Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Blaðsíða 6
6 Fréttir 6. nóvember 2013 Miðvikudagur
Minnti á fjölkvænismann
n Ísland fjármagnaði pyntingasveitir n Ein lína heima en önnur í samskiptunum við útlönd
Á
þessum tíma reyndu menn að
spila sig stóra á NATO-fundun-
um í útlöndum. Þar voru menn
voða miklir spaðar og vildu
endilega taka þátt í hernaðarverk-
efnum. En heima við létu þeir alltaf
eins og fulltrúar okkar væru meira
að sinna krúttlegri verkefnum sem
okkur hentaði,“ segir Stefán Pálsson,
sagnfræðingur og formaður Samtaka
hernaðarandstæðinga, aðspurður út í
nýlegar fréttir þess efnis að Ísland hafi
fjármagnað þjálfun pyntingasveita í
Írak.
Eins og DV hefur greint ítarlega frá
að undanförnu tók ríkisstjórn Fram-
sóknarflokks og Sjálfstæðisflokks þátt
í því að fjármagna þjálfun pyntinga-
sveita í Írak á árunum 2005 og 2006,
í gegnum sérstakt þjálfunarverkefni
Atlantshafsbandalagsins í Írak sem
bar skammstöfunina NTM-I. Um-
ræddar sveitir, sem kallast Special
Police Commandos (SPC), heyrðu
undir verkefnið, en þær gerðust sekar
um gróf mannréttindabrot þegar þær
stunduðu kerfisbundnar pyntingar
á föngum – sem var viðurkennt sem
árangursrík aðferð til þess að komast
yfir upplýsingar.
Blaðamenn Guardian og BBC,
sem unnu ítarlega rannsókn á störf-
um pyntingasveitanna, ræddu meðal
annars við bandarískan hermann
sem barðist í borginni Samarra í Írak
árið 2005, en hann sagði störf sveit-
anna hafa minnt á það ljótasta sem
fyrirfinnst í mannkynssögunni. „Þeir
voru eins og nasistar … í rauninni eins
og Gestapo. Þeir pyntuðu bókstaflega
alla þá sem þá grunaði að vissu eitt-
hvað, eða höfðu verið þátttakendur í
uppreisninni, eða studdu við hana,
og fólk vissi þetta,“ var haft eftir her-
manninum.
„Það var alveg ótrúlegt hvað menn
trúðu því lengi að þeir kæmust upp
með þetta,“ segir Stefán og heldur
áfram: „Utanríkispólitík Íslendinga
á þessum árum minnir okkur á fjöl-
kvænismann. Hann býr með tveimur
konum en vill trúa því að önnur muni
aldrei frétta af tilvist hinnar. Þetta
sáum við bæði hvað varðar Afganistan
og Írak, ein lína heima fyrir en önnur
lína í samskiptunum við útlönd.“ n
jonbjarki@dv.is
Fjölkvæni Stefán Pálsson, sagnfræðingur
og formaður hernaðar andstæðinga, segir
utanríkispólitík Íslands á þessum tíma hafa
minnt á fjölkvæni.
Afríkuveiðar skila
4,2 milljarða arði
n Samherji tekur við arðgreiðslu af Afríkuveiðum fyrir árin 2007 til 2012
Ú
tgerðarfélagið Samherji fær
greidda 4,2 milljarða í arð af
fimm ára veiðum sínum við
strönd Vestur-Afríku á þessu
ári. Þetta kemur fram í árs-
reikningi íslenska eignarhaldsfélags-
ins sem heldur utan um eignarhaldið
á útgerðinni í gegnum tvö dóttur-
félög á Kýpur. Íslenska félagið heitir
Polaris Seafood ehf. og var ársreikn-
ingnum skilað til ríkisskattstjóra
þann 8. október 2013. Samherji
keypti útgerðina í Afríku með láni
frá Glitni vorið 2007. Seljandinn var
Sjólaskip í Hafnarfirði.
Orðrétt segir um arðgreiðsluna í
ársreikningi Polaris Seafood: „Stjórn
félagsins leggur til að greiddur verð-
ur arður að fjárhæð USD 35,0 millj. til
hluthafa á árinu 2013 vegna rekstrar-
áranna 2007 til 2012, en vísar að öðru
leyti til ársreikningsins um ráðstöfun
hagnaðar og aðrar breytingar á eigin-
fjárreikningum.“
Þriðjungur tekna
DV fjallaði talsvert um útgerð Sam-
herja í Afríku í fyrra en þar kom
meðal annars fram að togarar Sam-
herja í Afríku væru gerðir út frá
Kanaríeyjum í gegnum dótturfélag-
ið Kötlu Seafood. Togararnir veiða
aðallega hestamakríl við strendur
Vestur- Afríku, aðallega Máritaníu.
Einnig kom fram að um þriðjung
tekna Samherja mætti rekja til veið-
anna við strönd Vestur-Afríku. Árið
2010 nam hagnaður Polaris Seafood
vegna Afríkuveiðanna til dæmis 2,6
milljörðum króna. Heildarhagnað-
urinn af Afríkuveiðunum á árunum
2007 til 2011 nam um 160 milljónum
dollara.
Sú gagnrýni á veiðarnar sem
meðal annars kom fram í frétt-
um DV var sú að Samherji greiddi
lágt verð fyrir heimildir til fiskveiða
við strendur þessara Afríkuríkja og
veiddi svo mjög mikið en hagnað-
urinn af veiðunum skilaði sér ekki
til viðkomandi ríkja. Sagði Guðni
Th. Jóhannesson, sagnfræðingur
og sérfræðingur í þorskastríðinu, til
dæmis að veiðarnar væru „hámark
tvískinnungsins“ þar sem strand-
ríkið Ísland væri byrjað að stunda
sams konar veiðar í öðrum löndum
og erlendar þjóðir stunduðu hér við
land í aðdraganda þeirra deilna. Þor-
steinn Már Baldvinsson sagði hins
vegar að veiðarnar kæmu sér vel fyrir
Afríkuríkin þar sem greitt væri fyrir
veiðiheimildirnar og að verið væri
að sjá þessum löndum fyrir ferskum
fiski.
Útgerðin seld – skuldir
greiddar upp
Líkt og kom fram í fjölmiðlum fyrr
á árinu þá seldi Samherji Afríkuút-
gerðina til rússneska útgerðarfélags-
ins Murmansk Trawl Fleet. Þorsteinn
Már Baldvinsson, forstjóri og stærsti
hluthafi Samherja, hefur ekki viljað
upplýsa fjölmiðla um kaupverðið.
Ljóst er hins vegar að það hleypur á
mörgum milljörðum, hugsanlega um
og yfir 20, þar sem bókfærð eiginfjár-
staða Polaris Seafood var rúmlega
163 milljónir dollara í árslok 2012,
rétt tæplega 20 milljarðar króna.
Í ársreikningnum kemur jafn-
framt að allar skuldir félagsins, rúm-
lega 74 milljónir dollara eða níu
milljarðar króna, hafi verið greiddar
niður árið 2013 við söluna á hluta-
bréfunum til Murmansk Trawl Fleet.
Kaupverðið kemur hins vegar ekki
fram í ársreikningnum, aftur á móti
er ljóst að það hefur ekki numið lægri
upphæð en þeim tuttugu milljörðum
króna sem eru verðmæti eigna fé-
lagsins að frádregnum skuldum.
Allar skuldir greiddar niður
Í ársreikningnum kemur fram að
allar skuldir Polaris Seafood hafi
verið greiddar niður á þessu ári.
„Eftir stöðvar langtímaskulda félags-
ins námu USD 74.311 þús. í árslok
2012 og eru afborganir næstu ára
settar fram í samræmi við ákvæði
gildandi lánasamnings í árslok. Um-
rædd lán voru greidd upp að fullu á
árinu 2013.“ Um er að ræða skuldir
upp á níu milljarða króna.
Ef söluverð útgerðarinnar í Afr-
íku hefur verið 20 milljarðar króna
þá er hreinn hagnaður Samherja af
sölunni um 11 milljarðar króna en
ef söluverðið hefur verið 25 millj-
arðar þá nemur hagnaðurinn 16
milljörðum. Samherji borgaði um 16
milljarða króna, á gengi þess tíma,
fyrir útgerðina árið 2007. Síðan hefur
útgerðin greitt af þessari skuld og þarf
að taka þær greiðslur með í reikn-
inginn þegar hagnaður Samherja
af viðskiptunum með útgerðinni
verður metinn. Söluverðið á Afríku-
útgerðinni ætti að sjást í ársreikningi
Polaris Seafood á næsta ári. n
„Stjórn félags-
ins leggur til að
greiddur verður arður að
fjárhæð USD 35,0 millj.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Há arðgreiðsla Arðurinn sem Samherji tekur út úr móðurfélagi Afríkuútgerðarinnar nemur 4,2 milljörðum. Þorsteinn Mar Baldvinsson og
Kristján Vilhelmsson er æðstu stjórnendur Samherja og stærstu hluthafar félagsins. Mynd VikudAgur.is
Bjargað úr
brennandi húsi
Húsráðendur íbúðarhúss á
Berufjarðarströnd á Djúpavogi
voru í fastasvefni aðfaranótt
þriðjudags þegar eldur barst um
húsið. Vegfarendur sem áttu leið
framhjá húsinu urðu eldsins varir,
fóru inn í húsið og björguðu fólk-
inu, tveimur fullorðnum og fimm
börnum. Þá tókst að bjarga heim-
iliskettinum og þegar allir voru
komnir út var hafist handa við að
slökkva eldinn á meðan slökkvilið
kom sér á staðinn. Eru skemmdir
talsvert minni en búist var við þó
húsið verði óíbúðarhæft um sinn.
Því björguðu vegfarendur ekki að-
eins heimilisfólkinu, heldur einnig
heimili þess. Talsverðan tíma tók
fyrir slökkvilið Breiðdalsvíkur að
komast á svæðið, en fljótlega var
hægt að ráða niðurlögum eldsins.
Talið er að eldurinn hafi kviknað
út frá kamínu.
Námsmenn
borgi álag
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður
Framsóknarflokksins og formaður
fjárlaganefndar, telur rétt að skoða
hvort íslenskir námsmenn sem
fara til náms erlendis, en koma
ekki aftur til baka eftir nám, greiði
markaðsvexti af námslánum.
„Það er ekki óeðlilegt að þeir sem
ekki skila sér heim að námi loknu
borgi einhverskonar álag,“ segir
Vigdís í samtali við Fréttablaðið.
Hún hefur lagt fram fyrirspurn
á Alþingi þess efnis til mennta-
málaráðherra. Vigdís segir ljóst
að allir sjóðir séu tómir og taka
þurfi til varna. Hún segir þó að
fleiri breytingar sé hægt að gera á
kerfinu, til dæmis megi hugsa sér
að umbuna þeim sem ljúki námi
á stuttum tíma með því að breyta
hluta lánanna í styrk. Sitt sýnist
hverjum um þessar hugmynd-
ir og lýsti til að mynda formaður
Læknafélagsins yfir óánægju sinni
með þær á þriðjudag.
Kletthálsi 7 - Reykjavík
Fuglavík 18 - Reykjanesbæ
Óseyri 1 - Akureyri
Pallettu
tjakkur
EP Pallettu-tjakkur
2 tonna lyftigeta
34.990,-