Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1958, Síða 28
26*
Verzlunarskýrslur 1957
það sé mjög lítið hlutfallslega. — Innflutniugur vínanda síðan 1935 er sýndur í
töflunni, en hafður í sviga, þar sem hann er ekki með í neyzlunni. — Það skal
tekið fram, að áfengi, sem áhafnir skipa og flugvéla mega taka með sér inn í landið,
er ekki talið í þeim tölum, sem hér eru birtar, en þar er nú orðið um að ræða talsvert
magn. Þetta ásamt öðru, sem hér kemur til greina, gerir það að verkum, að tölur
3. yfirlits um áfengisneyzluna eru ótraustar, einkum seinni árin. — Mannfjöldatalan,
sem notuð er til þess að finna neyzluna hvert ár, er meðaltal fólksfjölda í ársbyrjun
og árslok. Fólkstala fyrir 1957, sem við er miðað, er 164 522.
Hluti kaffibætis af kaffineyzlunni samkvæmt yfirlitinu var sem hér segir
síðustu 5 árin (100 kg); 1953: 2 163, 1954: 1 917, 1955: 1 767, 1956: 1 774,
1957: 1 655.
4. yfirlit sýnir verðinæti innfluttrar vöru eftir mánuðum og vöru-
deildum. Skip eru, eins og fyrr greinir, tekin á skýrslu hálfsárslega, með inn-
flutningi mánaðanna júní og desember. Af skipunum, sem talin eru upp hér að
frarnan, eru þessi talin með innflutningi júnímánaðar: Freyr, Gerpir, Guðmundur
Þórðarson, Sindri, Sunnutindur og Öðlingur. öll liin skipin eru talin með innflutn-
ingi desembermánaðar.
4. Utfluttar vörur.
Exports.
í töflu IV B (bls. 72—79) er skýrt frá útflutningi á hverri einstakri
vörutegund frá landinu í heild sinni. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir skyldleika
á sama hátt sem innfluttu vörurnar. og eru yfirlit yfir þá flokkaskiptingu í töflu I og
II (bls. 1—3).
Eins og greint var frá í 1. kafla inngangsins, er útflutningurinn í verzlunar-
skýrslum talinn á söluverði afurða með umbúðum, fluttur um borð í skip (fob) á
þeirri höfn, er þær fara fyrst frá, samkvæmt sölureikningi útflytjanda. Þessi regla
getur ekki átt við ísfisk, sem íslenzk skip selja í erlendum höfnum,
og gilda því um verðákvörðun hans í verzlunarskýrslum sérstakar reglur, er nú
skal gerð grein fyrir. Frá ársbyrjun 1957 eru drcgin 14% frá brúttósöluverði ís-
fisks til Bretlands fyrir sölukostnaði og tolli, og að auki 20 aurar á kg vegna vinnu
við löndun o. þ. h. Frá brúttósöluverði ísfisks til Vestur-Þýzkalands eru frá 15.
ágúst 1956 dregin 15% fyrir sölukostnaði, tolli og löndun, ef fiskurinn er fluttur
út á tímabilinu frá 15. ágúst til ársloka, en 25% á tímabihnu frá ársbyrjun til
14. ágúst. Munurimi stafar af sérstökum 10% innflutningstolli fyrri liluta ársins.
Að öðru leyti vísast til upplýsinga í febrúarblaði Ilagtíðinda 1957 um hina nýju
aðferð við útreikning á fob-verði ísfisks. Frádráttur þessi nemur sömu hundraðs-
tölu fyrir öll skip, þó að sölukostnaður þeirra sé að sjálfsögðu mismunandi mikill.
Auk þess er hér ekki um nákvæma tölu að ræða, jafnvel þó að miðað sé við flotann
í heild. Engin aðflutningsgjöld eru á ísfiski til Austur-Þýzkalands og annar kostn-
aður til frádráttar söluandvirði ekki nema 1 500 vestur-þýzk mörk fyrir hverja
sölu, eða 5 800 kr. Þessum fiski cr skipað á laud í Hamborg. — Auk þess, sem
áður er talið, dregst frá brúttóandvirðinu farmgjald, sem togurum og íslenzkum
fiskkaupaskipum er reiknað fyrir flutning ísfisks. Á árunum 1947—1949 og fram
að gengisbreytingu 1950 nam þetta farmgjald 200 kr. á hvert tonn ísfisks til Bret-
lands og 250 kr. á tonn í Þýzkalandssiglingum, sem hófust aftur 1948, eftir að
liafa legið niðri síðan 1939. Með gengisbreytingunni var farmgjaldið í Bretlands-
sighngum hækkað í 300 kr. og í Þýzkalandssiglingum í 350 kr. tonnið, og hefur