Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1965, Page 27
Verzlunarskýrslur 1964
25*
skip selja í erlendum höfnum, og gilda því um verðákvörðun hans í
verzlunarskýrslum sérstakar reglur. Á síðasta ári var þessum reglum
fylgt við ákvörðun á fob-verði ísfisks til Bretlands: Flutningsgjald
reiknaðist 790 kr. á tonn og frádráttur vegna sölukostnaðar og innflutnings-
tolls 14% af brúttósöluverði og 50 au. á hvert lcg landaðs fisks. Var þetta
óbreytt frá því, sem hafði verið frá og með ágústbyrjun 1961. Ákvörðun
fob-verðs á ísfiski til Vestur-Þýzkalands 1964 hefur verið sem hér segir síð-
an í ársbyrjun 1962 (sjá nánar febrúarblað Hagtíðinda 1962): Frádráttur
vegna sölukostnaðar og innflutningstolls á ísaðri síld 15% af brúttósölu-
verði 15. febrúar til 14. júní, en 20,22% á öðrum tíma árs. Sams konar frá-
dráttur á öðrum isfiski 25% 1. janúar til 31. júli, en 18,915% á öðrum tíma
árs. Reiknað flutningsgjald fyrir ísfisk til Vestur-Þýzkalands var 930 kr. á
tonn. 1 Vestur-Þýzkalandi er leiga á löndunartækjum og annar beinn lönd-
unarkostnaður lægri en í Bretlandi, svo að ekki þykir ástæða til að gera
sérstakan frádrátt fyrir honum. Hér fer á eftir sundurgreining á verð-
mæti ísfisksútflutningsins 1964 (í þús. kr.):
Bretland V-Þýzkaland SamtaU
FOB-verð skv. verzlunarskýrslum......................... 109 267 105 599 214 866
Reiknaður flutningskostnaður............................ 12 860 17 137 29 997
Áœtlaður sölukostnaður og tollur ....................... 29 198 33 308 62 506
Brúttósölur ............................................ 151 325 156 044 307 369
Isvarin sild er meðtalin í þessum tölum, en hins vegar er hér aðeins
talinn ísfiskur fluttur út með íslenzkum fiskiskipum. ísfiskur fluttur
ineð íslenzkum og erlendum vöruflutningaskipum og flugvélum er ekki
meðtalinn. Frystur fiskur fluttur til útlanda með ísfiskskipum er ekki
meðtalinn.
Það skal tekið fram, að togarar, sem selja isfisk erlendis, nota stóran
hluta af andvirðinu til kaupa á rekstrarvörum, vistum o. fl., svo og
til greiðslu á skipshafnarpeningum, en slíkt er ekki innifalið í áður nefnd-
um hundraðshluta, sem dreginn er frá brúttósölum, þegar fob-verðið er
reiknað út. Skortir því mjög mikið á, að gjaldeyri svarandi til fob-verðs
sé skilað til bankanna.
Á árinu 1964 voru 8 skip seld úr landi, fyrir samtals 32 millj. kr.:
3 togarar, Ágúst, Júní og Bjarni riddari, allir seldir til Grikklands fyrir
alls 6 060 þús. kr., 2 hvalveiðiskip, Hvalur I og Hvalur II, voru seld til
niðurrifs til Svíþjóðar fyrir 342 þús. kr., og 3 vöruflutningaskip, Hvassa-
fell til Panarna, Vatnajökull til Grikklands og Tröllafoss til Liberíu, fyrir
alls 25 613 þús. kr. Hvalveiðiskipin voru milli 30 og 40 ára gömul, togar-
arnir 13—17 ára gamlir og vöruflutningaskipin 17—19 ára gömul.
6. yfirlit sýnir, hve mikilli verðupphæð útflutta varan hefur numið
síðan um aldamót. Eru vörurnar þar flokkaðar eftir þvi, frá hvaða at-
vinnuvegi þær stafa. Enn fremur er sýnt með hlutfallstölum, hve mikill
hluti verðmætisins stafar árlega frá hverjum atvinnuvegi.