Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1929, Blaðsíða 11
Verslunarskýrslur 1927 9*
1923 1924 1925 1926 1927
Egg 38 23 42 60 56
Hart brauð 141 160 225 188 91
Kringlur og tvíbökur 20 16 21 24 21
Kex og kökur 79 46 120 90 178
Kartöflur 1 872 2 014 2 329 2 130 2 093
Epli ný 109 117 150 163 142
Olóaldin (appelsínur) 99 18 168 180 165
Rúsfnur 75 73 108 120 132
Sveskjur 88 115 137 150 120
Kartöflumjöl 56 92 98 9S 110
Avextir niðursoðnir 17 2 42 39 44
Sýltaðir ávextir og ávaxtamauk 45 28 52 61 60
Sagógrjón og sagómjöl 58 73 84 82 94
Munaðarvörur hafa verið kallaðar þær neysluvörur, sem ekki hafa
verið taldar nauðsynjavörur, svo sem kaffi, te, súkkulað, sykur, tóbak, á-
fengir drykkir, gosdrykkir o. fl. Þetta eru þær vörur, sem tollarnir hafa
aðallega verið lagðir á, enda þótt sumar þeirra megi nú orðið telja til
nauðsynjavara, svo sem sykur. Af þessum svo kölluðu munaðarvörum nam
innflutningurinn árið 1927 tæpl. 5 milj. kr. eða 9 % af öllum innflutn-
ingnum.
2. yfirlit (bls. 10*) sýnir, hve mikið hefur flust 'til landsins af helstu
munaðarvörunum á hverju 5 ára skeiði síðan um 1880 og á hverju ári
síðustu 5 árin, bæði í heild sinni og samanborið við mannfjölda. Brenni-
vín er talið með vínanda, þannig að lítratala brennivínsins er helminguð,
þar eð það hefur hjerumbil hálfan styrkleika á við hreinan vínanda, svo
að tveir lítrar af brennivíni samsvara einum lítra af vínanda.
Á yfirlitinu sjest, að árið 1927 hefur aukist innflutningur á sykri,
en minkað á öðrum munaðarvörum.
Innflutningur á sykri hefur vaxið afarmikið á síðustu 40 árum.
Neysla á mann hefur nálega fimmfaldast og er nú orðin 30—40 kg á
mann (39 kg 1927). Er það mikið samanborið við önnur lönd. Um sama
leyti var hún 37 kg á Bretlandi, 35 kg í Svíþjóð og þaðan af minni
í flestum löndum Norðurálfunnar, nema í Danmörku. Þar var hún 51
kg. í Bandaríkjum Norður-Ameríku og Nýja Sjálandi var hún líka
meiri (51 og 41 kg).
Innflutningur á kaffi og kaffibæti hefir aukist töluvert síðan um
1890. 1886—90 komu ekki nema 4 kg á mann að meðaltali, en 1916—20
meir en 7 kg. Síðustu árin hefur innflutningurinn þó verið heldur lægri.
Innflutningur á tóbaki hefur lítið vaxið á undanförnum árum og
samanborið við. mannfjölda hefur tóbaksneysla hjerumbil staðið í stað.
Árið 1926 var þó óvenjulega mikill innflutningur af tóbaki, enda var
það fyrsta árið eftir að tóbakseinkasalan var afnumin.