Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1931, Page 10
8
Verzlunarskýrslur 1929
milli neyzluvara og framleiðsluvara verður þannig, ef þessi skifting er
látin nægja:
Neyzlu- Framleiöslu- Neyzlu- Framleiðslu-
vörur vörur vörur vörur
1916—20 .. 46.8 % 53.2 % 1928 ....... 42.5 o/o 57.s %
1921—25.. 47.9 — 52.1 — 1929 ....... 40.1 — 59.9 —
Samkvæmt þessu hefur venjulega tæplega helmingurinn af verðmæti
innflutningsins gengið til neyzluvara, en rúmur helmingur til framleiðslu-
vara. Síðustu árin hefur hlutdeild framleiðsluvaranna aukizt, en neyzlu-
varanna lækkað. Arið 1929 námu neyzluvörurnar aðeins 2/s af innflutn-
ingnum, en framleiðsluvörurnar 3/s.
Matvæli fluttust til landsins fyrir rúml. 73/4 miljón kr. árið 1929.
Nemur það rúml. 10 °/o af öllum innflutningnum það ár, og er það hlut-
fall lægra heldur en undanfarin ár. I þessum innflutningi munar langmest
um kornvörurnar. Af helztu korntegundum, sem falla undir þennan flokk,
hefur innflutningurinn verið þessi síðustu árin (í þús. kg):
1925 1926 1927 1928 1929
Rúgur 156 522 337 249 551
Baunir 217 181 133 119 137
Hafragrjón (valsaðir hafrar) 1 746 1 808 1 747 2011 1 640
Hrísgrjón 688 749 691 724 769
Hveitimjöl 4 021 4 113 3 957 4 334 3911
Gerhveiti 109 184 231 281 310
Rúgmjöl 5 249 5 047 4 626 4 859 4 380
Eftirfarandi yfirlit sýnir innflutninginn á öllum kornvörum í heild
sinni þessi sömu ár (í þús. kg). Er þá einnig talið með fóðurkorn (bygg,
hafrar og maís) og maísmjöl, sem annars er ekki talið í matvælaflokkn-
um, heldur sem innflutningur til landbúnaðar.
Ómalaö korn Grjón Mjðl Samtals
1925 834 2 500 10 162 13496
1926 1 740 2 599 10 078 14417
1927 1 574 2 482 9 581 13 637
1928 1 728 2 769 10 266 14 763
1929 2 142 2 448 9 300 13 890
Kornvöruinnflutningurinn hefur verið minni árið 1929 heldur en
1928, en svipaður eins og 1927.
Auk kornvaranna eru þessar vörur helztar, sem falla undir mat-
vöruflokkinn, og hefur innflutningur þeirra verið svo sem hér segir hin
síðari ár (í þús. kg):