Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1963, Page 24
22*
Verzlunarskýrslur 1962
vörunum þar skipt í 2 aðalflokka, framleiðsluvörur og neyzluvörur, og innan hvers
flokks var annars vegar frekari sundurgreining eftir notkun vara og hins vegar
eftir vinnslustigi. Tafla þessi, sem var gerð eftir fyrirmynd hagstofu Þjóðabanda-
lagsins gamla, var felld niður úr verzlunarskýrslum frá og með árinu 1951, þar
eð hún taldist gagnslítil og jafnvel villandi. Síðan hefur ekki verið birt nein slík
sundurgreining innflutningsins eftir notkuu vara fyrr en í Verzlunarskýrslum 1959.
í 5. yfirliti er sýnd skipting innflutnings 1962 eftir notkun vara og auk
þess eftir innkaupasvæðum. — Flokkun innflutningsins eftir notkun er
miklum vaudkvæðum bundin, fyrst og fremst vegna þess að sumar vörutegundir
falla á fleiri en einn hinna þriggja aðalflokka, auk þess sem þær geta tahzt til tveggja
eða fleiri undirflokka hvers aðalflokks. í stað þess að skipta innflutningi hverrar
slíkrar vörutegundar eftir notkun hennar — en það er óframkvæmanlegt — hefur
hér verið farin sú leið að skipa slíkum vörum þar í flokk, sem notkun þeirra er tahn
mest. Eldsneytisvörur (ohur, bensín og kol) hafa hér sérstöðu, bæði vegna þýðingar
þeirra og margbreytni í notkun, og var sú leið farin að setja þær í sérstakan hð í
rekstrarvöruflokknum. í því sambandi verður að liafa í huga, að heildarverðmæti
neyzluvöruflokksins er í yfirlitinu tahð of lágt svarandi til þess hluta eldsneytisinn-
flutningsins, sem fer til neyzlu (t.d. hensín á fólksbíla, oha til húsakyndingar). Sömu-
leiðis má halda því fram, að t.d. fólksbílar, sem taldir eru með fjárfestingarvörum,
ættu frekar að vera í neyzluvöruflokknum, ekki síður en aðrar varanlegar neyzlu-
vörur þar, s. s. rafmagnsheimihstæki. Þessi dæmi eru tekin hér aðeins til þess að
skýra yfirbtið um flokkun innflutningsins og stuðla að því, að menn noti niðurstöð-
ur þess með varfærni. — Rétt er að geta þess sérstaklega, að ahar hrávörur og efni-
vörur til innlendrar neyzluvöruframleiðslu eru í 5. yfirhti taldar neyzluvörur,
en ckki rekstrarvörur.
Innflutningur varnarhðseigna. Við lok heimstyrjaldarinnar var sett á fót nefnd,
er keypti fyrir hönd ríkissjóðs ýmsar eignir setuhðanna tveggja, sem þau tóku
ekki með sér, þegar þau fóru af landi burt. Nefndin sá og um sölu slíkra eigna til
innlendra aðila. Arið 1951 hófust sams konar kaup af bandaríska hðinu, sem kom
til landsins samkvæmt varnarsamningi íslands og Bandaríkjanna í maí 1951.
— Vörur þær, sem Sölunefnd varnarliðseigna kaupir af varnarhðinu, fá ekki toll-
meðferð eins og allar aðrar innfluttar vörur, og er þar af leiðandi ógerlegt að telja
þær með innflutningi í verzlunarskýrslum. Rétt þykir að gera hér nokkra grein
fyrir þessum innflutningi og fer hér á eftir yfirlit um heildarupphæð þessara kaupa
hvert áranna 1951—62 (í þús. kr.):
1951 204 1955 2 045 1959 9 797
1952 77 1956 2 439 1960 16 825
1953 664 1957 2 401 1961 8 029
1954 1 731 1958 5 113 1962 4 473
í kaupverðmætinu er innifahnn kostnaður við viðgerðir o. fl. til aukningar á
söluverðmæti, o. fl. Sundurgreining kaupverðmætisins eftir vöruflokkum 1961 og
1962 fer hér á eftir (í þús. kr.):
1961 1962
Brotajárn ............................................ 132 586
Ýmsar járn- og byggingarvörur, handverkfæri ... 213 218
Hreinlætistæki ........................................ 75 5
Vélar aðrar en rafmagnsvélar .......................... 44
Rafmagnsvélar og -áhöld .............................. ... 133