Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2013, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2013, Qupperneq 15
Fólk getur lent í vandræðum Hörmulegur tími í þinginu Lít á mig sem sérstakan fulltrúa sjávarútvegarins Guðmundur Skúlason varar fólk við að hætta að borga af lánum. – DVRóbert Marshall segir andana á Alþingi hafa versnað í kringum landsdómsmálið. – RÚVPáll Jóhann Pálsson, þingmaður segist ekkert hafa farið leynt með það. – DV.is Framtíð 2.000 nema í óvissu 1 Býr í 675 fermetra glæsivillu í Berlín Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra í Berlín, býr í 675 fermetra húsi. Kostnað- ur við byggingu hússins var tæplega hálfur milljarður króna að núvirði, um 485 milljónir. 2 Missti dóttur sína Írski leikarinn Pierce Brosnan syrgir nú dóttur sína, sem lést á föstudaginn eft- ir þriggja ára baráttu við krabbamein. 3 Hrifsuð úr mergðinni og nauðgað Að minnsta kosti 25 konum hefur verið nauðgað á Tahrir-torgi í Kaíró í Egypta- landi á undanförnum dögum og setja slíkar árásir svartan blett á mótmælin. 4 Galið að hætta að borga af lánum Guðmundur Skúlason, talsmaður Sam- taka lánþega, um að það sé ekki skynsam- legt að hætta að greiða af lánum. 5 Fæðutegundir sem ætti að forðast Unnar matvörur, áfengi og gos er sagt vera óhollt. Mest lesið á DV.is S túdentaráðsliðar Háskóla Ís- lands hafa nú barist fyrir því í rúma viku af öllu hjarta að af- stýra ákvörðun stjórnar LÍN er varðar úthlutunarreglur sjóðsins 2013–2014. Við höfum komið okkar sjónarmiðum á framfæri og höfum eftir bestu getu bent á þá vankanta sem fyrir liggja. Það hefur reynst okkur gríðarlega dýrmætt að finna fyrir miklum og breiðum stuðningi við okkar málstað. Allt frá því að fá stuðningssímtöl á skrifstofuna að því að fá hvatningarorð á veraldarvefn- um og víðar. Allt þetta telur. Það er eining um það að það hafi verið illa að þessu staðið. Ráðherra fékk bók Á formlegum fundi með mennta- málaráðherra þann 1. júlí gáf- um við honum og föruneyti hans eintak af lítilli bók sem við létum binda inn, sem innihélt reynslusög- ur námsmanna, þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum sínum vegna þeirr- ar gríðarlegu íþyngjandi ákvörðun- ar sem stjórn LÍN tók, fyrirvaralaust. Við fórum á fundinn með þessar sögur í huga og vorum búin að ein- setja okkur það markmið að koma sjónar miðum stúdenta skilmerkilega á framfæri með málefnalegum hætti. Við höfum legið yfir öllum mögu- legum lausnum og bindum miklar vonir við að á okkur verði hlustað. Á fundinum var fulltrúum stúdenta gert það ljóst að vegna bágrar stöðu ríkissjóðs væri ekki hægt að koma til móts við kröfur stúdenta um að stað- festa ákvörðun fyrri stjórnar LÍN frá 19. apríl. Sú stjórn hafði komist að þeirri niðurstöðu að hækka ætti grunn- framfærslu um 3 prósent, frítekju- mark úr 750.000 í 900.000 kr. og að námsframvindukröfur yrðu óbreytt- ar. Í ljósi aðstæðna lögðu stúdent- ar því til að fremur yrði litið til út- hlutunarreglna 2008/2009 og það skoðað alvarlega hvort það væri möguleg sáttamiðlun við stúdenta. 100% en ekki 75% Í opinberri umræðu í liðinni viku vís- aði ráðherra til þess að fram til ársins 2010 hefði 75 prósent námsfram- vindukrafa verið almennt viðmið um kröfur sem námsmenn þyrftu að standast til þess að eiga rétt á náms- láni. Námsmenn bentu ráðherra á að þær reglur sem ný stjórn LÍN samþykkti þann 24. júní síðastliðinn væru ekki að öllu leyti sambærilegar því sem áður var og í raun strangari, að því leyti að þær fela í sér minna svigrúm til þess að færa einingar á milli námsanna. Að auki bent- um við á þann veigamikla mismun sem felst í því að í mörgum deildum Háskóla Íslands er aðeins um 10 ein- inga áfanga að velja. Þar eru nem- ar sem þreyta því annað hvort þrjá 10 eininga áfanga og eru því í fullu námi og ef þeir minnka við sig um einn áfanga klára þeir, eðli málsins samkvæmt 20 einingar, en verði út- hlutunarreglurnar að veruleika þá er staðreyndin sú að það verður ekki aðeins krafist 75 prósenta námsfram- vindu heldur í raun 100 prósenta námsframvindu í því tilviki, svo þeir einstaklingar hafi lánstökurétt. Vísað á dyr Það er gríðarlega mikilvægt að skoða vel hvað liggur að baki þeim breyting- um sem gerðar eru. Þetta er ekki ein- hver töluleikur embættismanna. Það að setja saman excel-skjal og fá með því ríkissjóð í plús er einfalt mál — en að rýna í það hverjar afleiðingar eru er annað mál. Staðreyndin er sú að með þessum breytingum þá eru um 2.000 einstakl ingar í óvissu um sína framtíð. Þeir, einhverra hluta vegna, hafa ekki verið að taka námið sitt af fullum hraða, en þurfa nú að endur- skoða sína námsframvindu. Með því að þrengja kröfurnar, þá eru einfald- lega færri sem fá námslán. Ástæða þess hvers vegna sumir hafa ekki tök á að vera í fullu námi geta verið margvíslegar, líklega eru þetta upp til hópa fjölskyldufólk, öryrkjar og einstaklingar með námsörðugleika. Hafi þeir ekki tök á að mæta auknum kröfum er í raun verið að vísa þessum hópi á dyr frá Lánasjóðnum. Og allt þetta fyrir niðurskurðarkröfu upp á ríflega 130 milljónir. Er það réttlæt- anlegt? Mótmæla misneytingu Um tveir tugir mótmælenda mættu í Héraðsdóm Reykjaness á þriðjudag, til að mótmæla því að hús Boga Jónssonar hefur verið selt á uppboði. Þessi herramaður fékk ekki að vera í dómssal. Hvorki gríman né hamarinn, sem hann geymdi í vasanum, hugnaðist dómvörðum. Mynd SigtRygguR ARiMyndin Umræða 15Miðvikudagur 3. júlí 2013 Kjallari Margrét Rut Kristinsdóttir „Staðreyndin er sú að með þess- um breytingum þá eru um 2.000 einstaklingar í óvissu um sína framtíð. „Legg til að utanríkisráðu- neytið fái sér tölvur og kaupi flug- passa fyrir sendiherra. Það sýndi sig í hruninu að þessi sendiráð voru vitagagnslaus.“ Jakobína ingunn við frétt um kostnað sem fylgir sendiráðum Íslands en hann er um 3 milljarðar á ári. „Etið eins og þið getið starfsfólk Húsdýragarðsins. Hvar heldur fólk eiginlega að það fái jólasteikina sína?“ unnar Már Sigurbjörns- son við frétt um að starfsfólk Húsdýra- og fjölskyldugarðsins borði þau sýningadýr sem er slátrað. „Þetta er nú bara allt ann- að málþóf. Stjórnarandstaðan á síðasta kjörtímabili tók sér neitunarvald í öllum málum. Hér er um það að ræða að forsetinn fái að staðfesta eða synja lögum sem um 35 þúsund manns hafa hvatt til að fari í þjóðar- atkvæðagreiðslu. Það er soldið annað og engan veginn sambærilegt.“ Margrét tryggvadóttir Þingmaðurinn fyrrverandi svarar öðrum sem skrifar athugasemd undir frétt þess efnis að ekki fáist uppgefið hvar forseti sé staddur. Sett var út á málþóf Pírata sem Margrét telur réttlætanlegt. „En þetta kaus samt 51 prósent þjóðarinnar aftur yfir okkur og nú skal byrja allt saman aftur.“ guðmundur ingólfsson við frétt um að skýrsla rannsóknarnefndar um Íbúðalánasjóð sé áfellisdómur yfir stjórnarháttum Sjálfstæðis- flokksins og Framsóknarflokksins á árunum eftir aldamótin. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni 15 41 13 13

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.