Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1965, Page 39
Verzlunarskýrslur 1964
37*
Tekjur af þeim gjöldum voru innan við 100 þús. kr. á ári. — Söluskattur
af vörum til eigin nota eða neyzlu innflytjanda — en ekki til endur-
sölu — er ekki meðtalinn í ofan greindum fjárhæðum. Samkvæmt j-lið
4. gr. laga nr. 10 22. marz 1960, um söluskatt, nam þessi skattur 3% af
tollverði vöru að viðbættum aðflutningsgjöldum og 10% áætlaðri álagn-
ingu, eða alls 3,3% af cif-verði að viðbættum aðflutningsgjöldum. Hinn
1. febrúar 1964 hækkaði hinn almenni söluskattur á innlendum viðskipt-
um úr 3% í 5,5%, og hækkaði þetta gjald þá um leið í 5,5% -|- 10% (sbr.
5. gr. laga nr. 1/1964, um ráðstafanir vegna sjávarútvegsins o. fl.). Upp-
lýsingar liggja ekki fyrir um tekjur af þessu gjaldi á innfluttum vörum
1964, en þær voru 30,9 millj. kr. 1963 og líkur benda til, að þær hafi verið
56 millj. kr. 1964.
Ofan greindur samanburður á tekjum af gjöldum á innfluttum vör-
um sýnir 11,8% hækkun þeirra frá 1963 til 1964. Heildarverðmæti inn-
flutnings hækkaðiflutnings hækkaði hins vegar um 19,5% frá 1963 til 1964.
Sé innflutningi skipa og flugvéla sleppt bæði árin — en á þeim eru engin
gjöld — er hækkun innflutningsverðmætisins 8,3%.
I inngangi Verzlunarskýrslna 1963, bls. 39*, er sýnd skipting fob-
og cif-verðmætis innflutningsins 1963 eftir tollhæð. Vísast til þeirrar
töflu, þar eð slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir um árið 1964.