Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1958, Qupperneq 15
Verzlunarskýrslur 1957
13
saman. Árin 1935—1950 er þyngd innflutnings í verzlunarskýrslum nettóþyngd,
en frá og með árinu 1951 er liún brúttóþyngd, eins og gerð er grein fyrir í 1. kafla
inngangsins. í töflunni hér á eftir hefur því innflutningurinn 1951—1957 verið
umreiknaður til nettóþyngdar, til þess að samanburður fáist við fyrri ár. Er hér
um að rœða áætlaða tölu. — í skýrslum innflytjenda eru ýmsar vörur ekki gefnar
upp í þyngd, heldur í stykkjatölu, rúmmetrum eða öðrum einingum, og hefur
þessum einingum verið breytt í þyngd eftir áætluðum hlutföllum. Auk þess hefur
þyngdin á ýmsum vörum oft verið ótilgreind í skýrslum að nokkru eða öllu leyti,
svo að orðið hefur að setja hana eftir ágizkun. Heildartölurnar fyrir þyngd inn-
flutnings og útflutnings síðan 1935 hafa orðið sem hér segir og jafnframt er sýnd
breytingin hvert ár, miðað við 1935 = 100:
Innflutningur Útflutningur
1000 kg Hlutfall 1000 kg Hlutfall
1935 333 665 100,0 117 127 100,0
1936 321 853 99,5 134 403 114,3
1937 333 970 100,1 148 657 127,9
1938 337 237 101,1 158 689 135,6
1939 341 856 102,5 150 474 128,5
1940 226 928 68,0 186 317 159,1
1941 231 486 69,4 204 410 174,5
1942 320 837 96,1 203 373 173,6
1943 305 279 91,5 209 940 179,2
1944 302 934 90,8 234 972 200,6
1945 329 344 98,7 199 985 170,7
1946 436 639 130,9 174 884 149,3
1947 530 561 159,0 171 606 146,5
1948 486 985 145,9 262 676 242,3
1949 499 194 149,6 211 910 180,9
1950 488 825 146,5 148 914 127,1
1951 433 000 129,8 217 264 185,5
1952 510 000 152,8 181 720 155,1
1953 599 200 179,6 169 419 144,6
1954 583 000 174,7 199 550 170,4
1955 643 500 193,0 198 718 169,7
1956 .. 718 400 215,3 241 179 205,9
1957 663 300 198,8 235 233 200,8
Nettóþyngd innflutningsins 1957 er 663 300 tonn, en brúttóþyngdin 672 688
tonn, sjá töflu I á bls. 1. Er síðari talan aðeins rúmlega 1,4% hærri en sú fyrri, og
er munurinn ekki meiri vegna þess, að fyrir sumar magnmestu innflutningsvörurnar
er enginn eða mjög lítill munur á brúttó- og nettóþyngd.
Árið 1957 var heildarþyngd innflutningsins 99% meiri en árið 1935, sem mið-
að er við, en vörumagnsvísitalan sýnir 318% meira vörumagn árið 1957 heldur en
1935. Þetta virðist stríða hvað á móti öðru, en svo er þó ekki í raun og veru,
því að vörumagnsvísitalan tekur ekki aðeins til þyngdarinnar, heldur einnig til
verðsins, þannig að viss þungi af dýrri vöru (með háu verðlagi á kg), svo sem
vefnaðarvöru, vegur meira í vörumagninu heldur en sami þungi af þungavöru
(með lágu meðalverði á kg), svo sem kolum og salti. Vörumagnið getur því aukizt,
þótt þyngdin vaxi ekki, ef magn dýru vörunnar vex, en þungavörunnar minnk-
ar. Lítil aukning á þungavöru hleypir þyngdinni miklu meira fram heldur en
stórmikil aukning á dýrum vörum, svo sem vefnaðarvöru. Skýringin á þessu
ósamræmi er því sú, að þungavörunnar gætir miklu minna á móts við hinar
dýrari í innflutningnum nú heldur en áður. í útflutningnum er aftur á móti
minni munur á vörumagnsvísitölu og þyngdarvísitölu.