Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1957, Síða 11
Verzlunarskýrslur 1956
9*
vörur eru fluttar inn í landið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti
sem þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Fram að 1951 er þyngd vöru í verzlunarskýrslum nettóþyngd, bæði
í útflutningi og innflutningi, og svo er einnig í Verzlunarskýrslum 1951 og síðar
að því er snertir útfluttar vörur. Innfluttar vörur eru hins vegar frá
og með árinu 1951 taldar með brúttóþyngd, þ. e. með ytri umbúðum.
Mælir margt með því að miða við brúttóþyngd í stað nettóþyngdar að því er snertir
innfluttar vörur. í fyrsta lagi er yfirleitt brúttóþyngdin einvörðungu gefin upp í
skýrslum innflytjenda eins og Hagstofan fær þær frá tollyfirvöldum, þar eð vöru-
magnstollur er í flestum tilfellum miðaður við brúttóþyngd. Séu innfluttar vörur
gefnar upp með nettóþyngd í verzlunarskýrslum, er það því ávallt samkvæmt útreikn-
ingi eftir ákveðnum umreikningshlutföllum,sem hljóta að verameiraeðaminnaóáreið-
anleg. í öðru lagi er fullt eins heppilegt fyrir innflytjendur og aðra notendur skýrsln-
anna, að þyngd sé gefin upp brúttó, vegna þess að þeir eru kunnugri þeirri tölu en
nettótölunni. í þriðja lagi gefur brúttóþyngd betri hugmynd um flutningaþörfina
til landsins, og enn fremur eru flutningsgjöld að sjálfsögðu miðuð við hana. Loks
felst í því mikill vinnusparnaður fyrir Hagstofuna, við samningu verzlunarskýrsln-
anna, að miðað sé við brúttó- en ekki nettóþyngd. Af öllum þessum ástæðum var
ákveðið að taka upp brúttóþyngd í stað nettóþyngdar í verzlunar-
skýrslum, enda var áður búið að ganga úr skugga um, að það færi ekki í bág
við alþjóðasamþykktir um fyrirkomulag verzlunarskýrslna. Að vísu mun í verzlunar-
skýrslum annarra landa yfirleitt vera notuð nettóþyngd, en þar er ekki um að ræða
neina skuldbindingu eða kvöð, heldur getur hvert land hagað þessu eins og því
hentar bezt.
Sá annmarki fylgir breytingu þeirri, sem hér um ræðir, að samanburður við
eldri innflutningstölur torveldast. Er leitazt við að bæta eitthvað úr þessu með
því að sýna í töflu IV A, í sérstökum dálki, hve miklum hundraðshluta
nettóþyngd er talin nema af brúttóþyngd fyrir hverja einstaka vöru-
tegund. Hlutföll þessi voru notuð við umreikning brúttóþyngdar í nettóþyngd í
verzlunarskýrslum 1950. Var gerð sérstök athugun á innflutningnum 1950 í því
skyni að finna sem réttust hlutföll milli brúttó- og nettóþyngdar, og fengust um
þetta tiltölulega öruggar niðurstöður að því er snertir flestar vörur. í sumum til-
fellum var þó haldið áfram að nota hlutföll, sem Ilagstofan hafði áður notað við
útreikning á nettóþyngd viðkomandi vörutegunda.
Gjaldeyrisgengi. í árslok 1956 var skráð gengi Landsbankans á erlendum
gjaldeyri sem hér segir (í kr. á tiltekna einingu):
Eining Kaup Sala
Sterlingspund 1 45,55 45,70
Bandaríkjadollar 1 16,26 16,32
Kanadadollar 1 17,00 17,06
Dönsk króna 100 235,50 236,30
Norsk króna 100 227,75 228,50
Sænsk króna 100 314,45 315,50
Finnskt mark 100 - 7,09
Franskur franki 1 000 46,48 46,63
Belgískur franki 100 32,80 32,90
Svissneskur franki 100 374,80 376,00
Gyllini 429,70 431,10
b