Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1963, Síða 16
14*
Verzlunarskýnlur 1961
3. Innfluttar vörur.
Imports.
Tafla IV A (bls. 12—73) sýnir, hve mikið hefur verið flutt til landsins af
hverri vörutegimd árið 1961. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir vöruskrá Sameinuðu
þjóðanna. Fremst í innganginum er gerð nánari grein fyrir þessari vöruskrá og
notkun hennar í verzlunarskýrslum, og vísast til þess. í töflum I og II (bls. 1—3)
er yfirht um skiptingu vöruskrárinnar.
Þyngd hverrar einstakrar vörutegimdar í töflu IV A er brúttóþyngd, og
er í því sambandi vísað til 1. kafla inngangsins, þar sem gerð er grein fyrir ástæð-
unum fyrir því, að frá og með árinu 1951 er magn innflutningsins gefið upp með
brúttóþyngd. Annar töludálkur töflu IV A sýnir hundraðshluta nettóþyngdar af
brúttóþyngd fyrir hverja vörutegund í tollskránni, samkvæmt því sem þetta
hlutfall reyndist á árinu 1950, sjá bls. 8*.
Næstsíðasti dálkur töflu IV A sýnir fob-verðmæti hverrar innfluttrar
vörutegundar. Mismunur cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar
frá útflutningsstaðnum ásamt vátryggingariðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem
hér um ræðir, er ekki einvörðungu farmgjöld fyTÍr flutning á vörum frá erlendri
útflutningshöfn til íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um að ræða farmgjöld
með járnbrautum eða skipum frá sölustað til þeirrar útflutningshafnar, þar sem
vöru er síðast útskipað á leið til íslands. Kcmur þá líka til umhleðslukostnaður o. fl.
Fer þetta eftir því, við hvaða stað eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað
kveður að því, að vörur séu seldar cif íslenzka innflutningshöfn. í slíkum tilfellum
er tilsvarandi fob-verð áætlað.
2. yfirht sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskihð — en á slíkum innflutningi er
cif-verðið talið sama og fob-verðið — nemur fob-verðmæti innflutningsins 1961 alls
2 850 655 þús. kr., en cif-verðið 3 103 424 þús. kr. Fob-verðmætið 1961 var þannig
91,9% af cif-verðmætinu, en árið áður var það 91,5% af því. —Ef litið er á ein-
staka flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-verðs er mjög mismunandi,
og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef litið er á einstakar vörutegundir.
Til þess að fá einhverja vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs
skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, hefur hið fyrr nefnda verið áætlað og
verður flutningskostnaðurinn þá sá mismunur, sem fram kemur, þegar fob-verð
ásamt áætlaðri vátryggingu er dregið frá fob-verðinu. Vátryggingin er áætluð með
því að margfalda cif-verðmæti hvers vöruflokks með þeim iðgjaldshundraðshluta,
sem telja má, að eigi að meðaltah við hvern flokk. Tryggingariðgjald fyrir olíur og
bensín með tankskipum er nú talið 0,3% af cif-verði, og fyrir ýmsar aðrar vörur
er það talið með sem hér segir: Kol 0,75%, salt 0,7%, almennt timbur 1%. Reiknað
cr almennt með 1% iðgjaldi fyrir vörur, sem ekki fá sérstaka meðferð í þessum út-
reikningi. — Að svo miklu leyti sem tryggingin kann að vera tahn of há cða of lág
í 2. yfirliti, er flutningskostnaðurinn talinn þar tilsvarandi of lágur eða of hár.
Innflutningsverðinæti skipa, sem flutt voru inn á árinu 1961, nam sam-
tals 125 002 þús. kr., og fer hér á eftir skrá yfir þau.
Hagskýrslunr. 735-02, skip og bátar yfir 250 lestir brúttó: Rbrfuó'r InnfluVVj'Vfl
e/s Hvalur VI frá Noregi, hvalveiðiskip.................. 434 2 510
,, Hvalur VII frá Noregi, hvalveiðiskip.................. 427 2 510
v/s Drangjökull frá Hollandi, kæhskip ................... 1 909 47 881
2 770
52 901