Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1958, Side 11
Verzlunarskvrslur 1957
9*
af fob-verði innfluttra fólksbifreiða og sendiferðabifreiða undir 3 tonn að burðar-
magni, sem liafði verið lagt á 1954, var með ákvæðum laganna bækkað í 125%.
Loks var ákveðið, að innheimta skyldi 15% gjald af gjaldeyrisleyfum til utan-
ferða, til viðbótar gamla 25% gjaldinu til ríkissjóðs sjálfs og liinsu nýja 16% yfi-
færslugjaldi. — Tekjur af öllum þessum gjöldum skyldu að 4/5 renna x
útflutningssjóð og að 4/5 í ríkissjóð, til þess að jafna halla á fjárlögum. Fé útflutn-
ingssjóðs skyldi varið til að greiða uppbætur á útfluttar sjávarafurðir og landbún-
aðarafurðir, og til að styðja útflutningsatvinnuvegina á annan hátt. Var um að
ræða mikla hækkun uppbóta frá því, sem verið hafði, m. a. vegna aukins tilkostn-
aðar útfiutningsatvinnuveganna. Lögin ákváðu hundraðshluta uppbóta á hverja
tegund sjávarafurða miðað við fob-verð þeirra, en uppbætur á fob-verð útfluttra
landbúnaðarvara skyldu ákveðnar þanxng, að þær væru sambærilegar við heildar-
uppbætur bátaafurðanna af þorskveiðum.
Sem fyrr eru uppbætur á útfluttar vörur og tilheyrandi gjöld á innfluttuin
vörum ekki meðtalið í verðmæti útflutnings og innflutnings, eins og það er birt í
Verzl unarskýrslu m.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verzlunarskýrslum gilda
sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar vörur síðar í inn-
gangi þessum.
Nokkuð kveður að því, að útflutningsverðmæti sé áætlað í skýrslunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi viðskipta-
deildar utanríkisráðuneytisins. Er farið þannig að, þegar látið er uppi af hálfu
útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að lagfæra þetta síðar, og er
hér um að ræða ónákvæmni, sem getur munað allmiklu.
Það segir sig sjálft, að í verzlunarskýrslurnar koma aðeins vörur, sem afgreiddar
eru af tollyfirvöldunum á venjulegan hátt. Kaup íslenzkra skipa og flugvéla erlendis
á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í verzlunarskýrslum, og ef slíkar
vörur eru fluttar inn í landið, koma þær ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti
sem þær kunna að vera teknar til tollmeðferðar.
Fram að 1951 er þyngd vöru í verzlunarskýrslum nettóþyngd, bæði
í útflutningi og innflutningi, og svo er einnig í Verzlunarskýrslum 1951 og síðar
að því er snertir útfluttar vörur. Innfluttar vörur eru hins vegar frá
og með árinu 1951 taldar með brúttóþyngd, þ. e. með ytri umbúðum.
Mælir margt með því að miða við brúttóþyngd í stað nettóþyngdar að því er snertir
innfluttar vörur. í fyrsta lagi er yfirleitt brúttóþyngdin einvörðungu gefin upp í
skýrslum innflytjenda eins og Hagstofan fær þær frá tollyfirvöldum, þar eð vöru-
magnstollur er í flestum tilfellum miðaður við brúttóþyngd. Séu innfluttar vörur
gefnar upp með nettóþyngd í verzlunarskýrslum, er það því ávallt samkvæmt útreikn-
ingi eftir ákveðnum umreikningshlutföllum, sem liljóta að verameiraeðaminnaóáreið-
anleg. í öðru lagi er fullt eins heppilegt fyrir innflytjendur og aðra notendur skýrsln-
anna, að þyngd sé gefin upp brúttó, vegna þess að þeir eru kunnugri þeirri tölu en
nettótölunni. í þriðja lagi gefur brúttóþyngd betri hugmynd um flutningaþörfina
til landsins, og enn freinur eru flutningsgjöld að sjálfsögðu miðuð við hana. Loks
felst í því mikill vinnusparnaður fyrir Hagstofuna, við samningu verzlunarskýrsln-
anna, að miðað sé við brúttó- en ekki nettóþyngd. Af öllum þessum ástæðum var
ákveðið að taka upp brúttóþyngd í stað nettóþyngdar í verzlunar-
skýrslum, enda var áður búið að ganga úr skugga um, að það færi ekki í bág
við alþjóðasamþykktir um fyrirkomulag verzlunarskýrslna. Að vísu mun í verzlunar-
b