Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1965, Page 16
14*
Verzlunarskýrslur 1964
1. yfirlit sýnir innflutning og útflutning í hverjum mánuði 1962—
1964 samkvæmt verzlunarskýrslum, en síðar í innganginum er yfirlit um
mánaðarlega skiptingu inrjflutnings (3. kafli) og útflutnings (4. kafli)
eftir vörudeildum.
3. Innfluttar vörur.
Imports.
Tafla IV (bls. 24-—164) sýnir innflutning 1964 í hverju númeri toll-
skrárinnar og skiptingu hans á lönd. Sýnd er þyngd í tonnum (auk þess
stykkja- eða rúmmetratala nokkurra vörutegunda), fob-verð og cif-verð.
Taflan er í tollskrárnúmeraröð og vísast í því sambandi til skýringa í 1.
kafla þessa inngangs og við upphaf töflu IV á bls. 24.
í töflu I á bls. 2—3 er sýnd þyngd og verðmæti innflutningsins fob
og cif eftir vörudeildum hinnar endurskoðuðu vöruskrár hagstofu Sam-
einuðu þjóðanna. í töflu II á bls. 4—19 er sýnt verðmæti innflutningsins
eftir vöruflokkum sömu skrár með skiptingu á lönd.
í sambandi við fob-verðstölur innflutnings skal þetta tekið fram:
Mismunur cif-verðs og fob-verðs er flutningskostnaður vörunnar frá út-
flutningsstaðnum ásamt vátryggingaiðgjaldi. Flutningskostnaður sá, sem
hér um ræðir, er ekki einvörðungu farmgjöld fyrir flutning á vörum frá
erlendri útflutningshöfn til íslands, heldur er í sumum tilfellum líka um
að ræða farmgjöld með járnbrautum eða skipum frá sölustað til þeirrar
útflutningshafnar, þar sem vöru er síðast útskipað á leið til íslands. Kem-
ur þá líka til umhleðslukostnaður o. fl. Fer þetta eftir því, við hvaða stað
eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað kveður að því, að vörur
séu seldar cif islenzka innflutningshöfn. í slikum tilfellum er tilsvar-
andi fob-verð áætlað af tollyfirvöldum.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflutningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið — en á slíkum inn-
flutningi er cif-verðið talið sama og fob-verðið (nema á litlum flugvélum)
— nemur fob-verðmæti innflutningsins 1964 alls 4 223 048 þús. kr., en
cif-verðið 4 698 487 þús. kr. Fob-verðmæti innl'lutnings 1964 að undan-
skildum skipum og flugvélum var þannig 89,9% af cif-verðmætinu. —
Ef litið er á einstaka flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-
verðs er mjög mismunandi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa,
ef litið er á einstakar vörutegundir.
Til þess að fá einhverja vitneskju um, hvernig mismunur cif- og
fob-verðs skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, hefur hún verið
áætluð, og verður flutningskostnaðurinn þá sá mismunur, sem fram kem-
ur, þegar fob-verð ásamt áætlaðri vátryggingu er dregið frá cif-verðinu.
Vátryggingin er áætluð með því að margfalda cif-verðmæti vörutegunda,
sem koma til landsins í heilum skipsförmum, með viðeigandi iðgjalds-