Hagskýrslur um utanríkisverslun - 1972, Blaðsíða 18
16
Verzlunarskýrslur 1970
eða höfn afhending vörunnar er miðuð. Eitthvað kveður að því, að vörur
séu seldar cif íslenzka innflutningshöfn. í slikum tilfellum er tilsvar-
andi fob-verð áætlað af lollyfirvöldum.
Frá og með Verzlunarskýrslum 1966 þarf innflutningur frá landi að
nema minnst 50 þús. kr„ til þess að hann sé tilgreindur sérstaklega í
töflu IV — nema um sé að ræða eitt land, sem svo er ástatt um.
2. yfirlit sýnir verðmæti innflntningsvaranna bæði cif og fob eftir
vörudeildum. Ef skip og flugvélar er undanskilið nemur fob-verðmæti
innflutningsins 1970 alls 11 462 370 þús. kr„ en cif-verðið 12 788 495 þús.
kr. Fob-verðmæti innflutningsins 1970 að undanskildum skipum og flug-
vélum var þannig 89,6% af cif-verðmætinu. — Ef litið er á einstaka
flokka, sést, að hlutfallið milli fob-verðs og cif-verðs er mjög mismun-
andi, og enn meiri verða frávikin til beggja handa, ef litið er á ein-
stakar vörutegundir.
Til þess að fá vitneskju um, hvernig mismunur cif- og fob-verðs
skiptist á vátryggingu og flutningskostnað, er tryggingaiðgjald áætlað
1% af cif-verði flestra vara, nema á sekkjavöru í vörudeildum 04,06,08,
og 56, þar er tryggingaiðgjald reiknað 0,83% af cifverði. Svo er
einnig á kolum (32). Tryggingaiðgjald á timbri í vörudeildum 24 og 63
er reiknað 0,94% af cif-verði, á salti (í 27. vörudeild) 0,55%, og á olíum
og benzíni (í 33. vörudeild) 0,3%. A bifreiðum í 73. vörudeild er trygg-
ingaiðgjald reiknað 2,75% af cif-verði. — Að svo miklu leyti sem trygg-
ingaiðgjald kann að vera of hátt eða of lágt í 2. yfirliti, er flutningskostn-
aður o. fl. talið þar tilsvarandi of lágt eða of hátt.
Innflutningsverðmæti skipa, sem flutt voru inn 1970 (tollskrárnr.
89.01.22 og 23) nam alis 851 062 þús. kr„ og fer hér á eftir skrá yfir þau
(öll vélskip og úr stáli):
Rúmlestir Innflutn.verð
brúttó þús. kr.
Dalaröst RE-325 frá Noregi, íiskiskip ................................ 95 8 612
Goðafoss frá Danmörku, farskip .................................. 2 953 206 058
Dettifoss frá Danmörku, farskip ................................. 3 004 201 528
Bjarni Sæmundsson RE-30 frá V-Þýzkalandi, rannsóknaskip............... 777 230 000
Dagný SI-70 frá V-Þýzkalandi, skuttogari ............................. 385 48 530
Kristján Guðmundsson ÍS-77 frá Noregi, fiskiskip .................... 170 28 500
Barði NK-120 frá Frakklandi, skuttogari .............................. 495 47 000
Hólmatindur SU-220 frá Frakklandi, skuttogari ........................ 494 47 000
örvar HÚ-14 frá Noregi, fiskiskip .................................... 218 33 834
Samtals 8 591 851 062
í verði skipa eru talin öll tæki, sem talin eru hluti af þeim svo og
lieimsiglingarkostnaður. Fyrir getur komið, að tæki, sem talin eru í inn-
flutningsverði, séu keypt hér á landi og því tvítalin í innflutningi. —
Dalaröst er talin með innflutningi júnimánaðar, en öll hin skipin með
innflutningi desembermánaðar.
Innflutningur flugvéla nam alls 5 063 þús. kr„ þar af 2 flugvélar
að verðmæti 2 124 þús. innfluttar frá Bandaríkjunum og taldar með