Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1929, Qupperneq 22
20* Verslunarskýrslur 1927
löndin hafa tekið hlutfallslega í versluninni við ísland samkvæmt íslensku
verslunarskýrslunum.
Langmestur hluti innfluttu vörunnar kemur frá Danmörku og Bret-
landi, eða nálega 2/3 hlutar alls innflutningsins. Venjulega hefur Danmörk
verið heldur hærri en Bretland, en árin 1924 og 1925 er Bretland þó
heldur hærra. Næst þessum löndum ganga Þýskaland og Noregur með
10— 11 °/o af öllum innflutningnum 1927. Því næst kemur Spánn og Sví-
þjóð með 3—4°/o og Holland og Bandaríkin með 2°/o.
Af verðmagni útflutningsins hefur árið 1927 rúmlega V3 komið á
Spán og er hann langhæstur af útflutningslöndunum, enda útflutningur
aukist þangað afarmikið. Fyrir stríðið var útflutningur aftur á móti lang-
mestur til Danmerkur (um 2/s af öllum útflutningnum), en á stríðsárunum
síðari tók að mestu fyrir allan útflutning þangað og síðan hefur hann
ekki náð sjer aftur í hið fyrra horf. Síðustu árin hefur hann jafnvel farið
síminkandi og árið 1927 fór aðeins 8°/o af útflutningnum til Danmerkur,
en aftur á móti tók Bretland við 15% af úfflutningnum. ftalía, Noregur
og Svíþjóð eru einnig komin fram úr Danmörku og tóku þau hvert við
9—10% af útflutningnum árið 1927, en skamt á eftir Danmörku kemur
Þýskaland, sem tók við 7% af útfiutningnum 1927. Hefur útflutningur
þangað vaxið mjög mikið. Er það mesfmegnis síldar- og fiskmjöl og
síldarlýsi. Rússland kemur nú í fyrsta sinn fram í íslensku verslunar-
skýrslunum. Hefur verið seld þangað síld fyrir rúml. 1/2 milj. kr.
Á 5. yfirliti sjest, að miklu meira er flutt- út frá íslandi til Spánar,
Ítalíu og Svíþjóðar heldur en innflutt er frá þessum löndum, en aftur á
móti er miklu meira innflutt frá Danmörku og Bretlandi heldur en út-
flutt er þangað.
í töflu IV A og B (bls. 38—77) eru taldar upp allar helstu inn-
fluttar og útfluttar vörutegundir og sýnt hvernig inn- og útflutningsmagn
hverrar vöru skiftist eftir löndum. í töflu III (bls. 34—37) er verðmæti
innflutningsins frá hverju landi og útflutningsins til þess skift eftir vöru-
flokkum. Og loks eru í töflu V (bls. 78—91) taldar upp með magni og
verði helstu vörutegundirnar í innflutningnum frá hverju Iandi og í út-
flutningnum til þess.
5. Viðskiftin við útlönd eftir kauptúnum.
L’échange extérieur par villes et places.
í 6. yfirliti er skifting á verðmagni verslunarviðskiftanna við útlönd
í heild sinni, svo og innflutnings og útfiutnings sjerstaklega, árin 1923
—27 og sýnt, hve mikið kemur á Reykjavík, hina kaupstaðina 6 og á