Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1939, Síða 11
Versluna rskýi'slur 1937
9*
framleiðsluvaranna. V. flokkurinn er |>ó blandaður. Ivol og steinolía, sem
þar eru talin, ganga að nokkru leyti lil heimilisnotkunar og falla að því
leyti undir neysluvörur. En vörur þessar eru að meira lejdi notaðar til
framleiðslu og gætir þess æ meir eftir því sem stundir liða. Hlutfallið milli
neysluvara og framleiðsluvara verður þannig, ef þessi skifting er látin
Neyslu- Framleiðslu- Neyslu- Framleiðslu-
vörur vörur vörur vörur
1916 20 . . . . 46.8 °/o 53.9 °/o 1934 64.0 °/o
1921 -25 . . . . . 47.9 — 52.i 1935 , . .. 34.8 65.2 —
1926 -30 .. , . . 42.8 57.2 — 1936 , ... 31.1 — 68.9
1931 —35 . . . . . 38.« — 61.4 — 1937 ... 29.« 70.4 —
Síðustu árin hefur hlutdeild framleiðsluvaranna aukist, en neyslu-
varanna lækkað, svo að neysluvörurnar nema nú síðast aðeins s/w af
innflutningnum, en framleiðsluvörurnar Vw.
Flokkun eftir notkun varanna er töluverðum erfiðleikum bundin, því
að oft er sama varan notuð margvíslega og þá álitamál, í hvaða flokk skuli
skipa henni, enda er líka slík flokkaskipun töluvert mismunandi i versl-
unarskýrslum ýmsra landa. Er það bagalegt, ef gera á samanburð landa
á milli, og því hefur Þjóðabandalagið i sambandi við hina alþjóðlegu vöru-
skrá sína gert fyrirmynd að töflu, þar sem vörurnar eru flokkaðar eftir
notkun og vinslustigi. Flokkun eftir þessari fyrinnýnd fyrir árið 1937 er
í 3. yfirliti og eru aðaltölurnar fyrir árið á undan teknar til samanburðar.
Vörunum er þar skift eigi aðeins eftir notkun, heldur einnig eftir vinslu-
stigi, í hrávörur, lítt unnar vörur og allunnar vörur. Hrávörurnar teljast
afurðir af náttúruframleiðslu (landbúnaði, skógrækt, fiskveiðum, dýra-
veiðum og námugrefti), sem ekki hafa fengið neina verulega aðvinslu,
en geta þó sumar hverjar verið hæfar til neyslu. Sama máli er að gegna
um ýmsar lítt unnar vörur, sem fengið hafa nokkra aðvinslu, ])ó að þær
eins og hrávörurnar séu einkum notaðar lil framleiðslu. Samkvæmt yfir-
litinu hefur 1937 um hehningur innfluttu varanna (að verðmæti) verið full-
unnar vörur, tæpl. % lítt unnar vörur og tæpl. % hrávörur.
Eltir notkun er vörunum skift í 3. yfirliti í framleiðsluvörur, 7 flokka,
og neysluvörur, 3 flokka. (i fyrstu flokkarnir eru hreyfifé, sem hverf-
ur alveg í hinar framleiddu vörur, en hinn 7. er fastafé eða allskonar
tæki atvinnuveganna svo sein vélar, verkfæri og annar úthúnaður. 5. og 0.
flokkinn má að nokkru leyti telja lil neysluvara og eru þeir ]>ess vegna
aðgreindir frá þeim undanfarandi. Við samanburð á 2. og 3. yfirliti kemur
að sumu leyti í ljós töluvert ósamræmi. Þannig eru neysluvörurnar árið
1937 í 3. yfirliti taldar aðeins 10 milj. kr., en í 2. yfirliti 15% inilj. Þetta
stafar af því, að fylgt er mismunandi reglum við skiftinguna. í eldra yfir-
litinu eru kornvörur (aðrar en fóðurkorn) taldar með matvælum, en í
yfirliti Þjóðahandalagsins eru þær taldar með efnivörum til framleiðslu.
Svo er og um alls konar álnavöru, sem í eldra yfirlitinu er talin með
neysluvörum (vefnaði og fatnaði).
l)