en það er erfitt að berjast við Olympiakos því ekki er hægt að bera saman sjóði þeirra og okkar,“ segir Arnar. En hvenær hefst svo deild­ in? „Við eigum Evrópuleik 18. ágúst og svo á deildin að byrja tveimur vikum seinna. Reynd­ ar er mikið rugl í gangi hérna og það er held ég ekki vitað hvaða lið verða í deildinni. Það hefur verið hreinsað svolítið mikið til þar sem mikil umræða hefur verið um að lið séu að kaupa dómara og svona. Það er ver­ ið að taka hart á þessum hlut­ um og menn hafa verið að gefa út kærur. Þar af leiðandi geta lið lent í erfiðleikum. Þetta er samt ekkert sem ég er að pæla í. Ég hugsa bara um AEK,“ seg­ ir Arnar Grétarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK. É g stóröfunda hann og væri alveg til í að vera í hans sporum. Hann er bara far­ inn út í magnað ævintýri,“ segir Helgi Sigurðsson, fyrrverandi leikmaður Panathin­ aikos í Grikklandi, um komu Eiðs Smára til AEK í Aþenu. Helgi lék með gríska stórliðinu og erki­ fjendum AEK árin 1999 til 2001. Helgi segir að gríska deildin sé mun stærri en flestir gera sér grein fyrir og AEK sé mun stærri klúbbur en West Ham United sem Eiði Smára stóð einnig til boða. Þó að Helgi hafi ekki verið með stærstu nöfnum evrópskrar knattspyrnu eftir tíma sinn í Nor­ egi fékk hann höfðinglegar mót­ tökur þegar hann var kynntur sem leikmaður Panathinaikos. „Það var troðinn flugvöllur og algjör klikkun. Það þurfti að berja mannfjöldann frá,“ segir Helgi sem segir það hafa verið ansi sérstaka upplifun að mæta í útileiki. „Við fórum á völlinn í hálfgerðum fangelsisrútum. Það voru rimlar fyrir gluggum þar sem stuðningsmenn annarra liða grýttu rútuna á leið á völlinn. Þetta er mikið ævintýri og frá­ bært fyrir hann að upplifa.“ Helgi, sem lék meðal ann­ ars í Noregi, Þýskalandi og Dan­ mörku sem atvinnumaður, er ekki í nokkrum vafa um að árin í Grikklandi hafi verið þau eftir­ minnilegustu. „Ég og mín fjölskylda tölum um þetta sem bestu árin á ferl­ inum. Þetta er allt annað og ég skil hann mjög vel að hafa valið þetta frekar en fyrstu deildina á Englandi. Það er engin spurn­ ing í mínum augum. Íslending­ ar kannski skynja ekki gríska boltann því hann er ekki alltaf í sjónvarpinu en AEK er langt um stærri klúbbur en West Ham.“ Stuðningsmenn grískra liða hafa haft það orð á sér fyrir að vera óstýrilátir. Þeir eru fljót­ ir að snúast gegn mönnum ef þeir standa sig ekki á vellinum. „Annaðhvort ertu hetja eða al­ gjör skúrkur. Ef honum gengur vel, eins og maður vonast eftir, þá verður hann í guðatölu. En svo getur það snúist í hina áttina. Hann á ekkert að hugsa um það. Hann á bara að standa sig og fara í guðatöluna.“ Athygli vekur að samkvæmt grískum fjölmiðlum fær Eiður Smári 216 milljónir króna í laun fyrir tveggja ára samning. Að­ spurður hvort leikmenn borgi ekki skatta í Grikklandi segir Helgi: „Nei, það var ekki þann­ ig þegar ég var þarna allavega. Þeir eru borgaðir en líklega bara borgaðir af liðunum. Þeir þurfa væntanlega að borga skatta eins og aðrir.“ Helgi segir að upp úr standi að Eiður sé að fara út í magnað ævintýri og hann muni eflaust standa sig vel hjá AEK. „Ég hef ekki nokkra trú á öðru en að hann standi sig og fótboltinn þarna hentar honum vel. Grikkirn­ ir elska stór nöfn og Eið­ ur Smár er það. Hann er aðeins stærra nafn en ég þegar ég fór þangað,“ segir Helgi í léttum tóni. „Eiður er með sinn kar­ akter og sitt ís­ lenska keppn­ isskap. Hann verður kominn í guðatölu innan skamms.“ einar@dv.is „Annaðhvort ertu hetja eða algjör skúrkur“ n Helgi Sigurðsson lék í Grikklandi og veit út í hvað Eiður Smári er kominn Klappað og klárt Eiður Smári er orðinn leikmaður gríska liðsins AEK. Mynd KitrinoMavri ora & nEwSportS pHoto aGEncy

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.