Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1931, Síða 20
Verzlunarskýrslur 1929
18*
Hvalafurðir voru allmikið útflultar héðan af landi á fyrsta áratug
þessarar aldar, en síðan 1915 hefur verið bannað að reka hvalveiðar
héðan af landi og hefur því sá útflutningur fallið í burtu síðan.
Afurðir af veiðiskap og hlunnindum hafa aðeins numið um 3/4 °/o
af verðmagni útflutningsins síðustu árin, og 1928 og 1929 jafnvel ekki
svo miklu. Helztu vörutegundir, sem hér falla undir, eru æðardúnn, sel-
skinn og rjúpur. Af þeim hefur útflutningurinn verið síðustu árin:
Æöardúnn Selskinn Rjúpur
1925 .......... 3 976 kg 3 273 kg 108 000 kg
1926 .......... 3 104 — 3 414 — 120 805 —
1927 .......... 3 765 — 4 011 — 126 325 —
1928 .......... 2 895 — 5 227 — 24 000 —
1929 .......... 2 691 — 1 800 — 2 270 —
Landbúnaðarafurðirnar eru annar aðalþáttur útflutningsins. Árið
1929 voru þær útfluttar fyrir tæpl. 8 ty2 milj. króna, en það var þó ekki
nema rúml. 11 °/o af útflutningsverðmagninu alls það ár. Helztu útflutn-
ingsvörurnar eru saltkjöt, ull, saltaðar sauðargærur og lifandi hross. Síð-
an um aldamót hefur útflutningur þessara tegunda verið:
Saltaöar
Saltkjöt Ull sauðargærur Hross
1901 — 05 meÖallal 1 380 þús. kg 724 þús. kg 89 þús. tals 3 425 tals
1906-10 — 1 571 — — 817 — — 179 — — 3 876 —
1911 — 15 — 2 793 — — 926 — — 302 — — 3 184 —
1916-20 — 3 023 — — 744 — - 407 - — 2 034 —
1921—25 — 2 775 — — 778 — — 419 — — 2 034 —
1925 ........... 2 298 — — 567 — — 264 — — 1 017 —
1926 ........... 2 268 — — 901 — — 319 — — 490 —
1927 ........... 2 570 — — 719 — — 384 — — 1 191 —
1928 ........... 2 251 — — 699 — — 436 — — 1 319 —
1929 ........... 2 347 — — 786 — — 414 — — 666 —
Sauðargærur hafa stundum verið gefnar upp í þyngd en ekki tölu.
Hér er þyngdinni breytt í tölu þannig, að gert er ráð fyrir, að hver gæra
söltuð vegi að meðaltali 2 kg.
Síðustu árin er einnig farið að flytja út nokkuð af frystu og kældu
kjöti. Var sá útflutningur árið 1925: 112 þús. kg, árið 1926: 184 þús. kg,
1927: 389 þús. kg, 1928: 349 þús. kg, og 1929: 694 þús. kg.
Iðnaðarvörur útfluttar eru aðallega prjónles (einkum sokkar og
vettlingar) og kveður sáralítið að þeim útflutningi.
Undir flokkinn „Ýmislegt“ falla þær vörur, sem ekki eiga heima
annarsstaðar, svo sem útlendar vörur, skip, bækur, frímerki o. fl.