Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1966, Síða 10
8*
Verzlunarskýrslur 1965
koma frá hvalveiðum og' selveiðum, til aflatryggingarsjóðs (heitir svo
samkvæmt lögum nr. 77/1962, leysti af hólmi hlutatryggingarsjóð með
svipuðu verkefni). 0,15% til ferskfiskmats samkvæmt lögum nr. 42/1960.
2% af saltsíld til Síldarútvegsnefndar og auk þess matsgjald, 50 au. á
tunnu, ef síldin er metin.
Við ákvörðun á útflutningsverðmæti ísfisks í verzlunarskýrslum
gilda sérstakar reglur, sem gerð er grein fyrir í kaflanum um útfluttar
vörur siðar í inngangi þessum.
Allmikið er um það, að útflutningsverðmæti sc áætlað í skýrlunum,
þ. e. að reiknað sé með því verðmæti, sem tilgreint er í útflutningsleyfi
útflutningsdeildar viðskiptamálaráðuneytisins. Fer svo, þegar látið er
uppi af hálfu útflytjanda, að varan sé flutt út óseld. Eru ekki tök á að
lagfæra þetta síðar, og er hér um að ræða ónákvæmni, sem getur mun-
að miklu.
Það segir sig sjálft, að í verzlunarskýrslur koma aðeins vörur, sem
afgreiddar eru af tollyfirvöldum á venjulegan hátt. Kaup íslenzkra skipa
og flugvéla erlendis á vörum til eigin nota koma að sjálfsögðu ekki í
verzlunarskýrslum, og ef slíkar vörur eru fluttar inn í landið, koma þær
ekki á skýrslu, nema að svo miklu leyti sem þær kunna að vera teknar
til tollmeðferðar.
Þyngd útfluttrar vöru hefur ávallt verið tekin nettó í verzlunar-
skýrslur. Innfluttar vörur voru taldar nettó fram að 1951, en frá og með
því ári voru þær taldar brúttó, þ. e. með ytri umbúðum. Ástæða þessarar
breytingar var aðallega sú, að illa gekk að fá nettóþyngdina upp gefna
í tollskýrslum, þar sem hún skipti ekki máli við tollafgreiðslu. Hins
vegar var brúttóþyngd yfirleitt tilgreind í tollskýrslu, vegna þess að vöru-
magnstollur var miðaður við hana. Með nýjum tollskrárlögum, sem komu
til framkvæmda 1. maí 1963, var vörumagnstollur felldur niður á öllum
vörum, nema á salti og eldsneyti, þar sem þýðingarlaus vörumagnstollur
var látinn haldast óbreyttur, og á kartöflur og á lýstar og framkallaðar
kvikmyndafilmur var lagður vörumagnstollur í stað verðtolls. — Vegna
ýmissa annmarka á að miða innflutning við brúttóþyngd, var ákveðið að
reikna þyngd hans nettó frá og með 1. maí 1963, er nýja tollslcráin kom
til framkvæmda. í því sambandi er rétt að geta þess, að í verzlunarskýrsl-
um flestra landa er innflutningur miðaður við nettóþyngd.
Hinn 8. júní 1965 hækkuðu farmgjöld Eimskipafélags íslands fyrir
vörur fluttar frá Bandaríkjunum um 5%. 26. júlí hækkuðu þau aftur,
þannig að öll hækkunin á árinu nam þá almennt 15,5%, en 19,8% á
mat- og fóðurvörum. — Hinn 15. september hækkuðu farmgjöld félags-
ins frá Evrópu almennt um 15%. — Um miðjan ágúst tóku skip félagsins
að Iesta að jafnaði til 3-ja aðalhafna úti á landi (ísafjarðar, Akureyrar
og Reyðarfjarðar) auk Reykjavíkur, sem áður hafði ein talizt aðalhöfn
á íslandi fyrir erlenda vörumóttöku hjá Eimskipafélaginu.