Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1965, Page 29
Verzlunarskýrslur 1964
27*
í 7. yfirliti er sýnt, hvernig magn og verðmæti útflutningsins 1964
skiptist á mánuði.
5. Viðskipti við einstök lönd.
External trade by countries.
í töflum II og IV er innflutningurinn sundurgreindur á lönd, i fyrr
nefndu töflunni eftir ca. 175 vöruflokkum hinnar endurskoðuðu vöruskrár
hagstofu Sameinuðu þjóðanna, en í siðar nefndu töflunni eftir hverju ein-
stöku tollskrárnúmeri.
í töflum III og V er útflutningurinn sundurgreindur á lönd, í fyrr
nefndu töflunni eftir aðalútflutningsafurðum, en í síðar nefndu töflunni
eftir dýpstu sundurgreiningu útfluttra vara.
í 8. yfirliti í inngangi er sýnt, hvernig verðmæti innfluttra og út-
fluttra vara hefur skipzt síðustu þrjú árin eftir löndum. Síðari hluti
töflunnar sýnir þátt hvers lands hlutfallslega í utanríkisverzlun íslands
samkvæmt verzlunarskýrslum.
Það hefur verið regla í íslenzkum verzlunarskýrslum að miða við-
skiptin við innkaupsland og söluland, hvaðan vörurnar eru keyptar og
hvert þær eru seldar. En margar innfluttar vörur eru keyptar í öðrum
löndum en þar, sem þær eru framleiddar, og eins er um ýmsar útfluttar
vörur, að þær eru notaðar í öðrum löndum en þeim, sem fyrst kaupa þær.
Innkaups- og sölulöndin gefa því ekki rétta hugmynd um hin eiginlegu
vöruskipti milli framleiðenda og neytenda varanna. Ýmis lönd hafa því
í verzlunarskýrslum sínum upplýsingar um upprunaland og neyzluland.
Til þess að fá upplýsingar um þetta varðandi innflutning til íslands, er á
innflutningsskýrslueyðublöðunum dálkur fyrir upprunaland varanna, auk
innkaupslandsins, en sá dálkur er sjaldan útfylltur. Hefur því ekki þótt
tiltækilegt að gera yfirlit um það. Þó hefur verið breytt til um nokkrar
vörur, þar sem augljóst hefur þótt, hvert upprunalandið var. Á þetta einkum
við um sumar þungavörur, svo sem kol, oliur, benzín, salt o. fl. Á sama
hátt vantar oft upplýsingar um neyzluland varanna í útflutningsskýrslum
útflytjenda, og þess vegna er útflutningslandið í þeim að jafnaði söluland
í skýrslum. Frá og með ársbyrjun 1964 er hins vegar vikið frá þessu, að
svo miklu leyti sem upplýsingar um neyzluland liggja fyrir. Hefur það
þýðingu i sambandi við ýmsar vörur, einkum þó skreið, sem fer mestöll
endanlega til Nígeríu.
6. Viðskipti við útlönd eftir tollafgreiðslustöðum.
External trade by customs areas.
Töflu VI á bls. 178 er ætlað að sýna verð innfluttrar og útfluttrar vöru
eftir tollafgreiðslustöðum. í því sambandi skal tekið fram, að tölur þess-
arar töflu eru að ýmsu leyti óáreiðanlegar vegna annmarka, sem erfitt er