Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1965, Qupperneq 14
12*
Verzlunarskýrslur 1964
Samkvæmt þessu eru miklar sveiflur á breytingum verðs og vörumagns
útflutnings frá 1963 til 1964, einkum á breytingum vörumagns, en þar
er m. a. að verki tilflutningur útflutnings milli ára. Þess ber að gæta, að
sumar af ofan greindum visitölum útflutningsafurða þurfa ekki að gefa
rétta mynd af breytingum verðs og vörumagns frá 1963 til 1964, þar sem
samsetning afurðategunda í viðkomandi liðum er ekki hin sama bæði árin.
Þannig er t. d. langstærsti liðurinn, „fryst fiskflök", samsettur af fjöl-
mörgum freðfisktegundum á ólíku verði og með mismunandi hlutdeild í
freðfisksútflutningi hvers árs. Verður því að nota þessar tölur með var-
færni. Þar við bætist, að fob-verð á freðfiski, sem fer til dótturfyrirtækja
útflytjenda erlendis, hefur — raunar um langt skeið — ekki verið í sam-
ræmi við söluverð erlendis á hverjum tima. Sama er að segja um nokkrar
aðrar útflutningsafurðir, að svo miklu leyti sem þær hafa verið fluttar út
óseldar og þvi verið sett á þær áætlað fob-verð. Af þessum og fleiri ástæð-
um er Hagstofan nú að vinna að því að koma á fót nýjum verð- og
magnsvísitölum útflutnings, sem byggðar eru á öruggara fob-verði og
eru að öðru leyti betri mælikvarði á verð- og magnbreytingar en gömlu
vísitölurnar eru. Um leið fer fram endurskipulagning á vísitölum inn-
flutnings.
Síðan 1935 hefur þyngd alls innflutnings og útflutnings verið talin
saman. Fyrir 1951 var þyngd innflutnings talin nettó, frá ársbyrjun 1951
og til aprílloka 1963 var hún talin brúttó, en síðan 1. maí 1963 aftur nettó.
í töflunni hér á eftir hefur innflutningurinn á tímabilinu 1951 til apríl-
loka 1963 verið umreiknaður til nettóþyngdar, svo að þyngdartölur allra
áranna séu sambærilegar. Er sá umreikningur byggður á áætlun að
nokkru leyti.
Innflutningur Útflutningur
1000 kg Hlutfall 1000 kg Hlutfall
1935 100,0 117 127 100,0
1936 321 853 99,5 134 403 114,3
1937 100,1 148 657 127,9
1938 337 237 101,1 158 689 135,6
1939 102,5 150 474 128,5
1940 68,0 186 317 159,1
1941 231 486 69,4 204 410 174,5
1942 96,1 203 373 173,6
1943 305 279 91,5 209 940 179,2
1944 302 934 90,8 234 972 200,6
1945 329 344 98,7 199 985 170,7
1946 436 639 130,9 174 884 149,3
1947 159,0 171 606 146,5
1948 486 985 145,9 262 676 242,3
1949 499 194 149,6 211 910 180,9
1950 488 825 146,5 148 914 127,1
1951 433 000 129,8 217 264 185,5
1952 510 000 152,8 181 720 155,1
1953 599 200 179,6 169 419 144,6
1954 583 000 174,7 199 550 170,4
1955 643 500 193,0 198 718 169,7
1956 .. ■ 215,3 241 179 205,9