Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1931, Side 13
Verzlunarskýrslur 1929
11
Innflutningur á tóbaki hefur lítið vaxið á undanförnum árum og
samanborið við mannfjölda hefur tóbaksneyzla hérumbil staðið í stað.
Innflutningur á áfengu öli (með yfir 2>/4 °/o af vínanda að rúmmáli)
hefur verið bannaður síðan 1912, en framan af stríðsárunum gerðist
innflutningur á óáfengu öli allmikil! og eins fyrstu árin eftir stríðslokin,
en síðustu árin hefir hann farið minnkandi, enda er nú líka komin á
innlend framleiðsla í þessari grein. í töflunni er innlenda framleiðslan
tekin með síðan 1919. Er hún nú orðin miklu meiri en innflutningurinn
og árið 1929 var hún 543 500 lítrar. Það ár var neyzlan af öli meiri en
nokkru sinni áður.
Vínandi og vínföng eru einungis flutt inn af Afengisverzlun ríkisins.
Var þessi innflutningur mjög lítill fyrst eftir að aðflutningsbannið komst
á, en síðan hefir hann aukizt töluvert. Hækkun á vínfangainnflutningn-
um 1922 og árin þar á eftir stafar af undanþágunni, sem veitt var frá
bannlögunum fyrir létt vín (Spánarvín). Mengaður vínandi er ekki talinn
hér heldur í V. flokki.
Vefnaður og fatnaður. Af þeim vörum, sem hér eru taldar, var
flutt inn árið 1929 fyrir rúml. 12!/2 milj. kr. og er það nál. 16°/o af öll-
um innflutningi það ár. Er það með meira móti í'samanburði við næstu
undanfarin ár. Helztu vörur, sem falla hér undir, eru taldar hér á eftir:
og sýnt, hve mikið hefur flutzt inn af þeim nokkur síðstu árin (í þús. kg).
1925 1926 1927 1928 1929
Ullargarn 18 12 11 10 11
Baðmullargarn og Ivinni . . 14 10 9 12 13
Ullarvefnaður 83 63 48 57 54
Baðmullarvefnaður 163 114 96 124 159
Léreft 68 49 41 53 61
Prjónavörur 61 54 58 73 70
Línfalnaður 18 18 19 18 22
Karlmannsfalnaður úr ull . . 31 30 26 26 47
Karlmannsslitfalnaður 23 28 25 53 59
Kvenfatnaður 4 4 8 13 19
Sjóklæði og olíufalnaður . . 51 42 34 41 42
Regnlrápur 16 12 9 9 16
Slrófatnaður úr slrinni .... 85 86 82 106 142
— — gúmi 132 100 70 114 115
— — öðru efni . . 20 17 8 16 19
Heimilismunir og munir til persónulegrar notkunar. Innflutningur
af vörum þeim, sem þar til teljast, nam rúml. 5ty2 milj. kr. árið 1929 eða
71/4 0/0 af öllum innflutningnum. Helztu vörurnar, sem hér falla undir,
eru taldar hér á eftir, og samanburður gerður á innflutningi þeirra
nokkur síðustu árin (í þús. kg).