Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1928, Blaðsíða 21
Verslunarskýrslur 1926
19
4. Viðskifti við einstök lönd.
L’échange avec les pays étrangers.
5. yfirlit (bls. 20*) sýnir, hvernig verðupphæð innfluttu og útfluttu
varanna hefur skifst 4 síðustu árin eftir löndunum, þar sem vörurnar
hafa verið keyptar eða seldar. Síðari hluti töflunnar sýnir, hvern þátt
löndin hafa tekið hlutfallslega í versluninni við Island samkvæmt íslensku
verslunarskýrslunum.
Langmestur hluti innfluttu vörunnar kemur frá Danmörku og Bret-
landi, eða meir en 60°/o alls innflutningsins. Venjulega hefur Danmörk
verið heldur hærri en Bretland, en árin 1924 og 1925 er Bretland þó
heldur hærra. Næst þessum löndum ganga Noregur og Þýskaland með
ll°/o af öllum innflutningnum 1926. Því næst kemur Svíþjóð með 3—4°/o
og Holland, Bandaríkin og Spánn með 2—3°/o.
Af verðmagni útflutningsins hefur árið 1926 framundir 2/s komið á
Spán og er hann langhæstur af útflutningslöndunum, enda útflutningur
aukist þangað afarmikið. Fyrir stríðið var útflutningur aftur á móti lang-
mestur til Danmerkur (um 2/s af öllum útflutningnum), en á stríðsárunum
síðari tók að mestu fyrir allan útflutning þangað og síðan hefur hann
ekki náð sjer aftur í hið fyrra horf, og árið 1926 fór aðeins ll°/o af
útflutningnum til Danmerkur, en Brelland tók við 140/o af útflufningnum.
Skamt á eftir Danmörku koma svo Ítalía, Noregur og Svíþjóð með
10—11 o/o.
Á 5. yfirliti sjest, að miklu meira er flutt út frá Islandi til Spánar,
Ítalíu og Svíþjóðar heldur en innflutt er frá þessum löndum, en aftur á
móti er miklu meira innflutt frá Danmörku og Bretlandi heldur en út-
flutt er þangað. Útflutningur til Noregs og innflutningur þaðan, nema
aftur á móti svipaðri upphæð síðustu árin.
í töflu IV A og B (bls. 39—79) eru taldar upp allar helstu inn-
fluttar og útfluttar vörutegundir og sýnt hvernig inn- og útflufningsmagn
hverrar vöru skiftist eftir löndum. í töflu III (bls. 35—38) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutningsins til þess skift eftir vöru-
fiokkum. Og loks eru í töflu V (bls. 80—94) taldar upp með rnagni og
verði nelstu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju landi og í út-
flutningnum til þess.