Dagblaðið Vísir - DV - 03.07.2013, Qupperneq 22
22 Menning 3. júlí 2013 Miðvikudagur
Þjóðverji rústar Hvíta húsinu
n Nýjasta mynd Roland Emmerich er sannkallaður sumarsmellur
M
aður gæti haldið að Roland
Emmerich hefði horn í síðu
forseta Bandaríkjanna. Eitt
frægasta atriði stórmyndar
innar Independence Day, sem kom
út á Þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna
árið 1996, er þegar risavaxið geim
skip sprengir Hvíta húsið í loft upp.
Áhorfendur tóku andköf – svo
raunverulegt var atriðið. Og hefndin
var sæt þegar Bill Pullmann í hlut
verki forsetans steig upp í orrustu
flugvél og tók þátt í lokaorrustunni.
Roland Emmerich átti eftir að
bæta um betur í myndinni 2012
sem kom út sama ár. Þar er Danny
Glover í hlutverki forseta Bandaríkj
anna og óvinurinn er náttúran sjálf –
heimsendir. Eftirminnilegasta atriði
þeirrar myndar hlýtur að vera þegar
forsetinn, á lóð Hvíta hússins, starir á
risavaxna flóðöldu sem gleypir bæði
Hvíta húsið og forsetann með.
Í nýjustu mynd Roland Emmer
ich, White House Down, heldur hann
áfram að næra eyðileggingarþörf
sína og aftur er það Hvíta húsið sem
verður fyrir barðinu á tæknibrellu
meisturum þessa óða Þjóðverja.
Myndin er sannkallaður sum
arsmellur. Ekta hasarmynd af gamla
skólanum. Það mætti lýsa henni sem
óði til gömlu Die Hard myndanna.
Channing Tatum er réttur maður á
röngum stað – fyrrverandi hermað
ur og öryggisvörður sem villist inn
í Hvíta húsið á sama degi og það er
hertekið af hryðjuverkamönnum.
Svo virðist sem allt ætli að ganga upp
hjá illmennum myndarinnar fyrir
utan eitt smáatriði – þeir gleymdu
að reikna með amer ísku hetjunni
sem gerir allt til að stöðva fólskuverk
þeirra.
Myndin er hin fullkomna blanda
af húmor og hasar. Roland Emmerich
er óhræddur við að vitna í eigin höf
undarverk – eins og Independence
Day. Forsetinn, sem Jamie Foxx leik
ur, les bækur um Nelson Mandela,
bryður nikótíntyggjó og gengur um
í Jordan Air skóm.
Myndin er svo full af þjóðernis
kennd að stundum veit maður ekki
hvort um alvöru eða grín sé að ræða.
Það er rannsóknarefni hvernig leik
stjóri, sem tilheyrir þjóð þar sem
þjóðerniskennd er bönnuð með lög
um, framleiðir bandarískar þjóð
rembumyndir á færibandi – myndir
sem snúast svo til allar um að drepa
forseta Bandaríkjanna og eyðileggja
Hvíta húsið.
White House Down er hvalreki
fyrir unnendur alvöru hasarmynda.
Channing Tatum er hinn nýi Bruce
Willis. Myndin á þó sín aulahrolls
augnablik og sérstaklega verður
hand ritið ansi þunnt á lokametrun
um. En flottu augnablikin eru mun
fleiri og myndin tekur sig aldrei of
hátíð lega.
Roland Emmerich kann að búa til
góðar hasarmyndir og þessi mynd er
ein af hans allra bestu. n
Til hamingju með fallið
n Bestu tónleikar Nick Cave hér á landi n Áhorfendur í rokkham
N
ick Cave hverfur skyndilega
af sviðinu. Settið byrjaði ró
lega með opnunarlagi nýju
plötunnar, „We No Who U
R,“ en strax í öðru lagi, Jubilee
Street, fer allt á flug. „Look at me, I
am flying,“ segir Cave endurtekið. Og
svo er hann horfinn. Er hann með
fallhlera í gólfinu eins og í leikhús
um, eða hefur hann bókstaflega stig
ið upp til himna? Og hvers vegna er
þá bandið, sem heldur ótrautt áfram,
svona áhyggjufullt að sjá? Og hvers
vegna stökk rótarinn skyndilega nið
ur í gryfjuna?
„Hvað er að gerast?“ spyr mann
eskja við hliðina á mér áhyggjufull.
Cave er enn hvergi að sjá. Vorum við
hér að verða vitni að endalokunum,
líklega merkilegasta sviðsdauða síðan
Moliere hóstaði sig í hel þegar hann
lék í Hýpókondraranum? Nick Cave
er sá síðasti af hinum stóru. Hann má
ekki yfirgefa okkur strax. Og alls ekki
í Keflavík.
Virkilega slæm hugmynd
Cave gengur rólega aftur inn á sviðið
frá allt öðrum stað en hann sást síðast
á og klárar lagið. Það er fyrst þegar það
er búið og hann ávarpar áhorfendur
að endanlega verður ljóst að ekki var
allt með feldu. „Þeir byggðu þetta fyrir
mig, en þetta er virkilega slæm fokk
ing hugmynd,“ segir hann og bend
ir á rampinn sem leiðir frá sviðinu og
beint að áhorfendum.
„Er ekki hægt að fá handrið?“ bæt
ir hann við og leikur í augnablik mann
sem er talsvert eldri en hans eigin 55
ár. Síðan byrjar hann á næsta lagi,
From Her to Eternity og virðist ekki
degi eldri en þegar hann flutti það þrí
tugur í Wim Wenders myndinni „Der
Himmel Über Berlin.“ Fyrsta plata
Bad Seeds var hrá, nánast of hrá, en
hér virkar titillagið sem alger „show
stopper.“
Ástaróður til Jens
Öfugt við marga verður Nick Cave
minna upptekinn af dauðanum með
árunum en verður því kynferðislegri,
og hefur jafnvel samið lög um að kon
ur girnist hann ekki lengur (svo sem
No Pussy Blues). Ekki er þó að sjá
að það eigi við hér. Né heldur á það
einungis við um konur. Á milli laga fer
Cave að hrósa einhverjum í fremstu
röð fyrir útlit sitt og segir: „Þú ert með
afar, hvernig á maður að orða það
...“ Maður býst við einhverri ljóða
perlunni frá manninum sem samdi
„Into My Arms“ en fáum í staðinn „þú
ert með ljóst hár.“ „Hvað heitirðu?“
bætir hann við, og fær svarið: „Jens.“
Þær hendur sem berjast um að koma
við hann eru jafn oft karlkyns og kven
kyns. Nick Cave er sá maður sem allar
konur vilja vera og allir karlmenn þrá
að fá.
Hafmeyjar í sjóarabæ
„Þetta lag fjallar um haf
meyjar, og er afar viðeig
andi hér í þessum sjó
arabæ,“ segir hann og
spilar Mermaids af nýju
plötunni. Platan hljóm
ar stundum viljandi
vond, ekki síst í þessu
lagi og hann spilar ríf
lega helminginn af nýju
plötunni. Eina undan
tekningin eru píanó
lögin tvö People Ain‘t
No Good og God is in
the House.
Í viðtali við Óla
Palla segir hann að
það sé ekki alltaf sem
píanó lög virki á „festi
völum“, og virðast
þau ekki gera það
hér. Þetta komst rækilega til skila 2002
en hér erum við í rokkham. Og það er
langt síðan Cave hefur rokkað svo feitt.
Hann heldur áfram með Mercy Seat
og morðballaðan Stagger Lee er líkleg
ast hápunkturinn hér eins og það var
seinna kvöldið á Hótel Íslandi. Stemn
ingin róast aftur með titillagi nýju
plötunnar sem öðlast nýtt líf, en lík
lega er það þó fyrst og fremst Jubilee
Street sem hér hefur stimplað sig inn
í íslenska tónlistarsögu.
Heimskir snjallsímar
Við tekur langt uppklapp, sem virð
ist ekki ætla að skila árangri, en
að lokum stíga
menn aftur á
svið. „Mér er illt í
rassinum. Helvítis
steinsteypa,“ seg
ir Cave og hendir í
„Red Right Hand.“
Hafsjór af snjall
símum birtast yfir höfðum manna
svo erfitt getur verið að sjá í gegn.
„He‘ll bring you a stupid iPhone,“
skýtur Cave inn í þegar hann telur
upp það sem djöfull lagsins freistar
með, og bregður þar út af textanum.
Þegar tónleikarnir klárast taka
fræðimenn að bera saman bækur
„... enginn
gengur
ófrelsaður út af
Nick Cave tón-
leikum
Nick Cave æsir lýðinn Rokkgoðið í ham
Alveg í
leðjunni
Botnleðja er ein af þeim íslensku
rokkhljómsveitum sem mun
ávallt eiga stað í hjarta íslensku
þjóðarinnar. Þetta eru alþýðu
drengir úr Hafnarfirðinum sem
sömdu tónlist fyrir uppáhalds
fótboltaliðið sitt, börðust fyrir
réttindum leikskólakennara og
sögðu æv
intýraköll
unum með
djúpu vas
ana að éta
það sem úti
frýs.
Strák
arnir stigu á
stokk í Aust
urbæ til að
fagna útgáfu
fyrstu safn
plötu þeirra:
Þegar öllu er á botninn hvolft.
Það var vel mætt, ungir jafnt sem
aldnir létu sjá sig og nostalgíu
andinn sveif yfir vötnum.
Sigurvegarar Músíktilrauna
2013, Vök, hituðu upp. Vök spilar
lágstemmda raftónlist og notast
við gítara, söng og saxófón.
Botnleðja tók svo við og þá var
heldur betur rokkað hart. Þeir
flökkuðu í gegnum sígild og ný
lög. Á milli laga var stoppað til
að spjalla um lífið og tilveruna.
Hreiðar söngvari og gítarleik
ari Botnleðju sagði að hann væri
ekki lengur unglingur og gæti
ekki þanið raddböndin út í eitt og
því væru pásurnar nauðsynlegar.
Drengirnir voru afar þéttir og
spiluðu nánast hnökralaust. Eitt
það yndislegasta í þessum heimi
er þegar góðir vinir vinna saman
að list sinni og það var mjög
ánægjulegt að sjá samspil gam
alla vina og þaulreyndra tónlist
armanna njóta sín á sviðinu.
Þegar drengirnir voru klapp
aðir upp, spiluðu þeir skemmti
lega pönkaða ábreiðu af Reykja
víkurnóttum eftir Megas
Bak radd irnar sungu engir aðrir
en Andri Freyr Viðarsson, út
varpsmaður og kynnir kvöldsins
og Helgi Seljan, sjónvarpsmað
ur. Botnleðja steig svo á stokk
kvöldið eftir í Keflavík og rokkaði
lýðinn eftir elliglapapönkið frá
Mark E. Smith.
Tónleikar
Þórður Ingi Jónsson
thordur@dv.is
Botnleðja
Útgáfutónleikar safnplötunnar Þegar öllu er
á botninn hvolft í Austurbæ.
Tónleikar
Þórður Ingi Jónsson
thordur@dv.is
Nick Cave
Tónleikar Nick Cave á All Tomorrows Parties
White House Down
IMDb 6,1 RottenTomatoes 48% Metacritic 52
Leikstjóri: Roland Emmerich
Handrit: James Vanderbilt
Leikarar: Channing Tatum, Jamie Foxx,
Maggie Gyllenhaal
131 mínúta
Bíómynd
Símon Birgisson
simonb@dv.is