Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1968, Qupperneq 27
Verzlunarskýrslur 1967
25*
til viðkomandi framkvæmda, þó ekki af vinnuvélum, en fjármálaráðherra
er heimilt að fresta innheimtu þessara gjalda af vinnuvélum, eða hluta
þeirra, gegn tryggingum.
Bygging álbræðslu í Straumsvík hófst á árinu 1967. Samkvæmt 14.
gr. samnings ríkisstjórnarinnar og Swiss Aluminium Limited frá 28.
marz 1966, sem fékk lagagildi með lögum nr. 76/1966, er mestallt, sem
með þarf til byggingar álbræðslunnar, undanþegið aðflutningsgjöldum og
söluskatti. Þar eð hér er um að ræða erlenda fjárfestingu og mikinn inn-
flutning af sérstökum uppruna, hefur verið talið rétt að hafa hann ekki
með í árlegum innflutningstölum Verzlunarskýrslna, og að birta i þess
stað sérupplýsingar um hann í þessum inngangi. Hins vegar er þessi inn-
flutningur, frá ársbyrjun 1968, innifalinn í mánaðarlegum innflutnings-
tölum, sem birtar eru í Hagtiðindum, sjá nánar athugasemd neðst á bls.
69 í aprílblaði Hagtiðinda 1968. — Þá skal þess og getið í sambandi við
þennan innflutning, að svo nefndar „verktakavörur“ til byggingar ál-
bræðslu eru eltki teknar á skýrslu og því ekki meðtaldar í yfirliti því,
sem hér fer á eftir. Er hér um að ræða tæki (þar með áhöld og verkfæri,
svo og fylgi- og varahlutir) til mannvirkjagerðar o. fl., sem íslenzka ál-
félagið hf. hyggst flytja úr landi, þegar þar að kemur. Ef slíkar vörur
eru síðar seldar eða afhentar til innlends aðila, eru þær teknar i innflutn-
ingsskýrslur, en að sjálfsögðu ekki sem innflutningur íslenzka álfélags-
ins h.f.
Hér fer á eftir skýrsla um innflutning 1967 til Búrfellsvirkjunar og
til byggingar álbræðslu, og er hann greindur á vörudeildir og á lönd innan
þeirra. Fyrst er, fyrir hvorn aðilann um sig, tilgreind nettóþyngd innflutn-
ings í tonnum, síðan fob-verðmæti og loks cif-verðmæti, hvort tveggja
i þús. kr. Innflutningur til Búrfellsvirkjunar, sem er, eins og áður segir,
innifalinn i innflutningstölum ársins, er reiknaður á nýju gengi i des-
ember 1967 og á eldra gengi í janúar—nóvember 1967. Innflutningur til
byggingar álbræðslu er aftur á móti ekki meðtalinn í innflutningstölum
ársins, og hann er allur reiknaður á eldra gengi. — Aftan við „önnur lönd“
er hverju sinni tilgreind tala þeirra, fyrst fyrir Búrfellsvirkjun og síðan
fyrir byggingu álbræðslu. 24. Trjáviður og korkur Búrfellsvirkjun . 1 003,2 3 421 3 785 Bygging álbrœðslu
Danmörk 119,1 418 466 - _ _
Svíþjóð 884,1 3 003 3 319 - - -
57. Sprengiefni o. þ. h 263,9 5 311 5 766 43,7 1 187 1255
Noregur 151,7 3 178 3 443 43,3 1 162 1 229
Svíþjóð 112,2 2 133 2 323 0,4 25 26
59. Kemísk efni, ót. a 43,3 1 045 1 169 6,2 81 87
Bandaríkin 34,6 717 809 - _ -
önnur lönd (5—1) 8,7 328 360 6,2 81 87
62. Unnar gúmvörur, ót. a 29,1 2 279 2 413 _ _
Svíþjóð 13,3 991 1 045 “ “ d