Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Side 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2012, Side 16
Sandkorn É g held, svei mér þá, að ef það er eitthvað sem við getum lært af þessu öllu þá er það að maður eigi ekki að kaupa sér eitthvað sem maður hefur ekki ráð á,“ sagði samstarfskona mín við mig um daginn þegar við stóðum við kaffi- vélina í vinnunni. Konan var að tala um þá lærdóma sem Íslendingar geta dregið af íslenska efnahagshruninu 2008. Þegar þjóðaráföll, eins og allsherj- ar bankahrun, borgarastríð, valda- rán eða aðrar hremmingar sem valda straumhvörfum, ríða yfir samfélög er hætt við því að í kjölfarið hefjist uppgjör við orsakir atburðanna þar sem ábyrgðin á því sem miður fór er takmörkuð við tiltölulega þröngan hóp manna. Þetta gerðist til dæmis í löndum eins og Þýskalandi og Ítalíu eftir seinna stríðið. Reynt er að finna helstu gerendurna í þeim atburðum sem leiddu til áfallsins og þeim er refsað, til dæmis með því að sækja einhverja þeirra saka. Eftir bankahrunið á Íslandi var það almennt viðhorf almennings að helstu gerendurnir í íslenska hruninu hefðu verið stjórnendur og eigend- ur bankanna, eigendur eignarhalds- félaga og fyrirtækja sem skuldsettu sig óhóflega fyrir útrás sinni, stjórnmála- mennirnir sem stýrðu samfélaginu og æðstu stjórnendur ríkisstofnana eins og Seðlabankans og Fjármálaeftirlits- ins. Þetta mat almennings var líklega rétt, líkt og kom fram í skýrslu rann- sóknarnefndar Alþingis, þar sem þess- ir hópar eru sagðir bera einna mesta ábyrgð á hruninu. Nú fer fram uppgjör við þessa aðila hjá embætti sérstaks saksóknara og í landsdómi. Þó fleiri hafi ekki verið sóttir til saka þýðir það samt ekki að ábyrgð þeirra sem sleppa við ákæru sé ekki fyrir hendi. Eftir því sem lengri tími líður frá hruninu, rykið eftir það sest, reiði al- mennings út í þessa helstu gerendur sefast og ákærur á hendur einhverj- um þeirra eru gefnar út, verður sýn fólks á það hvað olli hruninu sömu- leiðis skynsamlegri og heildstæð- ari. Þá er líklegt að fólk átti sig á því að ábyrgðin á því sem olli hruninu er kannski víðtækari en talið hefur verið: Að fleiri beri í reynd ábyrgð þó svo að hún sé ekki eins mikil og ábyrgð helstu gerendanna. Í kringum 1970 fór sú umræða til dæmis í gang í Þýskalandi að ábyrgðina á Þriðja ríkinu og glæpum þess væri ekki bara að finna hjá helstu leiðtogum Nasistaflokksins heldur einnig hjá undirmönnum þeirra og óbreyttum borgurum sem kusu flokkinn yfir sig í kosningum á fjórða áratugnum og veittu honum stuðning til að byggja upp nasískt samfélag. Á Íslandi er umræðan um ábyrgð hrunsins byrjuð að þokast í sambærilega átt frá þröngri ábyrgð lítils hóps banka- og stjórnmálamanna. Til að læra af slíkum samfélagslegum áföllum þarf líklega að sjá þau í réttu ljósi. Einn liður í þesari umræðu er að nefna þau fjöldamörgu dæmi um óbreytta borgara sem skuldsettu sig óhóflega, meðal annars með lánum í erlendum myntum, til að kaupa sér hluti, fasteignir og bíla, svo dæmi séu tekin, sem þeir hefði kannski getað verið án. Ofgnótt lánsfjár var í bönk- unum og var aðgangur Íslendinga að fjármagni með því mesta sem um gat í heiminum. Myntkörfulánin byggðu auðvitað á þeirri lykilforsendu að ís- lenska góðærið myndi halda áfram og að krónan myndi halda háu gengi sínu miðað við aðra gjaldmiðla. Þeir sem tóku myntkörfulán voru að taka stöðu með íslenska efnahagskerfinu og krónunni og lýsa yfir trú sinni á að uppsveiflan héldi áfram. Rúmlega 37 þúsund heimili í land- inu tóku slík erlend fasteigna- og eða bílalán hér á landi á árunum 2002 til 2008, eða um þriðjungur allra heim- ila í landinu. Nærri 8 þúsund heimili tóku slík erlend fasteignalán og er búið að afskrifa rúmlega 108 milljarða króna af þessum lánum í ljósi þess að gengistryggðu lánin hafa verið dæmd ólögleg í Hæstarétti. Rúmlega 7 pró- sent allra heimila í landinu hafa því fengið afskriftir vegna gengistryggðra fasteignalána. Afskriftir vegna gengis- tryggðra bílalána nema rúmlega 38 milljörðum. Þeir sem ekki tóku slík gengisbundin lán og þeir sem ekki eru í vanskilum með afborganir af lánum sínum, um 90 prósent þjóðar- innar, fá hins vegar engar afskriftir af sínum skuldum. Tala þeirra sem voru í vanskilum með afborganir af húsnæðislánum er rétt aðeins hærri en tala þeirra heimila sem voru með gengistryggð húsnæðislán, líklega er um að ræða sama hópinn að stóru leyti sem nú hefur fengið 108 millj- arða króna leiðréttingu á skuldum sínum. Slík skuldaleiðrétting er fáheyrð í heiminum. Samt trommar þingmað- urinn Þór Saari, sem hefur verið í far- arbroddi hins háværa, ofurskuldsetta minnihluta, fram og réttlætir morð- tilraun á lögmanni með þeim hætti að eitthvað hlyti að gefa sig á end- anum vegna þess að ekki hefði verið gert nóg til að bæta stöðu skuldara á Íslandi. Sá sem stakk lögmanninn skuldaði bara nokkra tugi þúsunda og er sennilega bara veikur á geði. Til- ræði hans hefur ekkert með hrunið og stöðu skuldara að gera líkt og Þór vildi meina. Það þjónar hagsmun- um lýðskrumara að mála skrattann á vegginn og segjast vera með lausnina. Á sama tíma, í síðustu viku, birti Hagstofa Íslands lífskjararannsókn sem sýnir að einungis tvö prósent landsmanna búa við það sem skil- greint er sem „verulegur skortur“. Skilgreiningin snýst þó ekki um að fólk eigi ekki í sig og á, eigi ekki mat, föt eða hafi ekki þak yfir höfuðið, heldur um það hvort fólk geti mætt óvæntum útgjöldum, borðað fisk- eða kjötmáltíð annan hvern dag eða farið í frí með fjölskyldunni. Skil- greiningin snýst því ekki um skort á nauðþurftum, sem samkvæmt þessu er ekki verulegt vandamál á Íslandi líkt og í flestum öðrum lönd- um heimsins. Ástandið á Íslandi er einna best í Evrópu að þessu leyti og tekjujöfnuður í landinu hefur aldrei verið meiri. Staðan er því sú að hópur illra staddra skuldara, nærri 10 prósent þjóðarinnar, hefur fengið skuldaleið- réttingu upp á 100 milljarða vegna húsnæðiskaupa, án þess að spurt sé að því í einstökum tilfellum hvort fjárfestingarnar hafi verið skynsam- legar eða óráðsía. Í þeim tilfellum þar sem einstaklingar í þessum hópi tóku heimskulegar ákvarðanir og sýndu skort á ráðdeild með því að spenna bogann of hátt sleppa þeir með skrekkinn og eru skornir úr eigin snöru. Að vissu leyti er þetta órétt- læti því meirihluti þjóðarinnar sýndi ekki af sér óráðsíu með því að veðja á íslensku efnahagsbóluna. Á sama tíma liggur fyrir að afar fáir á Íslandi búa við skort á nauðþurftum. Þessi staða er staðreynd þrátt fyrir hrunið og umræðuna um ábyrgð skuldara, sem sýndu óráðsíu, á því. Ég held að það fari því að verða kominn tími til að há- væri minnihlutinn hætti að væla um óréttlæti heimsins. Þrátt fyrir hrunið eru það ennþá forréttindi að búa hér á landi og ættu landsmenn aldrei að gleyma því í öllum atganginum. Þjóðin hvað? n Þingmenn Sjálfstæðis- flokksins eru byrjaðir að móta nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland. Skiptir þá engu að komnar eru tillögur að stjórnarskrá, eftir ferli þar sem reynt var að tryggja að þjóðin hefði sem mest bein áhrif. Fyrst var haldinn þjóð- fundur, síðan kosningar til stjórnlagaráðs og loks sömdu sérvaldir, óflokkspólitískir fulltrúar almennings stjórnarskrá eftir forskrift þjóðfundarins. Bjarni Benediktsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son, formaður Framsóknar- flokksins, hafa varað við því að þjóðin komi að gerð stjórnarskrár. Sigmundur varaði við „hættulegum tíð- aranda“. Bjarni varaði í öðru samhengi við „helsjúkri um- ræðu“ í þjóðfélaginu. Þeim þykir tryggara að þingmenn sjái stjórnarskrána. „Það eru þingmenn sem leiða þetta,“ segir Ólöf Nordal, varafor- maður flokksins. Helförin gegn Vestmannaeyjum n Helstu framámenn í Vestmanna- eyjum eru óvenjustyggir þessa dagana og sjá skratt- ann í hverju horni. Bergur Kristinsson, formaður Skip- stjóra- og stýrimannafélags- ins í Eyjum, tengdi nýja kvótafrumvarpið við aðfarir nasista að gyðingabörnum. Eyjamaðurinn Páll Guð- mundsson hjó í sama kné- runn þegar hann gagnrýndi Kastljósið fyrir að fjalla um viðskipti Hugins og Vinnslu- stöðvarinnar. Páll líkti Kast- ljósinu við áróðursmála- ráðuneyti nasista, en dró það síðan til baka. Ráðuneytisfólk í sambúð n Ástin knýr dyra í ráðu- neytum landsins, eins og víðar. Um helgina fögnuðu nánir sam- starfsmenn ráðherranna, Össurar Skarp- héðinssonar og Oddnýjar G. Harðar- dóttur, ásamt vinum. Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður Össurar, og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, upplýsingafulltrúi fjármála- ráðuneytisins, fögnuðu því að þau eru byrjuð í sambúð, en þau tóku saman þegar Rósa var starfsmaður Stein- gríms J. Sigfússonar. Við erum manneskjur – ekki vélmenni Þetta er svona Vigdís í nýjum búningi Sigríður Arnardóttir, Sirrý, var að senda frá sér nýja bók. – DV Götulistamaðurinn Jójó vill Þóru Arnórsdóttur sem næsta forseta. – DV Ábyrgð og óréttlæti Leiðari Ingi Freyr Vilhjálmsson ingi@dv.is „Þrátt fyrir hrunið eru ennþá forréttindi að búa hér á landi Svínað á gangandi E inu sinni var farið í auglýsinga- herferð, þar sem birt var mynd af manni að pissa í afmarkað horn sundlaugar, og það borið saman við sérstök reykingasvæði. Hugmyndin var að þeir sem reyktu væru að menga allt umhverfi þeirra sem reykja ekki. Reykingar voru bornar saman við að baða fólk í þvagi. Það er einn hópur á Íslandi sem er ennþá stöðugt verið að baða þvagi ann- arra. Þetta er fólk sem þarf að gleypa í sig mengun annarra daginn út og dag- inn inn, án þess að hafa val um það. Ein af höfuðástæðum offitufarald- ursins á Vesturlöndum er að fólk keyr- ir allt sem það fer. Það gerir ekki hreyf- ingu að hluta hversdagslífsins, eins og fólk í Kína eða víða í Evrópu, þar sem margir ganga, hjóla og nota almenn- ingssamgöngur. Hér á Íslandi er ótæpi- lega mikið af fólki sem fer allt á bíln- um sínum. Hér er bílaeign sú mesta í heimi, ásamt Bandaríkjunum, Mekka offitufaraldursins. Á hverjum degi þurfa gangandi veg- farendur að borga fyrir leti bílafólks- ins. Loftmengun frá bílunum skaðar öndunarfæri þeirra, bæði útblástur- inn og svo þegar malbikið tætist upp vegna nagladekkjanna. Gangandi fólk þarf að anda að sér vegryki, kolefni, járnsamböndum, koparsamböndum, köfnunarefnisoxíðum, brennisteinsox- íði og ósoni, vegna bílafólksins. Ryk- mengunin er talin hafa áhrif á lang- vinna lungnateppu, astma, hjarta- og æðasjúkdóma og lungnakrabbamein. Heilsan er ekki það eina. Gangandi borga fyrir offitu bíla- fólksins, þar sem offita er ein af helstu orsökum alvarlegra heilbrigðisvanda- mála, sem er auðvelt að koma í veg fyrir með aukinni hreyfingu. Er sanngjarnt að gangandi borgi skatta til að laga heilbrigðisvanda latra bílasjúklinga? Bílaumferð fylgir ekki bara loft- mengun, heldur óheyrileg hávaða- mengun, sem gangandi fólk þarf stöðugt að þola í umhverfi sínu. Sjón- mengunin af risastórum umferðar- mannvirkjum er ekki síður alvarleg. Þriðjungur af landsvæði Reykjavík- ur fer undir götur fyrir bíla. Fimmtán prósent af landsvæðinu fer undir bíla- stæði. Þetta gerir það að verkum að gangandi vegfarendur þurfa að fara miklu lengri vegalendir en í borg sem væri ekki hönnuð bara fyrir bílafólk. Og þegar það snjóar koma moksturstæk- in og skófla snjónum af götunni yfir á gangstéttina. Gangandi fólk þarf að þola að börn þess þurfa stöðugt að vera undir eftir- liti, vegna þess að bílafólkið gæti keyrt á þau. Það gerist reglulega að bílafólk keyri á börn eða aðra sem kjósa að nota ekki bíl. Sumt bílafólk kaupir sér stærri bíla, vegna þess að það er hrætt við að lenda í árekstri við annað bílafólk. Þeir sem ganga eru stöðugt að borga fyrir leti og sjálfselsku annarra. Letingj- arnir vilja ekki einu sinni flytja flugvöll- inn úr Vatnsmýrinni, því þá gætu þeir ekki lent í miðborginni. Fyrir vikið þarf gangandi fólk að þola hávaðamengun og loftmengun frá flugvélunum sem svífa rétt yfir byggðinni. Gangandi vegfarendur eru góðir fyrir borgina og samfélagið. Þeir taka minna pláss en fólk sem er samvax- ið bílum, menga miklu minna og það þarf minna að borga í heilbrigðiskostn- að vegna þeirra. Samt er alltaf verið að svína á þeim. Einu sinni þótti eðli- legt að reykja með börnin beltislaus í bílnum. Nú þykir það hneykslanlegt. Eitthvað er rotið í nútímasamfélag- inu. Hvað líða mörg ár þar til fólk fattar þetta? Svarthöfði Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 2. apríl 2012 Mánudagur Leiðrétting Í síðasta blaði var ranglega sagt að styrkur til Björns Bjarnasonar og fleiri, sem veittur var til að stuðla að upplýstri umræðu um ESB, hafi verið úthlutað af ESB. Alþingi úthlutaði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.