Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1966, Page 14
12*
Verzlunarskýrslur 1965
IJtfl. verð-
önnur matarhrogn söltuð Verðvísi- tölur 110,6 Vörumagns- vísitölur 71,8 mœti 1965 millj. kr. 34,9
Saltsíld 120,0 79,2 491,1
Humar frystur 143,0 76,1 114,1
Fiskmeti niðursoðið eða niðurlagt 97,3 167,1 32,6
Fiskmjöl, síldarmjöl o. fl., karfamjöl 121,8 116,7 1 101,0
Fiskúrgangur til dýrafóðurs, frystur 112,2 126,8 32,7
Þorskalýsi kaldlireinsað og ókaldhreinsað 110,0 68,0 65,2
Síldarlýsi og karfalýsi 103,5 156,8 677,6
Hvallýsi 110,1 68,1 28,2
Landhúnaðarvörur o. fl 97,1 80,3 158,0
Kindakjöt fryst 103,2 65,7 33,1
Gærur saltaðar 100,5 71.8 80,4
Gærur sútaðar 77,8 136,4 11,0
uu 87,0 103,0 16,8
Prjónavörur úr ull aðallega 96,7 130,2 16,7
Samkvæmt þessu eru miklar sveiflur á breytingum verðs og vörumagns
útflutnings frá 1964 til 1965, einkum á breytingum vörumagns, en þar
er m. a. að verki tilflutningur útflutnings milli ára. Þess ber að gæta, að
sumar af ofan greindum vísitölum útflutningsafurða þurfa ekki að gefa
rétta mynd af breytingum verðs og vörumagns frá 1964 til 1965, þar sem
samsetning afurðategunda i viðkomandi liðum er ekki hin sama bæði árin.
Þannig er t. d. langstærsti liðurinn, „fryst fislcflök", samsettur af fjöl-
mörgum freðfisktegundum á ólíku verði og með mismunandi hlutdeild í
freðfisksútflutningi hvers árs. Verður því að nota þessar tölur með var-
færni. Þar við bætist, að fob-verð á freðfiski, sein fer til dótturfyrirtækja
útflytjenda erlendis, hefur — raunar um langt skeið — ekki verið í sam-
ræmi við söluverð erlendis á hverjum tíma. Sama er að segja um nokkrar
aðrar útflutningsafurðir, að svo miklu leyti sem þær hafa verið fluttar út
óseldar og því verið sett á þær áætlað fob-verð. Af þessum og fleiri ástæð-
um er Hagstofan nú að vinna að því að koma á fót nýjum verð- og
magnsvísitölum útflutnings, sem byggðar eru á öruggara fob-verði og
eru að öðru leyti betri mælikvarði á verð- og magnbreytingar en gömlu
vísitölurnar eru. Um leið fer fram endurskipulagning á vísitölum inn-
flutnings.
Síðan 1935 hefur þyngd alls innflutnings og útflutnings verið talin
saman. Fyrir 1951 var þyngd innflutnings talin nettó, frá ársbyrjun 1951
og til aprílloka 1963 var hún talin brúttó, en siðan 1. maí 1963 aftur nettó.
í töflunni hér á eftir hefur innflutningurinn á tímabilinu 1951 til apríl-
loka 1963 verið umreiknaður til nettóþyngdar, svo að þyngdartölur allra
áranna séu sambærilegar. Er sá umreikningur byggður á áætlun að
nokkru leyti.