Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Síða 13
Umræða 13Mánudagur 2. apríl 2012 Hagsmunasamtök heimilanna segja að „þríburabankarnir“ eigi að bera kostnað af almennri leiðréttingu lána Bankarnir hafa miklar áhyggjur Brynjólfur Tómasson Hvernig gengur að fjármagna samtökin? Náið þið að gera það sem þið ætlið?  Andrea: Það mætti auðvitað koma inn meira af peningum til að geta fjármagnað alla þá aðkeyptu vinnu sem við þurfum á að halda. En við fáum félagsgjöld frá félags- mönnum sem reyndar eru valkvæð og síðan fengum við af fjárlögum af almannafé 2,5 milljónir í fyrra og fáum 1,5 milljónir í ár. Sigurður Eggertsson Er eitthvað verið að gera í annuitets-lánum sem alstaðar annarstaðar í heiminum er litið á sem óboðleg lán fyrir neytendur? Litið á sem okurlán eða lán fyrir fagaðila í fjármálaviðskiptum.  Andrea: Við erum að undirbúa málsókn fyrir verðtryggð lán og okkur sýnist lagagrundvöllur þeirra ákaflega gloppóttur og hæpinn. Ég vonast til að hægt verði að þingfesta slíkt mál núna í apríl og síðan verði tryggð flýtimeðferð hjá dómstólum. Ég tel að hægt sé að ná ákveðinni samfélags- legri sátt með slíku dómsmáli. Við teljum ákaflega mikilvægt að ná fram sáttum í samfélaginu og að réttlæti fyrir heimilin nái fram að ganga með okkar tilstuðlan þar sem ljóst er að það mun ekki gerast hjá Alþingi eða ríkisstjórn. Sigurður Sigurðsson Um samráð bankanna v/ viðbragða við gengislána- dómnum sagðir þú að bankarnir hefðu ekki tekið til starfa með formlegum hætti heldur sent Samkeppniseftir- litinu beiðni um að víkka reglurnar. Er þetta rétt?  Andrea: Þetta er það sem mér hefur verið sagt af neytendahlið samráðsins. Það var fundur fyrir viku þar sem rætt var um að biðja Samkeppniseftirlitið um að víkka skilyrðin fyrir samráðinu. Ingi Vilhjálmsson Tókstu myntkörfulán á árunum fyrir hrunið?  Andrea: Nei, ég hef aldrei tekið myntkörfulán. Sjálf á ég ekkert erfitt með að tala um mín fjármál. Ég tók verðtryggt lán upp á 8 milljónir árið 2003 og hef aldrei tekið annað íbúðalán. Ég hef einu sinni tekið bílalán upp á ca. milljón, það var árið 1998 eða 1999 og ekki gengistryggt. Ísleifur Gíslason Hafið þið ekkert spáð í hugmyndir Guðbjörns Jónssonar um ólögmæti útreiknings á höfuðstóli verðtryggðra lána?  Andrea: Jú, við höfum nokkuð spáð í þær hugmyndir og við létum lögfræðing sem starfar fyrir okkur fara yfir gögn frá Guðbirni og út úr þeirri vinnu kom kvörtun okkar til umboðsmanns Alþingis. Ingi Vilhjálmsson Bera þeir sem skuldsettu sig óhóflega, til að kaupa eitthvað sem þeir hefðu hæglega getað komist af án, einhverja ábyrgð á þeim atburðum sem áttu sér stað á Íslandi fram að hruninu 2008?  Andrea: Það hefur mikið verið komið inn á þessa umræðu eftir hrunið og ég hef ávallt varpað þeirri spurningu fram hve stór hluti almennings ætli þetta sé. Síðan ber að spyrja sig með ábyrgum hætti hvort þar beri bank- arnir ekki gríðarlega ábyrgð líka á lánveitingum sínum, því þær eru jú til þess fallnar að valda verðbólgu. Sigurður Sigurðsson: Lögbannskrafa HH á fullnustuaðgerðir Lands- bankans, hvernig standa þau mál? Setti Samkeppniseftirlitið það ekki sem skilyrði fyrir samráði að ekki yrði farið í neinar fullnustuaðgerðir?  Andrea: Það er rétt, Samkeppnis- eftirlitið setti skilyrði um að aðförum/fullnustuaðgerðum yrði frestað á meðan samráðsvett- vangurinn starfaði og þar til ljóst yrði hver staðan er, það finnst mér eðlileg krafa. Lögbannskrafan stendur þannig að hún var send inn á miðvikudag og sýslumaður beðinn um að flýta málinu og taka það fyrir núna fyrir helgina, en ekki hefur verið kallað inn til fyrirtöku í málinu. En þegar það verður gert, væntanlega eftir helgina, þá þætti mér vænt um að þeir sem sjá sér fært að mæta komi á skrifstofu sýslumanns í Skógarhlíð og verði með okkur, þetta er jú brýnt hags- munamál. Aðalsteinn Kjartansson Bankarnir eru samt að stórum hluta í eigu almennings (ríkisins) og tap þeirra verður líklega með einum eða öðrum hætti sótt í vasa viðskiptavina.  Andrea: Já, það er rétt, Lands- bankinn er í meirihlutaeigu al- mennings – en þannig er nú staðan orðin í íslensku samfélagi að það er nauðsynlegt fyrir okkur að hugsa lausnamiðað til framtíðar því skuldastaða heimila, fyrirtækja og sveitarfélaga í landinu er orðin ósjálfbær og þá verður að hugsa lausnamiðað hvernig hægt sé að leysa málin, því það verður ekki gert með „status quo“. Þór Agnarsson Er ekki eðlilegt að kostnaðurinn við leiðréttingu lána deilist á alla eins og þegar allar innistæður voru verndaðar með skattfé?  Andrea: Ég svaraði því áðan hver okkar sýn er, að fyrst og fremst eigi að láta þríburabankana bera leiðréttinguna því þannig yrði mestur lærdómur dreginn af hruninu og gjörðum bankanna. Þó verður að huga að þeirri gríðarlegu eignatilfærslu til lífeyrissjóða og innistæðueigenda í formi verðbóta því þar er jú verið að éta upp ævisparnað fólks á hinum end- anum. Það verður að rjúfa þennan vítahring verðtryggingarinnar og það eins fljótt og auðið er. Ari Guðjónsson Sérðu eftir því að hafa verið í forsvari fyrir samtök (Íslandsvini) sem stóðu fyrir mótmælagöngu þar sem þáverandi iðnaðarráðherra var hótað lífláti?  Andrea: Nei, ég sé ekki eftir því vegna þess að þar starfaði ég mjög heiðarlega og ötullega og talaði fyrir því að kalla fram lýðræðislega afstöðu þjóðarinnar til Kára- hnjúkavirkjunar. Mín nálgun á sam- félagsmál hefur verið með þeim hætti að nálgast þau lýðræðislega og ná fram skoðunum og vilja almennings. Íslandsvinir voru 6 talsins og dreifðu m.a. upp- lýsingabæklingi og töluðu fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessir 6 einstaklingar hvöttu ávallt til friðsamlegrar samstöðu með málefnalegum hætti eins og HH. Birgir Friðriksson Ef þú ættir 5–7 miljónir í reiðufé, hvernig myndir þú verja peningunum? Segjum svo að viðkomandi sé skuldlaus.  Andrea: Ég myndi líklega gefa meirihluta þeirra til góðra málefna og fátækra. Ævar Kjartansson Í yfir 20 ár hefur SÍ ekki náð verðbólg- umarkmiðum. Samt hafa bankarnir notað þau mörk við greiðslumat. Eru það ekki vísvitandi blekkingar og jafnvel brot á neytendavernd eða lögum?  Andrea: Bankarnir hafa í flestum tilfellum notast við 0% í greiðslu- áætlun og því gefið mjög villandi og blekkjandi upplýsingar til fólks. Það teljum við mjög alvarlegt og því viljum við breyta. SÍ mun líklega aldrei ná verðbólgumark- miðum sínum með því að svona stór hluti lána heimilanna er ekki tengdur stýrivöxtum með neinum hætti og á meðan Seðlabankinn stundar ekki ábyrga stýringu á peningamagni í umferð. Það skapar verðbólgu að bankar prenta peninga í formi útlána. Það skapar líka fasteignabólur sem eru mjög óhollar efnahag landsins. Ég mæli með bók Steve Keen og vefsíðu hans Debunking Economics þar sem hann rekur þetta. Ingi Vilhjálmsson Þannig að þú ert á því að þeir sem skuldsettu sig óhóflega beri einhverja ábyrgð líka eða hvað? Það getur hæglega farið saman að bankarnir sem lánuðu beri ábyrgð sem og þeir sem tóku lánin.  Andrea: Ég tel að bankarnir beri ábyrgðina að mestu leyti – en auðvitað er aldrei hægt að setja það undir heilbrigða skynsemi að skuldsetja sig upp í rjáfur og langt um efni fram. Hrafn Malmquist Er ekki mikilvægt að reyna að meta hve stór hluti heimila skuldsetti sig úr hófi fram? Ekki viljum við að hinir ráðsettu og hagsýnu blæði fyrir eyðsluseggi og gráðuga!  Andrea: Jú, ég tel það mikilvægt að greina þessar tölur og hve stór sá hópur er. Ég tel að hann sé ekki mjög stór, en hann fær of mikið pláss í þessari umræðu og hinir skynsömu blæða fyrir vikið. Við hjá HH höfum hvatt stjórnvöld til þess að greina betur þessar tölur allar og síðan líka að koma með framtíðarhagspá heimilanna, því þau eru jú grunnstoð samfélagsins og þeim þarf að hlúa að. Brynjólfur Tómasson Heldur þú að hagsmunasamtökunum muni takast að fá verðtrygginguna fellda niður?  Andrea: Já, ég tel að svo muni að lokum fara – það er bara tíma- spursmál því það mun alls ekki ganga að hafa verðtrygginguna inni í hagkerfinu eins og hún er í dag – það lamar stýritæki Seðla- bankans og skapar ósjálfbæra skuldastöðu. Eins er núna mikið misgengi launa og þessara lána og því gengur dæmið ekki upp. Ég gæti trúað því að verðtryggingin verði afnumin vegna dómsmála okkar og jafnvel líka vegna sam- stöðu fólksins – ég vona að það verði á þessu ári – ef ég tryði ekki á það þá myndi ég ekki vinna í því. Sigurður Sigurðsson Málssókn út af verðtryggðum lánum á vegum HH, hver verður aðalkrafan? Er búið að höfða mál, og ef svo er, gegn hverjum?  Andrea: Það er ekki ennþá komið í ljós hver aðalkrafan verður – það er ekki búið að höfða mál á okkar vegum og á eftir að ákveða gegn hverjum – núna er verið að skoða lögin sem að þessu snúa og velta fyrir sér hvernig best væri að leggja slíkt mál upp og einmitt hvaða kröfur eigi að gera. Eva Vilhjálmsdóttir Ef verðtryggð lán verða dæmd ólögleg, telurðu að bankarnir eigi eftir að ráða við það? Verður annað bankahrun?  Andrea: Það verður að koma í ljós hvernig farið yrði með slíkt – en líklegast yrði þá að leiðrétta og færa til í kerfinu, líka hjá lífeyris- sjóðum. Dómarar Hæstaréttar munu þó aldrei dæma þannig ef þeir gera sér grein fyrir að verið væri að horfa á kerfishrun – þannig að spurningin er hvaða tímabil eigi að miða við – hvort væri eðlilegast t.d. að miða við 2007–2008 og leiðrétta stöðuna frá þeim tíma. Mér skilst líka að í kröfurétti fyrnist vaxtakröfur á annaðhvort fjórum árum eða tíu árum og sennilega tæki dómari mið af því. Eva Vilhjálmsdóttir Heldurðu að það náist sátt í þjóðfélaginu ef skuldir heimilanna verða ekki leiðréttar? Telurðu að núverandi ríkisstjórn komi til með að lagfæra skuldir heimilanna?  Andrea: Ég held að nauðsynlegt sé að fara í aðgerðir fyrir heimilin í landinu til að ná sáttum í sam- félaginu og komast áfram í átt til uppbyggilegrar framtíðar. Ég held að núverandi ríkisstjórn sé búin að svara seinni spurningu þinni sjálf :) Pétur Jónsson Er verðtrygging ekki röng? Ef svo er, er leiðrétting þá ekki röng leið líka? Hefur verið skoðað að festa vísitölu neysluverðs við daginn í dag og hafa hana óbreytta hér eftir? Bakar það nokkuð skaðabótaskyldu?  Andrea: Við teljum verðtrygg- inguna eins og hún er framkvæmd í dag, með viðbótarlánum á höfuðstól í hverjum mánuði, vera ranga og jafnvel ósiðlega undir- málslánastarfsemi. Leiðrétting væri því ekki röng, heldur hið eina rétta í stöðunni í dag. Það hefur reyndar verið skoðað að festa VNV og var unnið í nefnd í lok árs 2008 þar sem Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, setti sig upp á móti því. Það er þó hugmynd sem einmitt gæti vel gengið upp lagalega séð. Baldvin Björgvinsson Er bara verið að fella niður skuldir sem aldrei fengjust innheimtar hvort eð er? (T.d. í 110% leiðinni.)  Andrea: Já, svo virðist vera. Það má líka deila um það hvort 110% leiðin er í raun lögmæt, því sam- kvæmt bókhaldsreglum ber jú að afskrifa undirmálslán – það mætti spyrja ríkisbókhaldið um hvort þetta teljist lögmætt. Með 110% leiðinni er einungis komið til móts við þá sem voru ofurskuldsettir – allir hinir sitja eftir með uppétinn ævisparnað sinn og enga leiðrétt- ingu. Sigurður Sigurðsson Áskorun HH til forseta Íslands, hvað gengur hún út á? Hafa komið einhver viðbrögð frá embættinu?  Andrea: Við áttum góðan fund með forseta Íslands, en höfum síðan þá sent honum beiðni um að gefa okkur formlegt svar um það hvort og þá hvernig hann muni beita sér fyrir heimilin í landinu. Við þeirri beiðni höfum við hins vegar ekki fengið svar. Við höfum velt fyrir okkur t.d. 25. gr. stjórnarskrár- innar þar sem segir að forsetinn geti látið leggja fram frumvarp til laga. En samkvæmt stjórnar- skránni hefur forsetinn augljóslega samfélagslegt hlutverk í stjórn- skipan landsins og við teljum að í brýnu hagsmunamáli sem þessu, sem er algerlega yfir flokkspólitík hafið, sé fullkomlega eðlilegt að forsetinn beiti sér. Það getur hann gert með lýðræðislegum hætti. Fundarstjóri Bankarnir sendu út greiðsluseðla vegna „myntkörfulána“ fyrir síðustu mánaðamót. Nú hafa þeir (a.m.k. LB) sent aftur út seðla, eins og enginn dómur hafi fallið. Hvað ráðleggið þið fólki að gera?  Andrea: Við erum að bíða eftir svari sýslumanns við lögbanns- beiðni okkar því við teljum alla innheimtu áður gengistryggðra lána vera ólöglega. Við hvöttum líka bankana með beinum hætti í bréfi til þeirra til þess að hætta innheimtunni eða setja hana í ákveðinn farveg um tíma á meðan óvissa ríkti og endurútreikningar færu fram og nú hafa einhverjir þeirra boðið upp á 5.000 kall á eftirstandandi milljón eins og tals- maður neytenda lagði til árið 2010 þegar óvissan ríkti. Fundarstjóri HH hafa stundum kvartað yfir því að stjórnvöld hlusti ekki á sjónarmið samtakanna. Hefur viðhorf stjórnvalda (og jafnvel banka) eitthvað breyst, eftir því sem samtökunum hefur vaxið fiskur um hrygg?  Andrea: Já, ég myndi segja að það hafi einmitt gerst – sem dæmi get ég nefnt að efnahags- og viðskiptanefnd tók tillit til okkar kröfu eftir gengislánadóminn um daginn þegar við fórum fram á að nefndarmenn og þingmenn myndu beita sér fyrir að fleiri mál sem myndu svara fleiri spurningum til að eyða óvissu fengju flýtimeð- ferð. Eins fannst okkur ákveðinn áfangasigur í ákvörðun Sam- keppniseftirlitsins því þar var tekið tillit til okkar sjónarmiða varðandi það að verja hag neytenda inn í samráðsvettvangnum. Mér finnst eins og stjórnvöld (eða hluti þing- manna skulum við frekar segja) séu farin að hlusta betur eftir því sem við höfum til málanna að leggja því þau hafa komist að því að við höfum í flestum tilfellum haft rétt fyrir okkur. Eins hef ég talað við „kerfismenn“ sem taka undir með okkur og skilja ekki hvers vegna stjórnvöld reyna ekki frekar að nýta sér kraft okkar og elju til að vinna saman og biðja um ábendingar frá okkur eins og gert er á Norðurlöndunum með svona samtök. En ég tel að sú þróun sé mögulega að eiga sér stað núna. Ég get líka upplýst það að ég hef átt samtöl við bankamenn sem segja að við höfum rétt fyrir okkur með þetta og eins hef ég heyrt að bankarnir hafa miklar áhyggjur af málsókn okkar. Nafn: Andrea Jóhanna Ólafsdóttir. Aldur: 39 ára. Starf: Formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna. Menntun: Próf í uppeldis- og menntunarfræðum frá HÍ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.