Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1965, Blaðsíða 38
36*
Verzlunarskýrslur 1964
Gjnld á fob-verði bifreiða, sem ríkisstjórninni er heimilt að innheimta
samkvæmt 16. gr. efnahagsmálalaga, nr. 4/1960, var allt árið 1964 óbreytt
frá því, sem verið hafði frá 9. maí 1963: 100% af öllum fólksbifreiðum
(og bifhjólum) minni en 3 tonn að burðarmagni, öðrum en jeppum.
Samkvæmt reglugerð nr. 280/1964, um gjald af fob-verði bifreiða, var
það ákveðið 125% frá 5. jan. 1965, en jeppar, sjúkra-, snjó- og slökkvi-
liðsbifreiðar, svo og bifreiðar, sem eru hvort tveggja lögreglu- og sjúkra-
bifreiðar, þó undanþegnar gjaldinu. Sérreglur hafa g'ilt og gilda enn um
fob-gjald á leigubifreiðum til mannflutninga og á atvinnusendiferðabif-
reiðum. Fob-gjald á þeim hefur verið 30% síðan í ársbyrjun 1963, en þó
65%, ef alcstur þeirra er aukastarf viðkomandi eiganda.
Mcð lögum nr. 15 21. maí 1964, um breyting á lögum nr. 7/1963 um
tollskrá o. fl., urðu allmargar breytingar á tolltöxtum. Var hér um að
ræða tæknilegar lagfæringar og samræmingar á tolli á skyldum vörum
úr mismunandi efnum. Svo að segja allar þessar breytingar voru til
lækkunar. Mest kvað þar að lækkun tolls á verkfærum, úr 60% í 35%.
Allmikið var um skiptingu á eldri tollnúmerum, þannig að þeim fjölg-
aði nokkuð, svo sem að framan er getið. Þessar tollabreytingar voru
ekki það umfangsmiklar, að þær hefðu meiri háttar áhrif á tolltekjur
rikissjóðs í heild.
Með hinum sömu lögum (þ. e. nr. 15/1964) voru nokkuð rvmd og
breytt ákvæði 3. gr. laga nr. 7/1963, um tollskrá o. fl., þar sem fjármála-
ráðuneytinu er heimilað að fella niður eða lækka toll á ýmsum vörum.
Samkvæmt upplýsingum Ríkisbókhaldsins voru tekjur af gjöldum
af innfluttum vörum sem hér segir, í millj. kr. (aðflutningsgjöld sam-
kvæmt tollskrá 1964 eru að meðtöldum 5% hluta Jöfnunarsjóðs sveitar-
félaga). 1963 1964
Aðflutningsgjöld samkvœmt tollskrá1) ...................................... 970,2 1 496,7
Verðtollur2) ................................................................... 186,3
Vörumagnstollur2) ............................................................... 12,7 —
Söluskattur —7%2)................................................................ 77,9 —
Söluskattur —8%2)................................................................ 89,0 —
Innflutningsgjald2).............................................................. 33,6 -
Tollstöðvagjald og byggingarsjóðsgjald3) ......................................... 4,0 -
Benzíngjald4) ................................................................... 80,5 146,9
Gúmmígjald4) ..................................................................... 6,3 7,8
Fob-gjald af bifreiðum og bifhjólum ........................................... 123,3 119,5
Alls 1 583,8 1 770,9
Fyrir gildistöku nýju tollskrárinnar var innheimt rafmagnseftirlits-
gjald og matvælaeftirlitsgjald af tilteknum innfluttum vörum, en síðan ekki.
1) 1963 aðeins frá gildistíma hinnar nýju tollskrár, 1. maí 1963.
2) Aðeins fjóra fyrstu mánuði 1963. — Ekki er um að ræða frádrátt frá tekjum af sölu-
skatti 8% vegna Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
3) Reiknuð livort um sig 1% af vörumagnstolli og verðtolli fyrstu fjóra mánuði 1963, en
síðan var hætt að innheimta þau sérstaklega, en reiknuð hvort um sig %% af aðflutningsgjöld-
um samkvæmt tollskrá. Er sú uppliæð því innifalin í aðflutningsgjöldum samkvæmt tollskrá.
4) Rennur beint til vegamála frá 1. jan. 1964 og færist ekki á rekstrarreikning rikissjóðs.