Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2013, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2013, Side 2
2 Fréttir 21. október 2013 Mánudagur Flugnemi nauðlenti eftir gangtruflanir n Var að safna sér flugtímum þegar hann varð var við gangtruflanir Þ arna var atvinnuflugmanns­ nemandi hjá okkur að safna sér flugtímum með farþega og þeir verða varir við einhverjar gangtruflanir og ákveða að gera þarna varúðarlendingu,“ segir Tómas Beck, skólastjóri Flugakademíu Keilis. Vélin sem nauðlenti á Biskupstungnavegi rétt vestan við Einholtsveg og Kjóa­ staði rétt fyrir hádegi á sunnudag er ein af kennsluvélum Flugakademíu Keilis. Tómas segir flugmanninn hafa brugðist hárrétt við með því að fara í varúðarlendingu og gert það af stakri prýði. „Þetta var alveg óaðfinnanlega vel að verki staðið hjá þeim og fá þeir hrós okkar fyrir. Og sem betur fer urðu engin slys í þessu atviki.“ Vélin lenti á vegarkaflanum á leið frá Gullfossi að Geysi og því ljóst að vandasamt hefur verið að lenda vél­ inni í ljósi þess hversu fjölfarinn þessi vegkafli Gullna hringsins svokallaða er. Tómas segir að það sé ekki auðvelt að lenda vél á þjóðvegi við aðstæður sem þessar. „Það eina sem er gott er undirlag­ ið en það er sunnudagur og mikil um­ ferð þannig að það má segja að það hafi verið lán í óláni að þeir hafi ekki valdið neinu umferðaróhappi heldur. Þetta er mjög vel að verki staðið, þeir hafa bæði séð umferð og komið sér niður á auðum stað án þess að valda hvorki tjóni á sér, flugvél eða öðrum.“ Tómas var á leið á vettvang þegar DV ræddi við hann á sunnudag og bjóst hann við því að vélin yrði flutt aftur í bæinn seinnipartinn þann sama dag. Rannsóknarnefnd flugslysa og lögreglan á Selfossi fara með rann­ sókn málsins. n mikael@dv.is Þ ann 28. júní síðastliðinn veitti Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætis­ ráðherra alls 43 lögaðilum undanþágu frá upplýsinga­ lögum þeim sem tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn. Slíkar undan­ þágur hefur forsætisráðherra leyfi til að veita tímabundið að fenginni umsögn Samkeppniseftirlitsins en athygli vekur að 36 af þeim 43 undanþágum sem Sigmundur veitti falla ekki undir þann flokk. Sjö fyrirtæki fengu umsögn Samkvæmt núgildandi upplýsinga­ lögum er forsætisráðherra heim­ ilt að undanþiggja ýmsar upplýs­ ingar aðgangsrétti almennings vegna samkeppnishagsmuna en slíkar undanþágur má veita lög­ aðilum sem starfa að nær öllu leyti í samkeppni á markaði að fenginni tillögu hlutaðeigandi ráðherra eða sveitarstjórnar sem og um­ sögn Samkeppniseftirlitsins. Skulu slíkar undanþágur endurskoðaðar á þriggja ára fresti. Af þeim 43 fyrirtækjum sem hlutu undanþágu hafði Samkeppnis­ eftirlitið þó aðeins veitt umsögn um sjö. Þau eru Landsbankinn, Lands­ virkjun, Orkusalan, Sparisjóður Bol­ ungarvíkur, Sparisjóður Svarfdæla, Sparisjóður Vestmannaeyja og Sparisjóður Þórshafnar og nágrenn­ is en undanþágurnar sem þeim voru veittar gilda í þrjú ár og skulu endurskoðaðar í júlí 2016. Er það í samræmi við það sem upplýsinga­ lögin kveða á um. Vísað í sömu málsgrein Hinar 36 undanþágurnar sem veittar voru skulu hins vegar endur­ skoðaðar þann 1. janúar 2014 þegar Samkeppniseftirlitið hefur veitt um­ sögn, en það þýðir að meirihluti þeirra lögaðila sem Sigmundur veitti undanþágu í sumar hafði ekki fengið umsögn Samkeppniseftirlits­ ins þegar þær voru veittar. Þrátt fyrir að það sé ekki í samræmi við þá málsgrein sem fjallar um forsendur þess að slíkar undanþágur megi veita vísar Sigmundur engu að síður í einmitt þá málsgrein í aug­ lýsingu sinni um undanþágurnar í Stjórnartíðindum. Enn fremur má sjá að vísað er til nákvæmlega sömu málsgreinar í sömu grein laganna (3. málsgrein 2. greinar) við veitingu allra 43 undanþáganna, hvort sem Samkeppniseftirlitið hafði veitt við­ eigandi umsögn eður ei. Meðal þeirra fyrirtækja sem hlutu undanþágu án þess að Samkeppnis­ eftirlitið hefði veitt umsögn eru hita­ veitufyrirtækið Þeistareykir, sem sameinað var Landsvirkjun um síð­ ustu áramót, Blámi – fjárfestingar­ félag, Lindir Resources hf. auk nokkurra fyrirtækja í eigu Lands­ bankans. Af þeim má til dæmis nefna Lífsval ehf. og hugbúnaðar­ fyrirtækin Fictor ehf. og Span ehf. Blaðamaður DV sendi fyrirspurn um málið á forsætisráðuneytið í síð­ ustu viku en hefur enn ekki fengið svar. Kom af fjöllum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, kom af fjöll­ um þegar blaðamaður spurði hann út í undanþágurnar 36 sem veittar voru án umsagnar. „Hafa verið veittar einhverjar undanþágur frá upplýsingalögunum án umsagnar okkar?“ spyr Páll er blaðamaður leitar eftir viðbrögðum vegna málsins. Þú kannast sem sagt ekkert við málið? „Ég þyrfti nú aðeins að átta mig á því, ég hef ekki lesið þetta í Stjórnar­ tíðindum. Við erum búin að veita umsögn í allmörgum málum en það er auðvitað ekki Samkeppnis­ eftirlitsins að svara fyrir ákvarðanir forsætisráðherra eða forsætisráðu­ neytisins,“ segir Páll og bætir við að eins og stendur hafi hann lítið um málið að segja. „Hlutverk okkar í þessu er skýrt; að veita umsagnirnar. En lagaleg ábyrgð á undanþágunum liggur auðvitað hjá þeim sem veitir þær, sem er ráðuneytið, og það er eðli­ legt að þeir svari fyrir afgreiðslu á því.“ Hafa ekki lagst gegn undanþágum Hvernig kemur Samkeppnis- eftirlitið að þessum málum? „Við höfum verið að afla upp­ lýsinga og meta málin út frá okkar sjónarhóli af því að við erum um­ sagnaraðili í málinu en ákvörðun­ in er auðvitað forsætisráðherra.“ Páll segir að eftirlitið hafi þegar veitt nokkrar umsagnir vegna slíkra mála auk þess sem nokkrar séu til meðferðar eins og stendur. „Við höfum ekki lagst gegn undanþágu í þeim málum sem við erum búin að veita umsögn við,“ segir hann, spurður hversu stór hluti þeirra umsagna sem Samkeppnis eftirlitið hefur veitt hafi leitt til undanþágu. Er þá líklegt að þær undanþág- ur sem á að endurskoða 1. janúar næstkomandi verði framlengdar? „Ég þori ekki að fullyrða um það. Það verður bara að koma í ljós.“ Réttur til upplýsinga rýmkaður Ný upplýsingalög tóku gildi þann 1. janúar síðastliðinn og komu þau í stað sambærilegra laga frá ár­ inu 1996. Nýju lögin fela í sér tals­ verðar breytingar frá þeim fyrri en breytingarnar rýmka rétt almenn­ ings til aðgangs að gögnum hjá opin berum aðilum sem og gögn­ um er varða meðferð opinbers fjár. Meðal þeirra nýjunga sem felast í hinum nýju upplýsingalög­ um er að þau ná nú til allrar starf­ semi lög aðila sem eru í eigu hins opinbera að 51 prósents hluta eða meira og felst í því talsverð rýmkun á gildissviði laganna. Undir þessa afmörkun falla til að mynda fyrir­ tæki í eigu hins opinbera, svo sem Landsvirkjun, Orkuveita Reykja­ víkur og Rafmagnsveita ríkisins. Þá taka lögin nú einnig til einkaaðila sem falið hefur verið að taka stjórn­ valdsákvörðun eða veita opinbera þjónustu með lögum, stjórnvalds­ fyrirmælum eða samningum. Gilda lögin þá eingöngu um þær upplýs­ ingar er varða hina opinberu þjón­ ustu en ekki starfsemi aðilanna í heild. Er þetta nokkur rýmkun á gildissviði laganna að því leyti að eldri upplýsingalögin tóku ein­ göngu til einkaaðila sem á grund­ velli lagaheimildar hafði verið falið vald til að taka stjórnvaldsákvarð­ anir. n Engar umsagnir en undanþágur veittar n Samkeppniseftirlitið kemur af fjöllum n Sigmundur veitti undanþágur Hörn Heiðarsdóttir blaðamaður skrifar horn@dv.is Í þágu þeirra tekjuhæstu „Tekjuskattslækkun á 2. skattþrepi mun aðeins koma þeim tekju­ hærri til góða og í reynd hækka hlutfallslega skattbyrði þeirra sem lægst hafa launin,“ segir í ályktun BSRB um fjárlagafrumvarp ríkis­ stjórnarinnar. Segir stjórn BSRB að með því að hverfa frá lækk­ un skatta á auðmenn og útgerð­ ir mætti vel rétta heilbrigðiskerf­ ið við og takast á við fjölmörg úrlausnarefni þar. Að auki gæti verulega dregið úr þeim aðhalds­ kröfum sem settar eru fram í frumvarpinu með slíkum aðgerð­ um. BSRB lýsir vonbrigðum sín­ um með fjárlagafrumvarpið og eru fyrstu verk ríkisstjórnarinnar, að hafna milljarða tekjum frá út­ gerðinni og ferðaþjónustu, harð­ lega gagnrýnd. „Þess í stað á að rétta hallann með niðurskurði á opinberri þjónustu, afnámi vaxta á láni Seðlabankans og fyrirfram­ greiðslum úr þrotabúum föllnu bankanna.“ Á ofsahraða með e-pillur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði för ökumanns í Ártúns­ brekku klukkan hálf tvö aðfara­ nótt sunnudags. Ökumaðurinn reyndist tæplega tvítugur piltur sem ekið hafði á 110 kílómetra hraða. Við nánari athugun lögreglu­ manna kom í ljós að pilturinn hafði í fórum sínum níutíu e­pillur auk þess sem hann var með marga litla plastpoka sem lögreglan telur líklegt að séu söluumbúðir. Ekki auðvelt Tómas segir flugmanninn hafa brugðist hárrétt við og gert afar vel með því að lenda vélinni slysalaust á veginum. Furðuhlutur var neyðarblys Myndband af meintum fljúgandi furðuhlut sem náðist á vefmynda­ vél á Akureyri á föstudag vakti mikla athygli eftir að breska blaðið The Mirror fjallaði um hinn óút­ skýrða eldhnött á vef sínum um helgina. Þar sást skært rauðleitt ljós falla hægt frá himni og hverfa síðan úr augsýn í bænum. Upp­ haflega var talið að þarna væri svokölluð skýjalukt en lögreglan á Akureyri upplýsti síðar að þarna hafi verið um að ræða hefðbundið neyðarblys en ekki geimverur. „Hafa verið veittar einhverjar undanþágur frá upplýsingalögunum án umsagnar okkar? Sigmundur Davíð Forsætisráðherra veitti 36 lögaðilum undanþágu án fenginnar umsagnar Samkeppniseftirlitsins. Kom af fjöllum Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.