Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.11.2013, Blaðsíða 23
Fólk 23Miðvikudagur 6. nóvember 2013 Útgáfutónleikar í íbúðarhúsi M aður veit aldrei fyrr en þetta blasir við áhorfendum hvernig þeir eiga eftir að meta þetta. Við verðum bara að vona það besta og að fjölskyld- an skemmti sér vel,“ sagði Þórhallur Gunnarsson um nýja fjölskylduþátt- inn Vertu viss. Þónokkur umræða hefur verið um tengsl fjárhættuspila og þátt- arins og fjallaði DV um málið í síð- asta tölublaði. það kemur mörgum spánskt fyrir sjónir að Íslandsspil auglýsi fjölskylduþátt. Umræðan kom Þórhalli ekki í opna skjöldu. Fyrst og fremst skemmtilegur leikur „Ég átti svo sem von á að umræða af þessu tagi gæti komið upp,“ sagði Þórhallur. „Ég held að þegar fólk sjái þáttinn þá komist það að því að þetta er fyrst og fremst skemmti- legur leikur,“ bætir hann við og hef- ur á orði að keppendur séu ekki að hætta peningunum sínum á nokkurn hátt. „Það er enginn af keppendum að taka fjárhagslega áhættu og við erum ekki að hvetja til fjárhættu- spilunar af neinu tagi.“ Leggst vel í hann „Þetta kom til í samtölum á milli okkar á Saga Film og RÚV en báð- ir aðilar höfðu haft augastað á þessum þætti,“ sagði Þórhallur en þátturinn verður sýndur í fyrsta skipti á laugardagskvöld og er að er- lendri fyrirmynd. Vertu viss gengur út að pör sem tengd eru vina- eða fjölskylduböndum svara spurn- ingum og er vinningurinn mest 10 milljónir króna í reiðufé. „Þau fá átta spurningar og fjóra svarmöguleika við hverja þeirra. Þau eiga að geta hvert sé líklegasta svarið, en þau geta líka dreift pen- ingunum á tvö eða þrjú svör,“ út- skýrði Þórhallur, sem jafnframt er framleiðslustjóri hjá Saga Film. Hlutverk Þórhalls sem umsjónar- manns leggst vel í hann og er laugardagskvöldsins beðið með eft- irvæntingu. Tjáir sig ekki um orð stuðningsaðila Í mánudagsblaði DV greindi Magnús Snæbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Íslandsspila, frá því að hann vildi fjölga spilurum með þátttöku í þættinum og fá fleira fólk til að nota klinkið, eins og hann orð- aði það. Hvað finnst þér um þessa stefnu stuðningsaðila þáttarins? „Stefna hans er væntanlega að safna peningum í góð málefni, sem eru SÁÁ, Rauði krossinn og Landsbjörg. Mitt markmið er það að áhorfend- ur skemmti sér sem best yfir þættin- um,“ sagði Þórhallur. Hann kveðst ekki þekkja til spilafíkla. n ingosig@dv.is Erum ekki að hvetja til fjárhættuspilunar n Þórhallur spenntur fyrir nýjum þætti n Kveðst ekki þekkja til spilafíkla n Tónleikar Árna Heiðars á fimmtudagskvöld Þ að er rosaspenningur,“ sagði Árni Heiðar sem hefur sent frá sér sólóplötuna Mold sem er með melódískum lagasmíðum. Í tilefni þess verður efnt til útgáfutónleika í íbúðarhús- næði á Óðinsgötu 7 á fimmtudags- kvöld. „Við höfum verið að æfa á fullu og það hefur gengið vel. Vinafólk mitt býr þarna og hef- ur breytt skrifstofuhúsnæði í íbúð,“ sagði Árni um hvernig það kom til að tónleikahald yrði í íbúðarhúsi. „Áður var ég með stofutónleika hjá þeim á Smáragötunni með Gissuri Páli Gissurarsyni. Við héldum síð- an tónleika á Óðinsgötu í haust og það gekk rosalega vel. Þau eru með frábæran flygil og pláss fyrir fimm- tíu manns í stofunni. Þau eru búin að gera þessa íbúð ótrúlega flott upp.“ Síðasta plata Árna Heiðars, Mæri, kom út árið 2009. Hún hlaut frábæra dóma og var tilnefnd til tónlistarverðlaunanna sem besta djassplata ársins. Hún hlaut einnig afar góða dóma erlendis. Fyrsta sólóplata Árna kom út árið 2001 og ber titilinn Q. Á tónleikun- um leikur Þorgrímur Jónsson á kontrabassa og Scott McLemore á trommur, en þeir tóku einnig þátt í gerð plötunnar. n ingosig@dv.is „Reitt fólk á ekki að vera í sjónvarpi“ Gísli Marteinn Baldursson held- ur áfram að skrifa bréf til vina og borgarbúa þrátt fyrir að hann sé ekki lengur borgarfulltrúi. Í nýju bréfi, sem ber heitið „svokallað- ur tölvupóstur“, má lesa að Gísli Marteinn vill ekki reiða gesti í myndverið. „Fólk sem er reitt fyrir hádegi á sunnudegi á ekki að vera í sjónvarpi. Það á að vera í jóga, eða hlusta á plötu með Friðriki Karlssyni.“ Það skal tekið fram að Gísli Marteinn skrifaði þetta áður en Bubbi leit í heimsókn til hans og hnakkreifst við Helga Hrafn Gunnarsson, þingmann Pírata, um niðurhal. Högni og Sigríður rugluðust Húsfyllir var á tónleikum Hjalta- lín í versluninni JÖR á laugar- daginn. Tónleikarnir heppn- uðust vel og spilaði sveitin sína helstu smelli í gegnum tíðina. Skemmtilegt atvik átti sér stað í lokalaginu, Feels Like Sugar, þegar söngvararnir Högni Egils- son og Sigríður Thorlacius rugl- uðust – og sungu ekki viðlagið. Þau litu hvort á annað, brosandi, og skelltu margir gestir á hljóm- leikunum upp úr. Þau kláruðu lagið hins vegar með glæsibrag og endurspeglaði þetta skemmti- lega atvik þá gleði sem ríkti á tónleikunum í verslun Guð- mundar Jörundssonar. Spenntur Árni hlakkar til fimmtu- dags. Mynd Árni Heiðar Froðufellandi Emilíana upp- spuni frá rótum Dagskrárliðurinn Íslenskt slúð- ur í lokaþætti FM95Blö fór fyrir brjóstið á einhverjum hlustend- um Auðuns Blöndal og félaga. Steindi jr. sá um slúðrið og kvaðst ekki bera ábyrgð á því. Hann væri bara sendiberinn. Steindi sagði að Emilíana Torrini hefði hrunið nið- ur froðufellandi í miðju lagi á Kex hostel á Iceland Airwaves. Þegar dyravörður ætlaði að hjálpa til hafi hún reynt að bíta hann í hand- legginn. Á spítala kom í ljós að hún hafði verið bitin af hvolpi og þurft stífkrampasprautu í kjölfarið. Sagan er uppspuni frá rótum og má deila um hversu fyndið uppá- tæki þeirra félaga hafi verið. eftirvænting Hlutverkið leggst vel í Þórhall og hann bíður laugardagskvöldsins með eftirvæntingu. „Ég held að þegar fólk sjái þáttinn þá komist það að því að þetta er fyrst og fremst skemmtilegur leikur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.