Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1957, Side 22
20*
Verzlunarskýrslur 1956
byrjun og lok viðkomandi árs, en þar getur munað miklu, þó að sjaldgæft sé, að
munur sé eins mikill og var á kaffibirgðum í byrjun og lok ársins 1956.
Tölurnar, er sýna áfengisneyzluna, þarfnast sérstakra skýringa. Árin
1881—1935 er miðað við innflutt áfengismagn og talið, að það jafngildi neyzl-
unni. Þá er og allur innfluttur vínandi talinn áfengisneyzla, þó að hluti hans hafi
farið til annarra nota. Upplýsingar eru ekki fyrir hendi um, hve stór sá hluti hefur
verið, en hins vegar má gera ráð fyrir, að meginhluti vínandans hafi á þessu tíma-
bili farið til drykkjar. — Frá árinu 1935 er miðað við sölu Áfengisverzlunar ríkis-
ins á sterkum drykkjum og léttum vínum og hún talin jafngilda neyzlunni, en
vínandainnflutningurinn er ekki meðtalinn, enda er sá hluti hans, sem farið hefir
til framleiðslu brennivíns og ákavítis hjá Áfengisverzluninni, talinn í sölu hennar á
brenndum drykkjum. Þó að eitthvað af vínandainnflutningi hennar kunni að hafa
farið til neyzlu þar fram yfir, er ekki reiknað með því í töflunni, þar sem ógerlegt
er að áætla, hversu mikið það magn muni vera. Hins vegar má gera ráð fyrir, að
það sé mjög lítið hlutfallslega. — Innflutningur vínanda síðan 1935 er sýndur í
töflunni, en hafður í sviga, þar sem hann er ekki með í neyzlunni. — Það skal
tekið fram, að áfengi, sem ákafnir skipa og flugvéla mega taka með sér inn í landið,
er ekki talið í þeim tölum, sem hér eru birtar, en þar er nú orðið um að ræða talsvert
magn. Þetta ásamt öðru, sem hér kemur til greina, gerir það að verkum, að tölur
3. yfirlits um áfengisneyzluna eru ótraustar, einkum seinni árin. — Mannfjöldatalan,
sem notuð er til þess að finna neyzluna hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í ársbyrjun
og árslok. Fólkstala fyrir 1956, sem við er miðað, er 161 090.
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér segir síðustu
5 árin (100 kg); 1952: 1 541, 1953: 2 163, 1954: 1 917, 1955: 1 767, 1956: 1 774.
4. yfirlit sýnir verðmæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
deildum. Skip eru, eins og fyrr greinir, tekin á skýrslu hálfsárslega, með inn-
flutningi mánaðanna júní og desember. Af skipunum, sem talin eru upp hér að
framan, eru þessi talin með innflutningi desembermánaðar: Hamar, Hamrafell.
Helga, Jón Kjartansson og Sæborg. Öll hin skipin eru með innflutningi júnímánaðar,
4. Útfluttar vörur.
Exports.
í töflu IV B (bls. 72—79) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir skyldleika
á sama hátt sem innfluttu vörurnar, og eru yfirlit yfir þá flokkaskiptingu í töflu I og
II (bls. 1—3).
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í verzlunar-
skýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um borð í skip (fob) á
þeirri höfn, er þær fara fyrst frá, samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Þessi regla
getur ekki átt við ísfisk, sem íslenzk skip selja í erlendum höfnum,
og gilda því um verðákvörðun hans í verzlunarskýrslum sérstakar reglur, er nú
skal gerð grein fyrir. Frá 1. des. 1950 hafa, vegna kostnaðar og innflutningstolls,
verið dregin 20% frá brúttósöluverði ísfisks til Bretlands og Vestur-Þýzkalands,
eins og það hefur verið gefið upp af Fiskifélaginu. Frá 15. ágúst 1956 til ársloka
eru þó dregin aðeins 15% frá brúttósöluverði ísfisks til Vestur-Þýzkalands, og er
sú breyting upphaf nýrrar tilhögunar á útreikningi fob-verðs ísfisks, sem gengur
í gildi í ársbyrjun 1957. Verður gerð grein fyrir hinni nýju tilhögun í Verzlunar-
skýrslum 1957. Frádráttur sá, er hér um ræðir, er fyrir tolli og löndunarkostnaði,