Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2013, Blaðsíða 9
Milljóna álversbónusar
en engar tekjur á Móti
Fréttir 9Miðvikudagur 3. júlí 2013
Umframvigt,
skuldsetning
og barlómur
n Útgerðin skuldsett vegna tækja- og kvótakaupa
Ú
tgerðarfélagið Þórsberg á
Tálknafirði hefur í gegn-
um árin verið grunað um
að hafa landað fram hjá
aflavog og hefur fyrirtæk-
ið sætt rannsókn hjá Fiskistofu
vegna þessa, líkt og greint var frá í
fjölmiðlum árið 2011. Grunurinn
beindist að því að slík umfram-
löndun hefði átt sér stað hjá fyrir-
tækinu allt frá árinu 2008.
Líkt og DV greindi frá í síðustu
viku er fyrirtækið mjög skuldsett
vegna erlendra lána sem félagið
tók á árunum fyrir hrun – eigin-
fjárstaðan var orðin neikvæð um
100 milljónir í árslok 2008 – og
hafa forsvarsmenn félagsins haft
sig nokkuð í frammi vegna veiði-
gjaldanna sem þeir telja sligandi.
Þórsberg á og rekur nokkra línu-
og handfærabáta og veiðir aðallega
þorsk, steinbít og keilu.
Staða Þórbergs um þessar
mundir er því sú að félagið berst
í bökkum rekstrarlega – í árslok
2011 var eiginfjárstaða þess nei-
kvæð um 850 milljónir króna -
vegna áðurnefndra lána, það sæt-
ir rannsókn hjá Fiskistofu vegna
meintrar umframlöndunar auk
þess sem stjórnendur þess kvarta
undan veiðigjaldinu eins og áður
segir. Ekki verður hins vegar séð að
slæma stöðu Þórsbergs mega rekja
til veiðigjalda heldur til ákvarð-
ana sem voru teknar fyrir hrun, á
sama tíma og talið er að fyrirtæk-
ið hafi stundað umframlöndun.
Skuldsetningu félagsins má rekja
til kaupa á kvóta og veiðitækjum.
Gagnrýnin á frumvörpin
Gagnrýni Þórsbergs á frumvörp-
in um veiðigjöld er á þá leið að
með gjaldtökunni sé komið í veg
fyrir að útgerðir geti endurnýjað
tæki sín og tól. Orðrétt sagði fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins, Guð-
jón Indriðason, við ísfirska blaðið
BB í apríl í fyrra: „Þeir sem reka fyr-
irtæki verða að geta gert raunhæfar
áætlanir og þá verða línur að vera
nokkuð skýrar. Það er engu líkara
en að þau sem sömdu frumvörpin
sem nú liggja fyrir hafi mjög tak-
markaða vitneskju um rekstur sjáv-
arútvegsfyrirtækja. Kannski væri
bara best að skipta okkur sem höf-
um rekið slík fyrirtæki alveg út og
láta sérfræðingana sýna hvernig
á að reka sjávarútveginn, þannig
að hann standi undir allri þessari
skattlagningu.“ Þá sagði Guðjón, í
viðtali við Morgunblaðið í síðustu
viku, að Þórsberg stæði ekki undir
veiðigjaldinu: „Við stöndum engan
veginn undir veiðigjöldunum, ég
veit ekki hvar á að taka þau.“ Mið-
að við stöðu félagsins má segja að
Þórsberg standi heldur ekki undir
eigin rekstri um þessar mundir.
Rannsóknin enn í gangi
Líkt og meðal annars DV greindi
frá árið 2011 ákvað Fiskistofa að
gera svokallaða bakreikningsrann-
sókn á bókhaldi Þórsbergs sem
átti að ná aftur til ársins 2008.
Slík rannsókn gengur út á að bera
skráðan og vigtaðan afla við þann
afla sem seldur er frá útgerðarfyrir-
tæki. Í fréttunum árið 2011 kom
fram að strax árið 2005 hafi Þórs-
berg verið svift vigtunarleyfi vegna
framhjálöndun og því má segja að
ávirðingar um slík löndunarbrot
hafi lengi loðað við útgerðina. Um-
framfiskurinn sem fyrirtækið kann
að hafa landað og selt framhjá vigt
ætti því að hafa leitt til aukinna
tekna fyrir útgerðina, tekna sem
ekki nauðsynlega þurfa að koma
fram í bókhaldi félagsins. Slíkt gæti
því hafa verið til rekstrarlegra hags-
bóta fyrir fyrirtækið.
Í viðtali við DV segir Eyþór
Björnsson, framkvæmdastjóri
Fiski stofu, að rannsóknin á Þórs-
bergi sé ennþá í gangi. „Málið er
enn í rannsókn. En ég vonast til
að við förum að fá niðurstöðu í
það,“ segir Eyþór og bætir því við,
aðspurður, að verið sé að rann-
saka bókhald fyrirtækisins aftur til
ársins 2008.
Guðjón Indriðason segir að
hann viti ekki hver staðan sé á
rann sókn Fiskistofu. Hann seg-
ir að spurð ur að ekkert sé til í þeim
ávirðingum Fiskistofu að fyrirtækið
hafi stundað umframlöndun. „Það
er ekki neitt til í þessu.“ Guðjón seg-
ir jafnframt að rannsókn Fiskistofu
hafi haft slæm áhrif á útgerðina en
vill ekki fara nánar út í hvernig þau
áhrif hafa birst. „Bara alla vegana
áhrif. Nei, ég vil það ekki.“ n
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
„Málið er enn
í rannsókn
Skuldsett útgerð Útgerðarfyrirtækið Þórsberg á Tálknafirði er afar skuldsett vegna lána í erlendum myntum og sætir nú rannsókn hjá
Fiskistofu út af meintri umframlöndun. Guðjón Indriðason er framkvæmdastjóri Þórsbergs.
n Century Aluminium ver miklu fjármagni í fyrirhugað álver í Helguvík n Bjartsýni út af stjórnarskiptum
bónusa út af Helguvíkurverkefn-
inu. Orðrétt segir um þetta mat í
ársreikningnum: „Bónuspotturinn
á Íslandi er ákveðinn út frá hug-
lægu mati á árangri stjórnenda við
að viðhalda þeim möguleika að
opna álver í Helguvík. Matið er al-
gjörlega matskennt og huglægt en
til útskýringar þá má nefna nokk-
ur af þeim atriðum sem liggja til
grundvallar hjá stjórninni en ekk-
ert af þessum atriðum er metið
óháð og eitt og sér.“ Þeir undir-
menn stjórnendanna fjögurra sem
unnu að því á þessum árum að
viðhalda möguleikanum á fram-
kvæmdinni hljóta að hafa fengið
sinn skerf fyrir sína vinnu.
Þögn um frekari nöfn
Í ársreikningi Century Alumini-
um eru aðrir starfsmenn en þess-
ir fjórir ekki nafngreindir. Að-
spurð um hvort æðstu stjórnendur
Fjarðaráls á Íslandi hafi fengið
slíka bónusa segir upplýsingafull-
trúi Alcoa Fjarðaráls, Sólveig Berg-
mann, að nöfn þeirra séu ekki
nefnd í ársreikningnum og að fyr-
irtækið geti ekki sagt af eða á hvort
æðstu íslensku stjórnendur Fjarð-
aráls – Ragnar Guðmundsson og
Guðlaugur Guðmundsson – hafi
fengið hlutdeild í bónuspottin-
um. „Ég get hvorki sagt af eða á
um hvort eitthvað af þessu renn-
ur til íslenskra stjórnenda (...) Ég
get ekki sagt nei við þessari spurn-
ingu um hvort þetta rennur til ís-
lenskra stjórnenda en það er ekk-
ert í ársskýrslu fyrirtækisins sem
tengir þessa tvo aðila við þennan
bónuspott.“
Sólveig segir aðspurð að nöfn
þeirra íslensku aðila sem kunna að
hafa fengið bónusa á sömu forsend-
um og æðstu stjórnendur félags-
ins verði ekki gefin upp. „Nei, það
verður ekki gert. Þetta er mjög hefð-
bundið kerfi sem þekkist í Banda-
ríkjunum en hefur ekki verið þekkt
hér á landi.“
Sólveig segir að hver ein-
asti starfsmaður sem vinnur hjá
Norður áli sé á bónustengdum laun-
um sem annað hvort getur verið
bundinn við matskenndan árang-
ur fyrirtækisins á tilteknum svið-
um eða í einhverjum tilfellum eru
bónusarnir persónubundnir. „Hver
einasti starfsmaður sem vinnur hjá
Norðuráli vinnur innan einhvers
bónuskerfis. Það eru veittir bónusar
hér í hverri einustu viku þannig að
við vitum alltaf hvar við stöndum.“
Miðað við orð Sólveigar má
ætla að áðurnefndir fjórir stjórn-
endur á Íslandi hafi fengið hæstu
bónusana út af árangrinum á Ís-
landi sem talað er um í ársreikn-
ingi fyrirtækisins. Þegar litið er til
þess að bónuspotturinn fyrir Ís-
land var fjórar milljónir dollara á
árunum 2010 til 2012 og að bónus
umræddra fjögurra starfsmanna
fyrir eitt af þessum árum var rúm-
lega 400 þúsund dollarar má ætla
að fleiri starfsmenn hafi fengið
bónusa út af árangrinum á Íslandi.
„Við getum eðlilega ekki gefið upp
kaup og kjör einstakra stjórnenda,“
segir Sólveig.
Nærri nítján milljarða króna
kostnaður
Í ársreikningi Century Aluminum
fyrir síðasta ár segir að í heildina
hafi kostnaður vegna fyrirhugaðs
álvers í Helguvík numið 146 millj-
ónum dollara, eða tæplega 19 millj-
örðum króna. „Heildarkostnað-
ur vegna álversins í Helguvík var
nærri 146 milljónir króna (...) Ef við
hefjum ekki framkvæmdir að nýju
þá gætum við þurft að taka á okk-
ur tap frá þeim tíma sem það ligg-
ur fyrir að við ætlum að hætta við
verkefnið.“
Century og Norðurál hafa því
mikilla hagsmuna að gæta að ál-
verið rísi og skili fyrirtækinu tekj-
um. Annars hefur Century lagt út
talsverðan kostnað sem fyrirtæk-
ið fær ekki til baka. Hér á síðunni
er vitnað í orð forstjóra Century
Aluminium þar sem hann útskýr-
ir að forsvarsmenn fyrirtækisins
séu bjartsýnni en ella í ljósi niður-
stöðunnar í kosningunum í vor en
hann telur að Sjálfstæðisflokkur
og Framsókn séu frekar flokkar at-
vinnulífsins og stóriðju en Samfylk-
ingin og Vinstri grænir. n
„Bónuspottur-
inn á Íslandi er
ákveðinn út frá huglægu
mati á árangri stjórn-
enda við að viðhalda
þeim möguleika að opna
álver í Helguvík.